Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 26

Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 26
Stjórnmálaumræða síðustu daga hefur markast mjög af fyrstu skrefum nýrrar ríkis- stjórnar, sem ýmsum þykir að hefðu að ósekju mátt vera yfirvegaðri og í meiri samhljómi við Þingvallayfirlýsing- una. Í henni er gefið fyrirheit um gott samstarf við alla flokka á Alþingi, en á fyrstu starfsdögum stjórnarinnar er öllu slíku kastað fyrir róða og ráðherrarnir ganga fram af stærilæti. Kannski má kenna óöryggi og stressi Sam- fylkingarinnar um gangtruflan- irnar á fyrstu metrunum, en lík- legra að orsakanna sé að leita í vinnubrögðum sem fyrri ríkis- stjórnir Sjálfstæðisflokks hafa mótað og Samfylkingin megnar ekki að standa gegn, hvað sem síðar kann að verða. Stefnuyfirlýsing hinnar nýju rík- isstjórnar hefur verið til sérstakr- ar skoðunar í fjölmiðlum síðustu daga og þó almennt sé talið að lítilla breytinga sé að vænta á stjórnarstefnunni þá hafa atriði eins og afstaðan til stríðsátaka í Írak og stefnan í stóriðjumálum verið til nokkurrar umfjöllunar. Það er forvitnilegt að rýna í yfir- lýsinguna með grænum gleraug- um til að sjá hvernig sjónarmið- um umhverfis- og náttúruvernd- ar er þar fyrirkomið. Fyrst ber að nefna vonbrigðin yfir því að sjálfbærrar þróunar skuli í engu getið í hinu ríflega fimm síðna plaggi og hlýtur sú staðreynd að orsaka nokkra fyrirvara varð- andi innihaldið hjá þeim sem einhvers höfðu vænst í þessum efnum. Margt af því sem fram kemur í umhverfis- verndarkaflanum er góðra gjalda vert og sjálfsagt að gefa ríkis- stjórninni tækifæri til að móta stefnu um ein- stök atriði eins og bar- áttuna gegn mengun og sóun nátt- úruauðlinda, náttúruvernd og samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda. Á hinn bóginn er rétt að benda á atriði er valda vonbrigð- um. Þar nefni ég fyrst að stór- framkvæmdum skuli ekki sleg- ið á frest eins og Samfylkingin lofaði kjósendum sínum, heldur skuli þær einungis tímasettar í ljósi hagstjórnarmarkmiða. For- sætisráðherra lagði m.a.s. lykkju á leið sína á blaðamannafundin- um á Þingvöllum til að eyða mis- skilningi um að samið hefði verið um stóriðjustopp. Þegar náttúruverndaráform- in eru skoðuð vekur athygli að einungis skuli talin fá af þeim níu svæðum sem „Fagra Ís- land“ Samfylkingarinnar gaf fyrirheit um að yrðu vernduð. Þannig vantar á listann Brenni- steinsfjöll, Grændal, jökulárn- ar í Skagafirði og Skjálfanda- fljót. En í þeirra stað eru komin svæði sem hafa verið friðlýst í áratugi eins og Askja og Hvera- vellir. Þá má geta þess að Alþingi samþykkti í tengslum við Vatna- jökulsþjóðgarð að vatnasvið Jök- ulsár á Fjöllum kæmi til með að heyra undir þjóðgarðinn, svo varla hefði verið þörf á að geta þess sérstaklega. Og varðandi Þjórsárver þá bar forystumönn- um hinnar nýju ríkisstjórnar ekki saman um hvað átt væri við með því sem segir í yfirlýsing- unni um þau. Forsætisráðherra lítur ekki svo á að hætt hafi verið við Norðlingaölduveitu og víst er að Landsvirkjun vinnur hörðum höndum að undirbúningi hennar ásamt virkjununum í neðri hluta Þjórsár. Vinnu við rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma verði lokið fyrir árslok 2009. Af umfjöllun hefur mátt ráða að verið sé að hraða því ferli, en hið rétta er að áætlanir verkefnis- stjórnar hafa alltaf gert ráð fyrir að hún verði tilbúin 2009. Um það má lesa í skýrslu auðlindanefnd- ar iðnaðarráðherra frá í okt. 2006. Hinu er rétt að fagna að samkomulag skuli hafa náðst um að rammaáætlunin þurfi stað- festingu Alþingis áður en hún tekur gildi. Engu að síður veld- ur það vonbrigðum hversu veik- ar skorður eru reistar við því að orkufyrirtækin haldi áfram rannsóknum og orkuvinnslu á viðkvæmum háhitasvæðum. Þar eru á ferð alvarlegir váboðar, sem sjást best á glóðvolgri und- irritun samnings um orkusölu til álvers í Helguvík. Hlálega atriðið í stjórnarsátt- málanum varðar bindingu kol- efnis og afhjúpar textinn van- þekkingu á lögmálum náttúrunn- ar þar sem segir að ríkisstjórnin hyggist efla skógrækt og land- græðslu í þeim tilgangi að binda kolefni í andrúmsloftinu. Sam- kvæmt orðanna hljóðan er engu líkara en menn ætli andrúms- loftinu að binda kolefni, þó hvert mannsbarn viti að það eru gróður og jarðvegur sem búnir eru slík- um eiginleikum. Sárlega vant- ar haldbær markmið um sam- drátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda og hæpið að ætla að nýta landgræðslu og skógrækt sem flóttaleið í þeim efnum. Vitað er að skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gengur illa að koma saman reglum um hvers konar skógrækt og landgræðsla verða gjaldgengar í losunarbók- haldi Kyótó-bókunarinnar. Þegar allt kemur til alls þá skort- ir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sárlega hugmyndafræði- legan bakgrunn. Ómarkviss framsetning sýnir hversu mjög forystumenn stjórnarflokkanna skortir skilning á mikilvægi sjálfbærrar þróunar við pólit- íska stefnumörkun. Segja má að yfirlýsingin kveiki fleiri spurn- ingar af umhverfislegum toga en hún svarar. Og sú spurning sem verður hvað áleitnust að loknum lestri er þessi: Hvaða þýðingu hefur það að Samfylkingin skuli hafa horfið frá fyrri yfirlýsing- um um að afnema beri vatnalög- in hin nýju? Þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Með grænum gleraugum Núna um helgina 8.-10. júní verð-ur Menningarhátíð Seltjarnar- ness haldin í þriðja skipti. Hátíðin er afrakstur sameinaðs átaks fjölmargra Seltirninga sem lagst hafa á eitt við að efla menn- ingu bæjarins og skapa hátíðar- stemningu. Leiðarstefið að þessu sinni er „fortíð mætir framtíð“ en meðal þess sem boðið er upp á er sýning á Bókasafni bæjarins sem nefn- ist „Systir með sjóhatt“. Þar verða sýndar valdar ljósmyndir úr safni bræðranna Ólafs og Sigurðar Pét- urssona sem ólust upp í Hrólfskála. Myndirnar eru ómetanleg heimild um daglegt líf á fyrri hluta síðustu aldar. Þá sýna einnig eldri Seltirn- ingar handverk sín á bókasafninu. Þar getur að líta bæði nútímalega og fjölbreytta listmuni í ýmsum listformum. Á safninu getur líka að líta hluti úr eigu Alberts, síðasta vitavarðarins í Gróttu. Framtíðin fær einnig sitt rými á hátíðinni því seltirnsk leikskóla- börn eiga sýningar á bókasafn- inu auk þess að flytja tónverk við setningu hátíðarinnar. Æska bæj- arins kemur víðar við sögu og má nefna frumsamin leikverk, tónlist og dans. Glæsilegir Fjörutónleik- ar verða haldnir við Gróubúð, hús Björgunarsveitarinnar. Þar koma fram ungar og efnilegar hljóm- sveitir af Nesinu auk sigurvegara síðustu Músiktilrauna. Á Fjörutón- leikunum býður Glitnir upp á einn eftirtektarverðasta tónlistarmann landsins, Benna Hemm Hemm sem mætir með fríðu föruneyti. Á laugardagskvöldinu verður í félagsheimilinu hinn rómaði jazz- klúbbur Nescafé með ljúfa tónlist og sælkeramatseðil. Kvöldið eftir fer á kostum fámennasti sextett landsins, skipaður þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jóni Ólafssyni. Sextán lista- menn opna vinnu- stofur og/eða heim- ili sín á laugar- dag og sunnudag. Gefst þar tæki- færi til að kynnast verkum þeirra, gera kannski góð kaup og spjalla við listamennina sjálfa. Víst er að framtaki þeirra verður tekið fagnandi líkt og gerð- ist á síðustu menningarhátíð. Leiklistarfélag Seltjarnarness ætlar að brydda upp á nýjungum með gjörningum víðs vegar um bæinn. Ýmislegt óvænt á eftir að gerast í sunnudagsmessu Seltjarn- arneskirkju sem og í sundlauginni daginn áður. Eins og áður sagði hefur stefnu- mót fortíðar og framtíðar verið leiðarstef við undirbúning Menn- ingarhátíðar Seltjarnarness 2007. Sjósókn og útgerð eru órjúfanleg- ur hluti af sögu bæjarins. Minnt verður á þann anda í mörgum at- riðum hátíðarinnar svo sem í sam- eiginlegum morgunverði Seltirn- inga sem Nesskip, eina útgerð bæj- arins í dag, og menningarnefnd bjóða upp á. Það eru konur í Slysa- varnarfélaginu Vörðunni sem sjá um framreiðslu en um 500 bæjar- búar sóttu þennan dagskrárlið á síðustu hátíð. Ekki er tóm hér til að tíunda allt sem boðið verður upp á en dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu bæjarins www.seltjarn- arnes.is Markmið menningarhátíðar er að efla bæjarbraginn, samheldni og gleði íbúanna. Sem og þeirra sem heimsækja bæjarfélagið. Síð- ast en ekki síst sýnir menningarhá- tíð hversu mikill kraftur er í list- sköpun bæjarbúa. Verið velkomin á Seltjarnarnes og góða skemmtun! Höfundur er formaður menningar- nefndar Seltjarnarness. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi Ómarkviss framsetning sýnir hversu mjög forystumenn stjórnarflokkanna skortir skiln- ing á mikilvægi sjálfbærrar þróunar við pólitíska stefnu- mörkun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.