Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 4
 Ísraelski herinn hélt uppi hörðum árásum á liðs- menn samtakanna Hamas og Íslamska Jihad á Gaza-strönd í gær. Liðsmönnum samtakanna tókst engu að síður að skjóta að minnsta kosti tólf flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelsk stjórnvöld segja þessi tvenn samtök bera alla ábyrgð á harðnandi átökum á Gaza-svæðinu síðustu daga. Ísraelar segjast ætla að halda áfram árásum sínum á Pal- estínumenn, og herða þær ef flug- skeytaárásum frá Gaza linnir ekki. Þrír menn fórust þegar Ísraelar skutu sprengju á bifreið í Gaza- borg. Að minnsta kosti einn þeirra var liðsmaður Hamas. Ísraels- menn sögðust einnig hafa gert loftárás á vopnaverksmiðju norðan til á Gaza-strönd, en eig- andi húsnæðisins sagði að raf- tækjaverslun sín hefði orðið fyrir árás og sagði það hljóta að hafa verið mistök. Árásir Ísraela hafa hins vegar orðið til þess að draga úr innbyrðis átökum Palestínumanna. Hamas og Fatah hafa gert með sér vopna- hlé og grímuklæddir liðsmenn beggja samtakanna hafa ekki verið eins áberandi á götum úti. „Enginn myndi styðja innbyrðis átök meðan Ísraelar eru að sprengja á Gaza,“ sagði Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas. Íbúar, sem höfðu haldið sig heima við meðan verstu átökin stóðu yfir á síðustu dögum, hættu sér út í verslanir til að birgja sig upp. Börn voru látin fara í skólann til að taka lokapróf og fullorðnir sneru aftur til vinnu. Meira en fimmtíu manns hafa farist í innbyrðis átökum Palest- ínumanna í Gazaborg undanfarna daga. Átökin hófust eftir að Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínustjórnar, sendi þúsundir vopn- aðra manna, hliðholla Fatah, út á götur borgarinnar án samráðs við Hamas, samstarfsflokk Fatah í Palestínustjórn. Þá hefur staða Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, versnað enn. Hart var sótt að honum að segja af sér nýverið vegna gagn- rýni á Líbanonstríðið síðastliðið sumar, en nú hótar Avigdor Lieberman hermálaráðherra því að draga sig út úr stjórnarsam- starfinu ásamt litlum flokki sínum ef ekki verður farið út í harðar aðgerðir gegn Hamas. „Annaðhvort verða Hamas- samtökin leyst upp, eða ríkis- stjórnin verður leyst upp,“ sagði Lieberman. Ísraelsher herðir enn árásir á Gaza Þrír Palestínumenn létu lífið í bifreið á Gaza-strönd eftir loftárás frá Ísraelsher. Palestínumenn héldu áfram að skjóta flugskeytum yfir til Ísraels frá Gaza- strönd. Innbyrðis átök Palestínumanna minnka. „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögu- manninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögu- maðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Bandarísk kona fórst í gær þegar brimskafl dró hana út á haf úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal. Engin viðvörunarskilti eru á svæðinu en formaður björgunarsveitarinnar Víkverja hefur greint frá því að búið hafi verið að taka ákvörðun um að þar yrðu bæði sett skilti og björgunarkútar á næstunni. Því miður hafi málið ekki verið komið lengra á veg en svo. Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður og ritstjóri fréttabréfs leiðsögumanna, segir slík varnaðarorð skila sér misjafnlega vel til fólks. „Ég hef margsinnis farið með hópa í fjöruna. Alltaf vara ég þá við sjónum en undantekningarlaust kemur einhver í hópnum blautur inn. Það má samt vel bæta merkingar um landið, þá sérstaklega við helstu ferðamannastaðina en í þessu máli er ekki hægt að áfellast neinn,“ segir Stefán. Mikil ófærð var á hálendisvegum um helgina. Hellisheiði eystri hefur verið ófær síðan á föstudag. Að sögn Vega- gerðarinnar verður heiðin skoðuð í dag. Allur akstur á hálendisvegum er bannaður vegna hættu á aurbleytu og vegaskemmdum. Aðrir helstu vegir landsins eru greiðfærir og inn í Þórsmörk er fært, Uxahryggir eru færir ásamt Dettifossvegi og Hólssandi. Á Austurlandi er mikið um að hrein- dýr séu við vegi og eru vegfarend- ur beðnir um að aka með gát. Bílar og vélsleðar frá Húsafelli upp á Langjökul og frá Sólheima- heiði upp á Mýrdalsjökul. Hellisheiði skoðuð í dag Rúmenar felldu með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag tillögu um að Trajan Basescu forseti yrði kærður til embættismissis. Þjóðþing landsins vék forsetan- um úr embætti í síðasta mánuði og sakaði hann um að hafa misnotað völd sín. Forsetinn neitar þeim ásökunum og samkvæmt stjórnarskrá var ákæra til embættismissis borin undir þjóðaratkvæði. Þegar meira en níutíu prósent atkvæða höfðu verið talin höfðu nærri 75 prósent hafnað ákærunni, en þátttaka í kosning- unum var 44 prósent. Þjóðin hafnar kæru á forseta Árrisulir Kaup- mannahafnarbúar gátu séð Litlu hafmeyjuna í nokkuð óvenjuleg- um búningi í gærmorgun. Í skjóli nætur hafði hún verið klædd í föt að íslömskum sið með höfuðklút. Strax og lögreglan fékk veður af þessu brá hún skjótt við og sendi menn á staðinn sem fjarlægðu fötin í snarhasti. Styttan af Litlu hafmeyjunni hefur orðið fyrir ýmiss konar afskiptasemi, meðal annars hefur hún fjórum sinnum verið afhausuð og alloft útötuð málningu. Fyrir fjórum árum var hún klædd í búrku, kufl strangtrú- aðra múslíma sem hylur allan líkamann. Litla hafmeyjan með höfuðklút Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árni Johnsen, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokks, féllu báðir niður um eitt sæti á listum Sjálfstæðisflokksins vegna útstrikana. Þetta var niðurstaða landskjör- stjórnar, sem skilaði í gær niðurstöðum vegna kosninganna 12. maí. Samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn féll Árni úr öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi í það þriðja vegna útstrikana og Björn féll úr öðru sætinu í það þriðja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkur- kjördæmi suður af sömu ástæðu. Landskjörstjórn kom saman í gær og úthlutaði þingsætum. Jafnframt gaf kjörstjórnin út kjörbréf til frambjóðenda sem náðu kjöri, auk fyrstu vara- manna allra þingmanna. Björn og Árni einu sæti neðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.