Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 38
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Á
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
STÆRSTA ORRUSTAN
ER INNRI BARÁTTAN
B.I. 14 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 14 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 7 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
FRACTURE kl. 8 - 10.10
IT´S A BOY GIRL THING kl. 6
SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9
FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30
IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50
SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.50
PATHFINDER kl. 8 - 10.15
TMNT kl. 4 - 6
ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45
THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30
IT´S A BOY GIRL THING kl. 5.50 - 8 - 10.10
SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9
INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9
Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu
að allir hafa veikan blett.
MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR
Íslenska rokksveitin Envy of
Nona hefur gert útgáfusamning
við bandaríska plötufyrirtæk-
ið Long Live Crime Records sem
er í Los Angeles. „Þetta er einnar
plötu samningur til fimm ára, með
fyrirvara um næstu plötu,“ segir
gítarleikarinn Helgi Axel, sem er
hæstánægður með samninginn.
„Þetta er það sem maður er búinn
að vera að stefna að og þetta er
loksins komið í gegn.“
Fyrsta plata Envy of Nona, Two
Years Birth, kom út hér á landi á
síðasta ári. Áætlað er að hún komi
út 11. september í Bandaríkjunum
og í kjölfarið mun Envy of Nona
fara í tónleikaferð um landið. Að
sögn Helga verður platan ekki tekin
upp á nýjan leik fyrir Bandaríkja-
markað en þeir félagar tóku hana
upp í sínu eigin hljóðveri. „Þeir
voru ánægðir með „sándið“ á henni.
Hún verður gefin út eins og hún er,
við vitum ekki
betur.“
Envy of Nona
var stofnuð árið
2004 og er söngv-
arinn, Dave Dun-
ham, hálfur Ís-
lendingur og
hálfur Banda-
ríkjamaður. Fram
undan hjá sveitinni eru tónleikar
á rokkhátíð í Vestmannaeyjum um
hvítasunnuhelgina og á Eistnaflugi
í Neskaupstað í júlí.
Með samning í Bandaríkjunum
FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE CONDEMNED kl. 8 - 10.30
THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 - 10.30
NEXT kl. 8 - 10.30
MÝRIN 2 FYRIR 1 SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 5.40
KÖLD SLÓÐ 2 FYRIR 1 SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 5.50
B.I. 14 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 14 ÁRA
B.I. 12 ÁRA
B.I. 12 ÁRA
SÍMI 530 1919HAGATORG www.haskolabio.is
SVAKALEG
HASARMYND MEÐ
TÖFFARANUM
VINNIE JONES.
Ef þú rýnir
nógu
djúpt sérðu
að allir
hafa veikan
blett.
MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Langþráð bið aðdáenda
hljómsveitarinnar Mínuss
er á enda í dag. The Great
Northern Whalekill er
komin út.
Rokkhljómsveitin Mínus var lengi
vel ein helsta von Íslands um vel-
gengni á alþjóðlegum rokkmarkaði.
Síðasta plata sveitarinnar, meistara-
verkið Halldór Laxness, sem kom út
á Íslandi árið 2003 og hirti öll verð-
laun sem besta platan það árið, var
gefin út í Evrópu árið eftir og fékk
fína dóma. Í kjölfarið spilaði sveitin
töluvert, sérstaklega í Bretlandi, og
maður átti von á að Krummi yrði
fastagestur á forsíðum Kerrang!
og Metal Hammer um ókomna tíð.
Síðustu ár hefur hins vegar farið
frekar lítið fyrir Mínus og um leið
hefur pressan á þá drengi aukist
um að koma með nýja plötu.
The Great Northern Whalekill
var tekin upp í The Sound Factory
hljóðverinu í Los Angeles seint á
síðasta ári. Upptökustjóri var Joe
Baresi, sem hefur unnið með sveit-
um eins og Queens of the Stone
Age, Melvins, Tool og Jesus Liz-
ard, en um hljóðblöndun sá Íslend-
ingurinn S. Husky Höskulds sem
er margverðlaunaður fyrir störf
sín á plötum með Noruh Jones,
Fantomas og Solomon Burke svo
örfáir séu nefndir.
Það er ekkert auðvelt að fylgja
eftir meistaraverki eins og Hall-
dór Laxness og það er hægt að
segja það strax að Hvaladrápið er
ekki jafn sterk plata. Hún er ekki
jafn fersk eins og Halldór Laxness
virkaði þegar hún kom út og hún
er ekki jafn fullkomin hvað varðar
lagasmíðar. Hún er hins vegar langt
frá því að vera eitthvað léleg.
Yfirbragðið á The Great
Northern Whalekill er í þessum
kunnuglega Mínus-stíl. Mínus-
hljómurinn er þarna og þetta
ómótstæðilega rokk-grúv sem
hljómsveitin er þekkt fyrir. En
platan er líka nokkuð fjölbreytt.
Þetta fer frá harðkjarnakeyrslu
(Rhythm Cure) yfir í ný-progg-
skotið rokk í anda Tool (Throw
Away Angel) yfir í hálfgert pönk
(Weekend Lovers) og Rip It Up
byrjar sem órafmagnaður blús
og breytist svo í hraða keyrslu.
Shoot the Moon er svo næstum
því poppaður smellur. Snilldar-
lag. Platan vinnur á við frekari
hlustun og fer að virka almenni-
lega eftir nokkrar umferðir í
spilaranum. Smáatriði í útsetn-
ingum og sándi setja svip á ein-
staka lög og það hefur tekist sér-
staklega vel með hljóðblöndun á
söngnum.
Á heildina litið er The Great
Northern Whalekill rokkplata
yfir meðallagi. Viðunandi arftaki
meistaraverksins Halldór Lax-
ness og rúmlega það.