Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 42

Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 42
 8. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið menntavegurinn Jóhann Arnarsson, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Jörundur Áki Sveinsson, Bjarni Gaukur Þórmundsson og Torfi Magnússon eru öll kennarar á afreksíþróttaáfanga Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frá haustönn 2007 verður boðið upp á skipulagt nám fyrir afreksfólk framtíðarinnar í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þetta mun vera kjörið tæki- færi fyrir afreksíþróttafólk til að tengja saman nám og íþróttir en nemendur á brautinni munu fá þrjár æfingar á viku á skóla- tíma undir stjórn góðra þjálf- ara. Eingöngu verður um ein- staklingsþjálfun að ræða, en nemendurnir munu æfa áfram og keppa með sínum íþróttafélögum og æfingarnar koma í stað allrar verklegrar kennslu í íþróttum í skólanum. Afreksíþróttanemendur geta stundað nám á öllum braut- um skólans en meðal annars eru gerðar þær kröfur að þeir fái meðmæli frá sínu íþróttafélagi þar sem staðfest er að um efni í afreksfólk sé að ræða. Skóla- sókn þarf að vera 95%, nemendur mega hvorki nota áfengi, tóbak né önnur vímuefni og verða að ljúka um 13-15 einingum á önn. Sérstakt leyfi verður veitt fyrir keppnisferðum og reikn- ast þær sem almenn skóla- sókn. Nemendur brautarinnar fá sérstakan umsjónarkennara sem fylgist með framvindu náms og aðstoðar þar sem við á. Bjarni Gaukur Þórmunds- son, íþróttakennari og upplýs- ingafulltrúi við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, fagnar tilkomu brautarinnar enda segir hann lengi hafa verið vöntun á slíkum valkosti fyrir fólk sem er duglegt að stunda sína íþrótt. „Þau geta stundað nám á öllum brautum skólans en æft með sínu félagi á kvöldin. Þrisvar í viku gefst svo tími til æfinga á skólatíma undir stjórn þjálfara, en það leiðir til þess að með tímanum verður við- komandi betri og betri í sinni íþrótt.“ Um samning varðandi strangt bindindi á öll vímuefni segir Bjarni Gaukur: „Við erum ekki að leita að þeim sem eru efnileg núna en eru svo að dútla í þessu og skemmta sér um helgar. Við erum bara að leita að þeim sem vilja verða afreksfólk í framtíð- inni.“ mhg@frettabladid.is AFREKSFÓLK á sérstakri braut í FB

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.