Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 34
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is À la carte postulín Nú fæst nýja Alizée-stellið frá Pillivuyt líka á Íslandi R V 62 35 Rekstrarvörur 1982–200725ára Halldór Sigdórsson Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Óhefðbundin hönnun Skemmtilegt í framreiðslu Nýi pillenium-leirinn gefur postulíninu aukið högg- og hitaþol Opnar nýjar víddir í veitingaþjónustu. Dýrðarsöngur í Háteigskirkju12.00 Nýtt ljósmyndagallerí hefur verið opnað að Skólavörðustíg 4a í Reykja- vík. Þar eru til sölu myndir í takmörk- uðu upplagi eftir rúmlega tuttugu ljós- myndara sem og gamlar og nýjar ís- lenskar ljósmyndabækur. Að galleríinu standa Ari Sigvaldason, Stígur Steinþórsson, Stefán Einarsson og Sigvaldi Arason. Galleríið er opið frá 12.00 til 16.00 alla virka daga og nú stendur þar yfir einka- sýning Ragnars Axelssonar sem ber heitið Kuldi. Tónleikar Gorans Bregovic og stórsveitar hans bundu enda á frábært Vorblót á laugardagskvöld. Trausti Júlíusson var meðal gesta í Höllinni. Það var tilkomumikil sjón að virða fyrir sér stórhljómsveit- ina hans Gorans Bregovic á svið- inu í Laugardalshöll á laugardags- kvöldið. Strengjasveitin var í tveimur hlutum, hvor sínum megin til hliðanna, búlgörsku söngkonurnar tvær í þjóðbúning- um lengst til vinstri, aftast var karlakórinn dimmraddaði, fyrir miðju sviðinu sígaunalúðrasveit- in og fremst á sviðinu slagverk- sleikarinn og söngvarinn Alen Ademovic og Goran sjálfur, hvít- klæddur með rafmagnsgítarinn og kjöltutölvuna … Hin ólíku áhrif sem bland- ast í tónlist Gorans verða aug- ljósari þegar maður sér fulltrúa þeirra svona skipulega raðað upp. Laugardalshöllin var fullsetin þegar tónleikarnir hófust rúm- lega níu og þeim lauk ekki fyrr en rúmlega tveimur og hálfum tíma síðar. Dagskráin var samsett að stærstum hluta úr lögum af Tales & Songs From Weddings & Funer- als og kvikmyndaplötum Gorans, sérstaklega Underground, en mér telst til að a.m.k. sjö lög hafi verið flutt af henni. Það var greinilegt að þetta var kirfilega skipulögð sýning. Það var byrjað á rólegri og dramat- ískari lögunum en eftir því sem leið á dagskrána magnaðist fjörið. Þegar lagið Hop hop hop af Tales & Songs … hófst brutust út tölu- verð fagnaðarlæti og ekki minnk- aði stuðið þegar Ya Ya Ringe Ringe Raja tók við, en það er út- gáfa af Ya-Ya smelli Lee Dorsey frá 1961 og er gríðarlega stuðvekj- andi í meðferð Gorans. Flestir tón- leikagestir í Höllinni höfðu setið prúðir í sætum sínum fram að þessu, en allnokkrir stóðu upp til að dansa og þeim fjölgaði þegar á leið. Í lokin voru allir komnir á fætur. Fyrri hluti tónleikanna end- aði með röð af smellum: Death úr La reine Margot, In the Death Car úr Arizona Dream, hið almagnaða Ederlezi úr Le Temps des Gitanes og Mjesecina úr Underground. Eftir hraustlegt uppklapp voru tekin nokkur lög í viðbót, m.a. drykkjuvísa sem Goran syngur að eigin sögn alltaf þegar hann fær sér neðan í því og hið bráðsmellna Kalasjnikov úr Underground en í því fékk Goran tónleikagesti til að hrópa „Árás!“ á réttum stöðum. Í lokin róaði Goran þetta svo niður með hreint út sagt magnaðri út- gáfu af laginu The Belly Button of the World, einnig úr Underground. Á heildina litið voru þetta mjög vel heppnaðir stórtónleikar. Það var gaman að fylgjast með Goran á sviðinu. Hann sleppti aldrei hendinni af rafmagnsgítarnum og stjórnaði hljómsveitinni næstum eins og kæruleysislega með ann- arri hendinni. Eitt af mikilvæg- ustu hlutverkum Listahátíðar er að opna augu okkar fyrir nýjum hlut- um. Því hlutverki var sinnt með glæsibrag á laugardagskvöldið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.