Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 59
27. JÚLÍ 2007 | sirkus | BLS. 13
FÍLAR LJÓSHÆRÐAR
KONUR
Reese Witherspoon sótti
um skilnað frá Ryan Phill-
ippe í nóvember á síðasta
ári. Sögusagnir segja að
Ryan hafi átt í stuttu ástar-
sambandi við áströlsku
leikkonuna Abbie Cornish
um það sama leyti. Við
vitum þá hvar smekkur
Ryans liggur.
DÖKKHÆRÐAR OG
DULLARFULLAR
American Pie-leikarinn
Chris Klein og Katie Hol-
mes voru par í mörg ár. Þau
hættu saman og við vitum
öll hvernig fór með Katie,
en Chris varð ástfanginn af
Big Love-leikkonunni
Ginnifer Goodwin. Þær eru
nú svolítið líkar þessar
tvær.
LÁGVAXNAR
OG GRANNAR
Söngvarinn Joel Madden var
lengi vel í sambandi við söng-
konuna/leikkonuna Hilary
Duff. En hann hætti við Hilary
ekki fyrir löngu síðan og byrj-
aði strax að pússa sér upp við
hina tággrönnu Nicole Rich-
ie. Þær eru kannski ekkert
líkar þessar tvær, en mjög
svipaðar týpur.
FÍLAR HÖNKA
Það er þá alveg á hreinu
núna að Vince Vaughn
var alls ekki rétta týpan
fyrir Jennifer Aniston. Nýi
maðurinn í lífi hennar
heitir Paul Sculfor og er
fyrrum smiður og núver-
andi fyrirsæta. Hann og
Brad Pitt eru ekkert alveg
eins útlítandi, en það er
alveg á hreinu hver týpa
Jennifer er: Óaðfinnan-
legir karlmenn.
STJÖRNURNAR Í HOLLYWOOD VIRÐAST ALLTAF ENDA Í SAMA FARINU ÞEGAR MAKINN ER VALINN:
Leita alltaf að eftirmyndinni
Það eru komin rúmlega þrjátíu ár síðan
Diane Von Furstenberg kynnti „wrap“-
kjólinn fyrir heiminum og á dögunum hélt
hún tölu í London College of Fashion þar
sem greinilegt var á mætingunni að
þarna er stjarna á ferð. Þegar hin 61 árs
gamla Diane var spurð að því hvers
vegna hún hefði farið í
tískubransann svaraði
hún: „Markmið mitt var að
vera viss týpa af konu og
tískan var lykillinn,“
sagði Diane sem
er fædd í Belgíu.
Hún hóf feril sinn
árið 1970
þegar hún setti
á fót eigið
fyrirtæki og nú,
37 árum
seinna, er hún
enn að.
Hugmyndin
að wrap-
kjólnum, sem
maður vefur um
sig miðjan, sagði hún
hafa komið frá dansara-
búning en árið 1976 var
kjóllinn orðinn svo vinsæll að
hún gerði 25 þúsund kjóla á
viku.
DIANE VON FURSTENBERG Hún er á
sjötugsaldri en heldur ótrauð áfram sem
frumkvöðull í tískuheiminum.
DVF Hönnun Diane þykir
klassísk og tímalaus.
lúxusferð
Heppinn félagi í Bíóklúbbi MasterCard vinnur fimm daga lúxusferð fyrir 2 til
London og fær að fylgja stjörnunum eftir rauða dreglinum og sjá stórmynd-
ina The Bourne Ultimatum með stjörnunum 15. ágúst.
Einnig vinna 150 félagar í klúbbnum tvo miða á sérstaka MasterCard forsýn-
ingu á myndinni á Íslandi 16. ágúst, 6 dögum fyrir frumsýningu.
Skráðu þig í Bíóklúbb MasterCard á www.mastercard.is/bio og notaðu
MasterCard kortið!
Drögum úr öllum færslum félaga í Bíóklúbbnum föstudaginn 3. ágúst 2007.
www.mastercard.is/bio
á rauða dregilinn í London 15. ágúst?
Vinnur þú
25 þúsund
kjólar á viku