Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 6
www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 75 59 0 5/ 07 Acidophilus Bifidus + FOS Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna. Champignon DETOX + FOS og Spirulina Hreinsaðu líkamann að innan - minnkar óæskilega lykt. Milk Thistle DETOX Hreinsaðu líkamann að innan. Psyllium Husk Fibre Rúmmálsaukandi, gott fyrir meltinguna. 30% afsláttur af Vega vítamínum „Jú, við sváfum ágætlega. Á Þingvöllum er gott að vera,“ sagði Geir H. Haarde í blíðunni á Þingvöllum í gærmorgun þegar hann hélt í gönguferð með konu sinni Ingu Jónu Þórðardóttur eftir að hafa eytt nóttinni í ráðherrabústaðnum. Og gönguferðin var viðburðarík því Geir gat þess eftir að aftur var komið að hann hefði séð til kafara í Silfru á leiðinni. Líkt og á laugardaginn komu sjálfstæðis- menn á sínum einkabílum en Samfylkingar- fólkið saman á bílaleigubíl frá Hertz. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Landcruiser, rúmaði mannskapinn vel en engum sögum fer af ástæðum þess að Samfylkingarliðar ákváðu að leigja bíl frekar en að notast við einkabíla. Þó ber að hrósa hagsýni þeirra því umræddur bíll er á tilboðsverði þessa dagana hjá Hertz. Dagurinn kostar aðeins 14.400 krónur. Geir H. Haarde beið með opinn faðminn í dyragætt- inni, kyssti Ingibjörgu Sólrúnu rembingskossi og bauð aðra Samfylkingarmenn velkomna með handabandi. „Ég kom bara með kaffið. Ég veit ekkert meira,“ sagði Inacio Pacas da Silva Filho, sem kom með samlokur, gosdrykki og kaffi í ráðherrabústaðinn um hádegisbilið í gær, í samtali við Fréttablaðið. Og hafi fundarmenn fundið til hungurs eftir samlokur Inacios gátu þeir gætt sér á samfylkingarrauðum brjóst- sykri og sjálfstæðisbláu síríussúkkulaði með rúsínum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom með. Inacio virtist afar stressaður þegar rætt var við hann en hegðun hans var þó í takt við hegðun annarra sem komið hafa nálægt viðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylk- ingarinnar þessa helgina. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og gríðarleg áhersla hefur verið lögð á að ekkert leki. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Árni Mathiesen áður en hægt var að bera upp eina spurningu í gær. Árni var ekki viðstadd- ur fundinn í gær og vildi ekkert tjá sig um ástæður þess að hann væri ekki á Þingvöllum. Sama hljóð kom úr strokki Illuga Gunnars- sonar sem var líkt og Árni settur á vara- mannabekkinn í gær. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um eitt né neitt þar sem hann sat á Jómfrúnni og hámaði í sig smörrebröd með fjölskyldunni. Það tilheyrir að fá sér eitt staup af Álaborgar-ákavíti með en Illugi sagðist hafa sleppt því. „Ég bíð með það þangað til ríkisstjórnin er mynduð,“ sagði Illugi og hló. En af hverju þessi leynd, Illugi? „Þetta er alltaf svona. Menn vilja fá frið til að klára þetta á sem stystum tíma.“ Innilegur formannakoss Góður andi ríkir í viðræðum sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Foringjarnir kysstust rembingskossi, Þorgerður Katrín kom með brjóstsykur og súkkulaði og Samfylkingarfólk kom samhent í bílaleigubíl frá Hertz. Enginn vill þó segja nokkurn skapaðan hlut. Meira að segja veitingamaðurinn þegir þunnu hljóði. Stuðningur íbúa Norð- austurlands við álver á Bakka við Húsavík hefur aukist síðustu mán- uði. Fjórir af hverjum fimm Hús- víkingum vilja að álverið rísi en þrír af hverjum fjórum voru þeirrar skoðunar í desember. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Alcoa Fjarðaál 21. mars til 24. apríl, og byggist á svörum um 1.500 einstaklinga. Alls eru 69,5 prósent íbúa Norð- austurlands hlynnt byggingu álvers, en hlutfallið var 58,2 pró- sent í sams konar könnun í desem- ber. Fimmtungur íbúa sagðist nú andvígur byggingu álvers en 27,7 prósent var á móti álverinu í desember. Þegar afstaða Húsvíkinga er metin segjast 83 prósent styðja álversbyggingu, en tæp 76 pró- sent voru þeirrar skoðunar í desember. Dregið hefur úr and- stöðu á meðal Húsvíkinga, 10,3 prósent eru mótfallin byggingu álvers á Bakka, en hlutfallið var 17,9 prósent í desember. Ánægja með Alcoa Fjarðaál hefur dregist saman á Miðaustur- landi, samkvæmt annarri könnun sem félagið lét gera. Um 76 pró- sent sögðust jákvæð í garð Alcoa, en tæp 84 prósent sögðust jákvæð í desember. Einnig hefur þeim fækkað á svæðinu sem hlynntir eru framkvæmdum Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði, þeir reyndust tæplega 76 prósent nú, en 82 pró- sent í desember. Aukinn stuðningur við álver Gætir þú hugsað þér að kaupa nýsjálenskt lambakjöt verði það á betra verði en íslenskt lambakjöt? Finnst þér að Neytendastofa eigi að sekta þá sem brjóta reglur um verðmerkingar? Þórunn Jóna Hauks- dóttir, bæjarráðsfulltrúi Sjálf- stæðisflokks í Árborg, segir að nýsamþykkt tillaga um styrki til stjórnmála- félaga sé „sérsniðin að því að styrkja fjárhagslega þau framboð sem mynda meirihluta Árborgar“. Samkvæmt tillögunni fá öll stjórnmálafélög sem eiga bæjarfulltrúa sömu upphæð í styrk, 250 þúsund krónur. Þórunn segir þetta ekki vera í anda laganna, þar sem mælt sé fyrir um að stjórnmálaflokkar fái úthlutað í hlutfalli við úrslit kosninga. „Væntanlega verður því fylgt hér eftir, eins og lögin kveða á um,“ segir Þórunn. Meirihluti með sérsniðna styrki Sósíaldemókratar í Bremen, einu af sambandslönd- um Þýskalands, sögðust í gær ætla að mynda vinstri stjórn með Græningjum. Sósíaldemókratar hafa í tólf ár verið í stjórnarsamstarfi með Kristilegum demókrötum í Bremen, en eftir kosningar þar í byrjun síðustu viku töpuðu báðir stjórnarflokkarnir fylgi. Sósíaldemókratar eru einnig í stjórnarsamstarfi með Kristileg- um demókrötum í ríkisstjórn Þýskalands, en í skoðanakönnun- um hafa Sósíaldemókratar fengið minna fylgi en samstarfsflokkur- inn. Ætla að mynda vinstri stjórn Sósíalistaflokkur- inn, sem er stjórnarflokkur í Búlgaríu, varð sigurvegari í fyrstu kosningum landsins til Evrópuþingsins, sem haldnar voru í gær. Sigurinn varð þó mun minni en stjórnin hafði vonast til og má rekja það til harðra ásakana á hendur henni um spillingu. Kosningaþátttakan var sömuleiðis afar lítil, rétt um þrjátíu prósent. Búlgarar fengu aðild að Evrópusambandinu á þessu ári og senda átján þingmenn á Evrópuþingið, sem hefur aðsetur bæði í Brussel og Strassborg. Þátttaka lítil en sósíalistar sigra Umsóknir um hjálpartæki tvöfölduðust á einum áratug hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Umsóknunum fjölgaði úr tæp- lega 14 þúsund árið 1996 í tæplega 30 þúsund árið 2006. Útgjöldin hafa þrefaldast á þessum sama tíma. Fjöldi samþykktra hjálpartækja hefur aukist gífurlega. Fjöldi sam- þykktra handdrifinna hjólastóla jókst um 150 prósent 1996-2006 og fjöldi samþykktra göngugrinda jókst álíka mikið á sama tímabili. Útgjöldin hafa aukist verulega. Árið 1996 voru útgjöldin 554 millj- ónir króna, árið 2002 voru þau komin upp í einn milljarð króna og árið 2006 í rúmlega 1,4 milljarða. Í frétt á vef Tryggingastofnunar segir að áherslur í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi breyst. Legu- tími á sjúkrahúsum hafi styst, heimaþjónusta aukist og tækni í gerð hjálpartækja fleygt hafi fram. Eftirspurn eftir hjálpartækjum sé mikil og sjái ekki fyrir endann á þessari vaxandi eftirspurn. N1 ætlar að styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg með árlegu fjárfram- lagi og veglegum afslætti. Sigurgeir Guðmundsson, for- maður Landsbjargar, segir stuðninginn mjög hagkvæman enda útgjöld vegna farartækja mikill fyrir sveitina. Stuðningur- inn nær til deilda Landsbjargar um land allt. Hagkvæmur samningur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.