Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.07.2007, Qupperneq 24
Stanislaw Piotr Kowal er ann- ar eigandi nýrrar Mini Market verslunar í Breiðholti. Þar má fá bæði íslenska og pólska matvöru. Stanislaw Piotr Kowal kom hingað til lands fyrir sjö árum síðan í atvinnuleit. Hann hafði ekki annað með sér en eina ferðatösku og bjartsýni í ótæpilegu magni. Nú er hann stoltur eigandi tveggja Mini Market-matvöruverslana, en aðra þeirra opnaði hann nýlega í Drafn- arfelli í Breiðholti. „Þetta er matvöruverslun með bæði íslenska og pólska matvöru,“ segir Stanislaw hress í bragði, eða Stan eins og hann er kallaður. „Ég rak áður verslun í Eddufelli, þar sem eingöngu var boðið upp á pólskar vörur. Íslendingar voru hins vegar svolítið feimnir, sem varð til þess að okkur Piotr Jaku- bek, samstarfsfélaga minn, langaði að opna verslun með íslenska mat- vöru. Þegar 11-11 lokaði létum við verða af því að opna hverfisversl- un með blandaðri matvöru.“ Eins og fyrr sagði er matvöru- búðin í Breiðholti önnur af tveimur verslunum sem þeir Stan og Piotr reka. Er því óhætt að segja að félagarnir hafi komið ár sinni vel fyrir borð, þar sem ekki er langt síðan Stan kom hingað til landsins sem atvinnulaus maður. „Ég var atvinnulaus í Póllandi og ákvað að leita að vinnu á Íslandi, sem ég hafði frétt af í gegnum vin- konu mína, búsettri hérlendis,“ útskýrir Stan. „Þá vissi ég lítið um Ísland, til dæmis hversu fáir búa hérna og hve erfitt yrði að fá vinnu. Ég gafst samt ekki upp.“ Stan segist hafa orðið fyrir vissu menningarlegu áfalli við komuna til landsins, sem minnti hann í fyrstu á aðra plánetu, með sínum svarta sandi, snjó og grjóti hvert sem augað eygði. Hann var feginn að finna líf í Reykjavík en fannst í byrjun lítið til borgarinnar koma, þótt hann sé á öndverðri skoðun í dag. Stuttu eftir komuna til landsins fékk hann vinnu á bóndabæ og vann þar næstu sjö mánuðina. Þótt launin hafi ekki verið sérstök seg- ist Stan verða bóndanum ævinlega þakklátur fyrir að hafa veitt sér tækifæri til að koma undir sig fót- unum á Íslandi. „Svo flutti ég í bæinn og vann um tíma við aðhlynningu aldraðra,“ segir Stan og bætir við að þar hafi menntunin komið að góðum notum, þar sem hann er lærður sjúkra- þjálfari. „Þarna var ég orðinn ákveðinn í að setjast að og fékk mér því kvöldvinnu hjá Dominos til að geta keypt íbúð,“ bætir hann við. Stan vann eins og brjálaður maður næstu mánuðina, stundum allt að 400 tíma á mánuði, og með peningunum sem honum tókst að safna, ásamt láni og góðum ráðum frá vinnuveitendunum, tókst honum ætlunarverkið. Nokkru síðar fóru þeir Piotr að flytja inn pólskan bjór og vegna þess hve vel gekk ákváðu þeir að ganga alla leið með opnun pólskrar matvöruversl- unar. Fyrst í Breiðholti og síðan Keflavík. Eins og fyrr sagði sökn- uðu félagarnir þó Íslendinga og sáu því ekki annað í stöðunni en að opna búð með íslenska vöru. „Við viljum að Íslendingar viti að þeir eru velkomnir í búðina okkar,“ segir Stan. „Hérna verður íslensk og pólsk matvara í boði og þá ekki bara Prins póló. Við Pól- verjar kunnum nefnilega að búa til margt fleira en súkkulaði. Okkar markmið er að gera það besta fyrir alla og vonum við að sjá sem flesta.“ Versla með miklu meira en Prins póló Uppskrift Gló Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.