Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 26
Stjórnmálaumræða síðustu daga hefur markast mjög af fyrstu skrefum nýrrar ríkis- stjórnar, sem ýmsum þykir að hefðu að ósekju mátt vera yfirvegaðri og í meiri samhljómi við Þingvallayfirlýsing- una. Í henni er gefið fyrirheit um gott samstarf við alla flokka á Alþingi, en á fyrstu starfsdögum stjórnarinnar er öllu slíku kastað fyrir róða og ráðherrarnir ganga fram af stærilæti. Kannski má kenna óöryggi og stressi Sam- fylkingarinnar um gangtruflan- irnar á fyrstu metrunum, en lík- legra að orsakanna sé að leita í vinnubrögðum sem fyrri ríkis- stjórnir Sjálfstæðisflokks hafa mótað og Samfylkingin megnar ekki að standa gegn, hvað sem síðar kann að verða. Stefnuyfirlýsing hinnar nýju rík- isstjórnar hefur verið til sérstakr- ar skoðunar í fjölmiðlum síðustu daga og þó almennt sé talið að lítilla breytinga sé að vænta á stjórnarstefnunni þá hafa atriði eins og afstaðan til stríðsátaka í Írak og stefnan í stóriðjumálum verið til nokkurrar umfjöllunar. Það er forvitnilegt að rýna í yfir- lýsinguna með grænum gleraug- um til að sjá hvernig sjónarmið- um umhverfis- og náttúruvernd- ar er þar fyrirkomið. Fyrst ber að nefna vonbrigðin yfir því að sjálfbærrar þróunar skuli í engu getið í hinu ríflega fimm síðna plaggi og hlýtur sú staðreynd að orsaka nokkra fyrirvara varð- andi innihaldið hjá þeim sem einhvers höfðu vænst í þessum efnum. Margt af því sem fram kemur í umhverfis- verndarkaflanum er góðra gjalda vert og sjálfsagt að gefa ríkis- stjórninni tækifæri til að móta stefnu um ein- stök atriði eins og bar- áttuna gegn mengun og sóun nátt- úruauðlinda, náttúruvernd og samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda. Á hinn bóginn er rétt að benda á atriði er valda vonbrigð- um. Þar nefni ég fyrst að stór- framkvæmdum skuli ekki sleg- ið á frest eins og Samfylkingin lofaði kjósendum sínum, heldur skuli þær einungis tímasettar í ljósi hagstjórnarmarkmiða. For- sætisráðherra lagði m.a.s. lykkju á leið sína á blaðamannafundin- um á Þingvöllum til að eyða mis- skilningi um að samið hefði verið um stóriðjustopp. Þegar náttúruverndaráform- in eru skoðuð vekur athygli að einungis skuli talin fá af þeim níu svæðum sem „Fagra Ís- land“ Samfylkingarinnar gaf fyrirheit um að yrðu vernduð. Þannig vantar á listann Brenni- steinsfjöll, Grændal, jökulárn- ar í Skagafirði og Skjálfanda- fljót. En í þeirra stað eru komin svæði sem hafa verið friðlýst í áratugi eins og Askja og Hvera- vellir. Þá má geta þess að Alþingi samþykkti í tengslum við Vatna- jökulsþjóðgarð að vatnasvið Jök- ulsár á Fjöllum kæmi til með að heyra undir þjóðgarðinn, svo varla hefði verið þörf á að geta þess sérstaklega. Og varðandi Þjórsárver þá bar forystumönn- um hinnar nýju ríkisstjórnar ekki saman um hvað átt væri við með því sem segir í yfirlýsing- unni um þau. Forsætisráðherra lítur ekki svo á að hætt hafi verið við Norðlingaölduveitu og víst er að Landsvirkjun vinnur hörðum höndum að undirbúningi hennar ásamt virkjununum í neðri hluta Þjórsár. Vinnu við rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma verði lokið fyrir árslok 2009. Af umfjöllun hefur mátt ráða að verið sé að hraða því ferli, en hið rétta er að áætlanir verkefnis- stjórnar hafa alltaf gert ráð fyrir að hún verði tilbúin 2009. Um það má lesa í skýrslu auðlindanefnd- ar iðnaðarráðherra frá í okt. 2006. Hinu er rétt að fagna að samkomulag skuli hafa náðst um að rammaáætlunin þurfi stað- festingu Alþingis áður en hún tekur gildi. Engu að síður veld- ur það vonbrigðum hversu veik- ar skorður eru reistar við því að orkufyrirtækin haldi áfram rannsóknum og orkuvinnslu á viðkvæmum háhitasvæðum. Þar eru á ferð alvarlegir váboðar, sem sjást best á glóðvolgri und- irritun samnings um orkusölu til álvers í Helguvík. Hlálega atriðið í stjórnarsátt- málanum varðar bindingu kol- efnis og afhjúpar textinn van- þekkingu á lögmálum náttúrunn- ar þar sem segir að ríkisstjórnin hyggist efla skógrækt og land- græðslu í þeim tilgangi að binda kolefni í andrúmsloftinu. Sam- kvæmt orðanna hljóðan er engu líkara en menn ætli andrúms- loftinu að binda kolefni, þó hvert mannsbarn viti að það eru gróður og jarðvegur sem búnir eru slík- um eiginleikum. Sárlega vant- ar haldbær markmið um sam- drátt í losun gróðurhúsaloftteg- unda og hæpið að ætla að nýta landgræðslu og skógrækt sem flóttaleið í þeim efnum. Vitað er að skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gengur illa að koma saman reglum um hvers konar skógrækt og landgræðsla verða gjaldgengar í losunarbók- haldi Kyótó-bókunarinnar. Þegar allt kemur til alls þá skort- ir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sárlega hugmyndafræði- legan bakgrunn. Ómarkviss framsetning sýnir hversu mjög forystumenn stjórnarflokkanna skortir skilning á mikilvægi sjálfbærrar þróunar við pólit- íska stefnumörkun. Segja má að yfirlýsingin kveiki fleiri spurn- ingar af umhverfislegum toga en hún svarar. Og sú spurning sem verður hvað áleitnust að loknum lestri er þessi: Hvaða þýðingu hefur það að Samfylkingin skuli hafa horfið frá fyrri yfirlýsing- um um að afnema beri vatnalög- in hin nýju? Þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Með grænum gleraugum Núna um helgina 8.-10. júní verð-ur Menningarhátíð Seltjarnar- ness haldin í þriðja skipti. Hátíðin er afrakstur sameinaðs átaks fjölmargra Seltirninga sem lagst hafa á eitt við að efla menn- ingu bæjarins og skapa hátíðar- stemningu. Leiðarstefið að þessu sinni er „fortíð mætir framtíð“ en meðal þess sem boðið er upp á er sýning á Bókasafni bæjarins sem nefn- ist „Systir með sjóhatt“. Þar verða sýndar valdar ljósmyndir úr safni bræðranna Ólafs og Sigurðar Pét- urssona sem ólust upp í Hrólfskála. Myndirnar eru ómetanleg heimild um daglegt líf á fyrri hluta síðustu aldar. Þá sýna einnig eldri Seltirn- ingar handverk sín á bókasafninu. Þar getur að líta bæði nútímalega og fjölbreytta listmuni í ýmsum listformum. Á safninu getur líka að líta hluti úr eigu Alberts, síðasta vitavarðarins í Gróttu. Framtíðin fær einnig sitt rými á hátíðinni því seltirnsk leikskóla- börn eiga sýningar á bókasafn- inu auk þess að flytja tónverk við setningu hátíðarinnar. Æska bæj- arins kemur víðar við sögu og má nefna frumsamin leikverk, tónlist og dans. Glæsilegir Fjörutónleik- ar verða haldnir við Gróubúð, hús Björgunarsveitarinnar. Þar koma fram ungar og efnilegar hljóm- sveitir af Nesinu auk sigurvegara síðustu Músiktilrauna. Á Fjörutón- leikunum býður Glitnir upp á einn eftirtektarverðasta tónlistarmann landsins, Benna Hemm Hemm sem mætir með fríðu föruneyti. Á laugardagskvöldinu verður í félagsheimilinu hinn rómaði jazz- klúbbur Nescafé með ljúfa tónlist og sælkeramatseðil. Kvöldið eftir fer á kostum fámennasti sextett landsins, skipaður þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jóni Ólafssyni. Sextán lista- menn opna vinnu- stofur og/eða heim- ili sín á laugar- dag og sunnudag. Gefst þar tæki- færi til að kynnast verkum þeirra, gera kannski góð kaup og spjalla við listamennina sjálfa. Víst er að framtaki þeirra verður tekið fagnandi líkt og gerð- ist á síðustu menningarhátíð. Leiklistarfélag Seltjarnarness ætlar að brydda upp á nýjungum með gjörningum víðs vegar um bæinn. Ýmislegt óvænt á eftir að gerast í sunnudagsmessu Seltjarn- arneskirkju sem og í sundlauginni daginn áður. Eins og áður sagði hefur stefnu- mót fortíðar og framtíðar verið leiðarstef við undirbúning Menn- ingarhátíðar Seltjarnarness 2007. Sjósókn og útgerð eru órjúfanleg- ur hluti af sögu bæjarins. Minnt verður á þann anda í mörgum at- riðum hátíðarinnar svo sem í sam- eiginlegum morgunverði Seltirn- inga sem Nesskip, eina útgerð bæj- arins í dag, og menningarnefnd bjóða upp á. Það eru konur í Slysa- varnarfélaginu Vörðunni sem sjá um framreiðslu en um 500 bæjar- búar sóttu þennan dagskrárlið á síðustu hátíð. Ekki er tóm hér til að tíunda allt sem boðið verður upp á en dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu bæjarins www.seltjarn- arnes.is Markmið menningarhátíðar er að efla bæjarbraginn, samheldni og gleði íbúanna. Sem og þeirra sem heimsækja bæjarfélagið. Síð- ast en ekki síst sýnir menningarhá- tíð hversu mikill kraftur er í list- sköpun bæjarbúa. Verið velkomin á Seltjarnarnes og góða skemmtun! Höfundur er formaður menningar- nefndar Seltjarnarness. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi Ómarkviss framsetning sýnir hversu mjög forystumenn stjórnarflokkanna skortir skiln- ing á mikilvægi sjálfbærrar þróunar við pólitíska stefnu- mörkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.