Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 13
GULLKORT Hentugast í vi›skiptafer›um og innifelur ví›tækar fer›atryggingar. INNKAUPAKORT Afar hentugt vi› kaup á rekstrarvörum og þjónustu. – Meira úrval og fleiri frí›indi H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA 8 4 4 1 5585 Nýsjálendingar hafa gefið út staðal sem miðar að því að tryggja starfsmönnum „sanngjörn laun og sambærileg tækifæri í starfi óháð kyni“, eins og segir í Staðlamálum Staðlaráðs. Nýsjá- lendingarnir eru fyrstir í heimin- um til að gefa út staðal af þessu tagi. Í Staðlamálum kemur fram að vinnuveitendur geti fylgt leiðbein- ingum skref fyrir skref þegar þeir leggja mat á störf starfsmanna, fá góð ráð í sambandi við skipulagn- ingu og undirbúning starfsmats og leiðbeiningar um úttektir til að meta hvernig hafi tekist til við starfsmatið. Elín Blöndal, dósent við Háskól- ann á Bifröst, þekkir til nýsjálenska staðalsins og segir að hann varði starfsmat. Markmiðið með honum sé að útrýma launamun kynjanna. „Þetta er ekki það sama og við erum að gera. Við erum að skoða laun og launastefnu,“ segir hún um jafn- launavottunina sem verið er að móta á vegum Háskólans í Reykja- vík, Háskólans á Bifröst og Háskóla Íslands. Íslendingar verða senni- lega fyrstir með slíkan staðal. Yfir tugur fyrirtækja og stofn- ana hafa skráð sig til þátttöku í mótunarstarfinu hér á landi. Fyrir- tækin eru Orkuveita Reykjavíkur, Íslandspóstur, Landsvirkjun, Landsnet, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bif- röst, fjármálaráðuneytið, Deloitte og Brimborg. Tíu vilja fyrstu jafnlaunavottun Innri fita sem umlykur mikilvæg líffæri á borð við hjarta, lifur og bris getur að mati sumra lækna verið jafn hættuleg og sjáanleg fita sem liggur undir húð- inni. „Að vera grannur þýðir ekki sjálfkrafa að vera ekki feitur,“ segir dr. Jimmy Bell, prófessor í sameindafræði við Imperial Coll- ege í London. Frá árinu 1994 hafa Bell og teymi hans skannað næst- um 800 manns með segulsneið- myndatæki til að búa til eins konar kort yfir fituna í líkamanum. Sam- kvæmt gögnum þeirra er fólk sem viðheldur þyngd sinni með megr- unum í stað æfinga líklegra til að búa yfir innri fitu, jafnvel þó það sé grannt. Fólk með eðlilegan líkamsmassa- stuðul, sem er mælikvarði á þyngd miðað við hæð, getur verið með mikið af innri fitu samkvæmt nið- urstöðum Bell. Af þeim konum sem töldust með eðlilegan líkamsmassa- stuðul voru 45 prósent með mikið magn innri fitu. Meðal karlanna var þetta hlutfall næstum 60 pró- sent. Þegar augljós hættumerki vant- ar, á borð við stækkandi bumbu, óttast læknar að grannt fólk geti ranglega gert ráð fyrir að það sé heilbrigt vegna þess að það er ekki feitt. „Þó að fólk sé grannt er það ekki ónæmt fyrir sykursýki eða öðrum áhættuþáttum hjartasjúk- dóma,“ segir dr. Louis Teicholz, yfirmaður hjartasjúkdómadeildar Hackensack-spítalans í New Jersey. Grannir geta verið feitir að innan Starfsemi bifreiða- umboðsins Heklu verður eftir- leiðis kolefnisjöfnuð. Jafnframt mun Hekla greiða fyrir eins árs kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla og njóta Heklu- skógar ávinningsins. Samkomulag þessa efnis var undirritað við athöfn í höfuðstöðum Heklu. „Þetta er eðlilegt framhald af þeim áherslum sem framleiðendur Volkswagen hafa lagt á umhverfis- mál en skógrækt og landgræðsla er einföld og áhrifarík aðferð til að bæta umhverfið og eyða óæskilegum árhrifum gróðurhúsa- lofttegunda,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. Hekla orðin kol- efnisjöfnuð Pakistönsk lögregla handtók á dögunum hjón sökum kynskiptiaðgerðar eiginmannsins. Faðir brúðarinnar vakti athygli yfirvalda á því að tengdasonurinn væri í raun kona og krafðist ógildingar á hjónabandinu. Ástæða föðurins var að hjóna- band tveggja aðila af sama kyni væri ekki íslam þóknanlegt. Hjónin voru sökuð um að hafa logið um kyn brúðgumans, sem gekk undir kynskiptiaðgerð fyrir sextán árum. Hjónin eru enn í haldi lögreglu á meðan þau bíða eftir að mál þeirra verði flutt fyrir hæstarétti en ráðgert er að það verði á morgun. Tengdasonur- inn var kona

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.