Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 40
„16 og þú skalt sjá mig í bíó..“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? Afar ljúft að vera loksins búin með skólann Hávaðarok og grenjandi rigning urðu til þess að hætta varð leik á fyrsta stigamóti sumarsins í Kaupþings-mótaröðinni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi um helgina. Þegar nokkuð var liðið á síðari hringinn í gær höfðu marg- ir hætt keppni og svo fór að móts- stjórnin ákvað að aflýsa keppninni og láta skorið á fyrri hringnum gilda. Á honum urðu Alfreð Brynjar Kristinsson og Helena Árnadóttir, bæði úr GR, hlutskörpust við erf- iðar aðstæður. Alfreð vann þar sitt fyrsta stigamót en hann lék hring- inn á 75 höggum, þremur yfir pari vallarins. Fjórir kylfingar spil- uðu á 76 höggum, Hlynur Geir Hjartarson og Sigurþór Jónsson úr GK, Birgir Guðjónsson úr GR og Valgeir Tómasson úr GKG. Helena lék á 77 höggum eða á fimm yfir pari en Nína Björk Geirsdóttir úr GKJ varð önnur á 79 og Tinna Jóhannsdóttir úr GK þriðja á 81 höggi. Hætt við að leika seinni hringinn í gær Valur vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu með því að leggja Fylki að velli, 2-1, á úti- velli. Leikurinn fór fram við mis- munandi aðstæður, öskrandi rok og rigningu í fyrri hálfleik en sólar- glefsur og gjólu í þeim síðari. „Þetta var gríðarlega erfitt í fyrri hálfleik. Það kom haglél á tímabili,“ sagði Guðmundur Bene- diktsson Valsari eftir leik. Ekkert mark var skorað fyrir hlé en Fylkismenn fengu fleiri betri færi. Valur fékk hins vegar besta færið er Baldur Bett skaut himinhátt yfir af afar stuttu færi. Fylkismenn komust yfir með marki Halldórs Hilmisson- ar en hann komst einn inn fyrir vörn Vals eftir stungusendingu Christian Christiansen. Leikur- inn róaðist talsvert eftir það þrátt fyrir betri veðurskilyrði. Vendipunkturinn kom þegar varamennirnir Dennis Mortensen og Hafþór Vilhjálmsson var skipt inn á. Sá fyrrnefndi gaf frábæra sendingu á Mortensen sem skor- aði með föstu skoti úr vítateign- um. Glæsilegt mark. Nokkru síðar innsiglaði annar Dani, Rene Carlsen, sigurinn með skoti eftir hornspyrnu en Vals- menn höfðu greinilegt æft sig vel á þeirri leikfléttu. Skotið var fast en Fjalar missti af boltanum þar sem David Hannah mistókst að hreinsa boltann og þvældist þess í stað fyrir Fjalari. Hannah las einmitt bakverðin- um Víði Leifssyni pistilinn eftir að Víðir skildi Mortensen eftir óvald- aðan í fyrra markinu. „Þetta spilaðist eftir okkar höfði þar til þeir jöfnuðu metin. Það er ljóst að innkoma Danans breytti öllu fyrir Valsmenn,“ sagði Fja- lar eftir leik. „Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálf- leik og hugsuðum við fyrst og fremst um að halda hreinu og sækja undan vindinum í seinni hálfleik. Þá kom þetta blíðskapar- veður,“ bætti Fjalar við. „Við spil- uðum betur í dag en gegn Blikum í fyrstu umferð. Þá fengum við þrjú stig en ekkert í dag. Svona er þetta stundum.“ Bæði Guðmundur og Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, sögðu að sigurinn hafi verið sætur. „Karakter Valsliðsins kom vel í ljós,“ sagði Guðmundur. „Varamennirnir eiga að breyta gangi leikja og það gerðu þeir svo sannarlega í dag. Þeir voru báðir afar frískir,“ sagði Willlum. „Það er afar ánægjulegt því það er erf- itt að vera ekki í byrjunarliðinu.“ Willum var ánægður með spila- mennsku Valsmanna og alls ekki stressaður þó að hafa lent undir. „Við runnum ekki á rassinn þegar þeir skoruðu markið og því var ég rólegur. Ég var ósáttur í síð- asta leik með okkar spilamennsku en hún var góð í dag. En að sama skapi get ég vel ímyndað mér að Fylkismenn séu pirraðir því þeir börðust vel í fyrri hálfleik við erf- iðar aðstæður.“ Valsmenn fóru með öll þrjú stigin úr Árbænum í gær eftir tvö síðbúin mörk Dananna Dennis Bo Mortensen og Rene Carlsen. Fylkir komst yfir í leiknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.