Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 42
 8. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið menntavegurinn Jóhann Arnarsson, Svava Ýr Baldvinsdóttir, Jörundur Áki Sveinsson, Bjarni Gaukur Þórmundsson og Torfi Magnússon eru öll kennarar á afreksíþróttaáfanga Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frá haustönn 2007 verður boðið upp á skipulagt nám fyrir afreksfólk framtíðarinnar í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þetta mun vera kjörið tæki- færi fyrir afreksíþróttafólk til að tengja saman nám og íþróttir en nemendur á brautinni munu fá þrjár æfingar á viku á skóla- tíma undir stjórn góðra þjálf- ara. Eingöngu verður um ein- staklingsþjálfun að ræða, en nemendurnir munu æfa áfram og keppa með sínum íþróttafélögum og æfingarnar koma í stað allrar verklegrar kennslu í íþróttum í skólanum. Afreksíþróttanemendur geta stundað nám á öllum braut- um skólans en meðal annars eru gerðar þær kröfur að þeir fái meðmæli frá sínu íþróttafélagi þar sem staðfest er að um efni í afreksfólk sé að ræða. Skóla- sókn þarf að vera 95%, nemendur mega hvorki nota áfengi, tóbak né önnur vímuefni og verða að ljúka um 13-15 einingum á önn. Sérstakt leyfi verður veitt fyrir keppnisferðum og reikn- ast þær sem almenn skóla- sókn. Nemendur brautarinnar fá sérstakan umsjónarkennara sem fylgist með framvindu náms og aðstoðar þar sem við á. Bjarni Gaukur Þórmunds- son, íþróttakennari og upplýs- ingafulltrúi við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, fagnar tilkomu brautarinnar enda segir hann lengi hafa verið vöntun á slíkum valkosti fyrir fólk sem er duglegt að stunda sína íþrótt. „Þau geta stundað nám á öllum brautum skólans en æft með sínu félagi á kvöldin. Þrisvar í viku gefst svo tími til æfinga á skólatíma undir stjórn þjálfara, en það leiðir til þess að með tímanum verður við- komandi betri og betri í sinni íþrótt.“ Um samning varðandi strangt bindindi á öll vímuefni segir Bjarni Gaukur: „Við erum ekki að leita að þeim sem eru efnileg núna en eru svo að dútla í þessu og skemmta sér um helgar. Við erum bara að leita að þeim sem vilja verða afreksfólk í framtíð- inni.“ mhg@frettabladid.is AFREKSFÓLK á sérstakri braut í FB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.