Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 8
Hvar sitja forystumenn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar að myndun ríkisstjórnar? Hvað hét höfundur Tinna- bókanna og hvaða ár var hann fæddur? Hvaða leikmaður tryggði sigur á Wembley um helgina og fyrir hvaða lið spilar hann? Maður um tvítugt hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að hafa ekið ölvaður og á miklum hraða í gegnum slysavett- vang í trássi við fyrirmæli lög- reglumanna. Lögregla lokaði aðrein frá Lönguhlíð inn á Miklubraut tíma- bundið vegna umferðarslyss í september í fyrra. Maðurinn kom þá aðvífandi á of miklum hraða, sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók í gegnum slysavett- vanginn og stofnaði lífi þriggja lögreglumanna, slökkviliðsmanns og borgarstarfsmanns sem þar voru að störfum í mikla hættu, en þeir gátu með naumindum forðað sér frá bíl hans. Maðurinn var handtekinn fjór- um tímum síðar í heimahúsi. Hann játaði brotið, en sagðist hafa drukkið áfengi eftir aksturinn, ekki fyrir. Það stenst ekki, að því er fram kemur í dómnum. Maðurinn rauf með brotinu skil- orð sem hann hlaut vegna þjófnað- ar árið 2005 og er sú refsing því tekin upp. Í ljósi greiðrar játningar og breyttrar hegðunar undanfarna mánuði þótti dómnum rétt að skil- orðsbinda refsinguna. Hann var jafnframt sviptur ökuréttindum í átján mánuði og dæmdur til að greiða 150 þúsund króna sekt. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Ók ölvaður um slysavettvang Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið dæmdur í fjög- urra mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir hrottalega árás á sambýliskonu sína í júní í fyrra. Maðurinn kom ölvaður heim til sín á laugardagskvöldi og reiddist mjög þegar hann sá að lykilorði að netbanka þeirra hafði verið breytt. Hann krafði sambýliskonu sína um nýja lykilorðið og hófust átök upp frá því. Konan kastaði í hann heimasímanum, og rak sig í spegil með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Hún greip þá glerbrot úr speglinum sér til varnar. Maðurinn réðst þá á hana, sló hana ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit, með þeim afleiðingum að konan hlaut 2,5 sentimetra skurð á höfði, eins sentimetra skurð fyrir ofan efri vör og missti fimm tennur. Áður en maðurinn kom heim hafði konan sent vinkonu sinni sím- skilaboð með textanum „Ég get ekki meir, get ekki, viltu hjálpa mér að komast í Byrgið m. krakk- ana“. Vinkonan kom síðan til kon- unnar seinna um nóttina, og lýsir hún aðkomunni sem hrikalegri. Blóð hafi verið um alla íbúð. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess sérstaklega að maður- inn réðst á sambýliskonu sína á heimili þeirra þar sem börn þeirra sváfu. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni rúmlega 450 þúsund krónur í miskabætur. Tíu veitingastaðir í miðborginni taka þátt í fiskiveisl- unni á Hátíð hafsins í ár og bjóða þriggja til fjögurra rétta fiskmat- seðil á tilboðsverði sjómanna- dagshelgina 1. til 3. júní. „Þótt innblástur réttanna komi hvaðanæva að úr heiminum eiga þeir þó allir það sameiginlegt að vera unnir úr íslensku gæðahrá- efni,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Tíu veitingahús með fiskiveislu Landhelgis- gæsla Íslands hefur undanfarin ár gert tilraunir með notkun gervitunglamynda við skipulagn- ingu hefðbundins eftirlits á hafinu umhverfis Ísland. Fyrr á þessu ári gerði Landhelgisgæslan samning við erlenda aðila um kerfisbundna töku gervitunglamynda sem nýttar verða til að skipuleggja eftirlit með varðskipum og loftförum. Gervitunglamyndirnar nýtast við eftirlit innan efnahagslögsög- unnar og á úthafsveiðisvæðum. Þá er fyrirhugað samstarf við Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðið við úrvinnslu myndanna. Gervitungl nýtt til eftirlitsstarfa Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, á líklega yfir höfði sér að vantrauststillaga verði lögð fram í öldungadeild Bandaríkjaþings undir lok vikunnar. Búast má við því að hann segi af sér áður en atkvæði verða greidd um tillög- una. Arlen Specter, leiðtogi repúblik- ana í dómsmálanefnd öldunga- deildarinnar, segir að allmargir repúblikanar muni ganga til liðs við demókrata í þessu máli og greiða atkvæði með vantrauststil- lögunni. Dómsmálanefndin rann- sakar nú hvort dómsmálaráðherr- ann hafi gerst brotlegur þegar hann rak hóp saksóknara víðs vegar um Bandaríkin. Mitch McConnell, leiðtogi rep- úblikana í öldungadeildinni, segir hins vegar að demókratar geti enn gripið til ýmissa ráða til að koma í veg fyrir að vantrauststillagan verði borin undir atkvæði. Gonzales dómsmálaráðherra hefur sætt harðri gagnrýni síð- ustu vikur, og þá ekki aðeins fyrir brottrekstur saksóknaranna. Í síð- ustu viku birtu meðal annars fyrr- verandi skólabræður Gonzales, alls 56 lögfræðingar sem útskrif- uðust sama ár og hann, árið 1982, opið bréf í dagblaðinu Washington Post þar sem þeir segjast ekki lengur geta orða bundist yfir því hvernig hann hafi beitt sér í emb- ætti. Búist við afsögn Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur ákveðið að kalla þingmenn kjör- dæmisins til fundar eins fljótt og auðið er, að sögn Jóns Bjarnason- ar, þingmanns Vinstri grænna. Jón kallaði sjálfur eftir fundin- um en hann vill að farið verði yfir þá alvarlegu stöðu sem komin er upp á Flateyri eftir að veiðiheim- ildir voru seldar úr þorpinu og fiskvinnslufyrirtækinu Kambi lokað. Um 120 manns missa vinn- una en á Flateyri búa um það bil 300 manns. „Þetta er grafalvarlegt mál ekki síst vegna þess að þarna liggur ábyrgðin hjá stjórnmálamönnum. Það er alveg ljóst að stefna stjórn- valda í sjávarútvegsmálum og ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar eru stærsta ástæða þess að svona fór,“ segir Jón. Hann segir marga þá sem enn halda úti fiskvinnslu berjast í bökkum. Starfseminni sé haldið út af tryggð við byggðar- lög. Telur hann hann aðeins tíma- spursmál hvenær allsherjar hrun verði. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að leggja byggðir landsins í rúst. Sjávar- útvegsráðherra segir Flateyringa hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa. Telur algert hrun vera tímaspursmál Sturla Böðvarsson hefur ákveðið að kalla þingmenn Norðvesturkjördæmis saman eins fljótt og auðið er til að fara yfir stöðuna sem komin er upp á Flateyri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.