Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 32
Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Samt máttu gera þér ljóst, alls engin sílikonbrjóst“ - Deluxe, Nýdönsk, Höf: Björn Jörundur Friðbjörnsson Hér sit ég heima og rotna á meðan það er verið að tæla hana Fjólu ... Og það er eitthvert vöðvatröll í Armani-fötum. En ég stressa mig ekki á því, hún hefur sitt og ég hef mitt! Ekki ætla ég að missa svefn yfir því hún sé hangandi með einhverjum gaurum! Snemma á fætur og snemma í rúmið Það er það sem ungur maður þarf! Af hverju gera þau mér þetta!? Haraldur þjáðist af innilokunarkend! Hæ, þetta er Linda! Þetta samband verður bara betra með hverri mínútu! Ég var einmitt að reyna að hringja í þig! Þú átt ekki eftir að trúa því sem ég hef að segja! Þú átt ekki eftir að trúa því sem ég hef að segja! Ég er ólétt! Ha, hvað sagðirðu? Hvað segir hún yfir fréttunum? Í dag telst það til sjálf- sagðra mannréttinda ungbarna að eiga heimasíðu. Að stofna Barnalandssíðu fyrir afkvæmið er orðið jafn sjálfsagð- ur hlutur og að baða barnið eða gefa því að borða. Ég hef svo sem ekkert á móti þessum síðum og viðurkenni að þær eru þrælsniðugar. Hins vegar er eitt sem fer í taugarnar á mér. Það er sú tilhneiging foreldranna að skrifa allar færslur þannig að það sé barnið sem segir frá. Á langflestum síðum skrifar ómálga barnið í fyrstu per- sónu: „Ég er ekki alveg nógu dug- legur að taka brjóstið en mamma vonar að það komi bráðum.“ Einu sinni heyrði ég sprenglærð- an bókmenntafræðing halda því fram að það að skrifa texta á ver- aldarvefinn í 1. persónu frá sjón- arhóli barnanna sinna væri brot á persónufrelsi barnsins. Börn eru jú manneskjur þótt þau séu ekki fær um að tjá sig í skrifuðu máli. Varla myndi maður setja upp heimasíðu og skrifa þar texta í nafni kalk- aðs afa síns eða alzheimersjúkrar langömmu sem gæti ekki tjáð sig. „Í dag komu barnabarnabörnin að heimsækja mig. Ég er orðin svo gömul og rugluð að ég þekki þau ekki lengur í sundur.“ Íslendingar eiga ábyggilega heimsmet í fjölda bloggandi ung- barna og upp á síðkastið hafa börn í móðurkviði bæst í hópinn. Ég fæ hálfgerðan hroll þegar ég les færslur þar sem fóstrið skrifar í fyrstu persónu: „Núna er ég orðinn 12 cm á lengd. Mamma fór í sónar í dag og lét taka mynd af mér. Hún hlakkar voða mikið til að eignast mig.“ Lífið afmarkast af fæðingu og dauða. Fyrst fólki finnst ósköp eðlilegt að blogga í nafni ófæddra barna sinna er eflaust ekki langt að bíða þess að menn fari að blogga í nafni látinna ástvina. Kannski verður það næsta bylgjan. „Heyrðu, hann Sigurður gamli lést víst á dögunum. Já, og hann er kominn með þessa fínu bloggsíðu þar sem sonur hans skrifar fyrir hann. Færslan um himnaförina var alveg óborganleg.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.