Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 27.07.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Listakonan upprennandi Alda Ægisdóttir kann að koma sér á framfæri þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins átta ára gömul. Alda var á leikjanámskeiði við Austurbæjarskóla og ákvað að halda þar málverkasýningu ásamt vinkonu sinni, Elfu. Stöllurnar létu ekki þar við sitja heldur sendu fréttatilkynningu til fjölmiðla til að láta vita af viðburðinum. „Það var Elfa sem stakk upp á að við myndum láta blöðin vita. Okkur var sagt að það væri allt of dýrt en konan hélt örugglega að við værum að tala um auglýsingu. Það er nefnilega ekkert dýrt að hringja eða senda tölvupóst.“ Sýningin var opnuð í síðustu viku. Aðgangseyrir var 5 krónur fyrir börn en 10 krónur fyrir full- orðna. „Það komu nú mjög fáir. En við fengum einn tíkall. Við ætlum samt að halda áfram með sýninguna. Hún er í hvítum kofa fyrir utan Austur- bæjarskóla og fólk getur komið þang- að meðan við erum á námskeiðinu.“ Á sýningunni er að finna málverk eftir stelpurnar en Alda segist fást við ýmislegt annað. „Ég er svo rosalega góð í að föndra,“ segir hún en í fréttatilkynningunni kemur einmitt fram að hún sé „föndursmeistari“. „Ég föndra mikið alls konar hluti, t.d. úr blöð- um. Ég geri mjög sjaldan skraut og finnst best að föndra mér eitt- hvað til að leika með. Um daginn gerði ég strengja- brúðu.“ Alda seg- ist ætla að verða listakona þegar hún verður stór. Hún segist líka skrifa ljóð í bók en skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hvort bókin verði líka á sýningunni. „Nei, hún er svo verð- mæt. Ég get ekkert verið að taka hana með mér í skólann og svo- leiðis!“ Lét fjölmiðla vita af listasýningu Ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, er mikið á ferð og flugi starfs síns vegna. Það aftrar honum þó ekki frá því að gefa sér tíma til að sinna heilsunni og þegar hann er staddur hér á landi æfir hann af krafti í Laug- um. Athygli hefur vakið að við- skiptajöfurinn er sjaldnast einn í för því honum fylgir einkaþjálfari við hvert fótmál. Sá er þó ekki á vegum líkamsræktarstöðvarinnar eins og venja er heldur er hann samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins í vinnu hjá Björgólfi og sinnir því einu að halda honum í formi. Þjálfarinn er breskur og að sögn sér hann líka um að sjá til þess að mataræði Björgólfs sé í lagi. Athygli hefur vakið að þjálfar- inn umræddi gengur frá öllum lóðum eftir Björgólf og þrífur þau svæði sem þeir hafa verið á. Það mun ekki vera óalgengt að fólk með fjárráð á borð við Björ- gólf leyfi sér slíkan munað enda margvísleg jákvæð áhrif líkams- ræktar margsönnuð. Björgólfur vekur jafnan athygli annarra gesta í Laugum. Ef ekki fyrir einkaþjálfarann breska þá er það fyrir klæðnaðinn. Björgólfur þykir nefnilega einstaklega vel til hafður í ræktinni, til að mynda í Dolce & Gabbana hlýrabolum. Björgólfur með einkaþjálfara í fullu starfi „Það er aðallega eitthvað létt í útvarpinu. Mér finnst voðalega gott að hlusta á Gullbylgjuna, það er rólegt og værðarlegt. Mér finnst notalegt að heyra eitthvað sem maður hefur heyrt oft áður.“ „Okkar draumsýn er að láta gott af okkur leiða. Það er náttúrlega draumur ef maður getur unnið við það að hjálpa öðrum,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem vinnur nú með samtökunum Navia í félagi við þrjá aðra Íslendinga. Navia stendur fyrir The Nordic Miracle Group, eða Norrænu kraftaverkasamtökin. Markmiðið er að fólk á Norðurlöndunum taki höndum saman um að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum. Að samtökunum standa auk Birgittu þau Bjarney Lúðvíks- dóttir, sem áður starfaði hjá Esk- imo og Casting, Trausti Bjarna- son, sem getið hefur sér gott orð sem lagahöfundur í Eurovision, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir sem starfar hjá Útflutningsráði. Að sögn Birgittu er hugmyndin með Navia að koma af stað sam- norrænu verkefni sem leiði gott af sér, safna peningum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Tónlist- in verður þar í aðalhlutverki og eitt af verkefnunum verður að stofna norrænt stelpnaband. Liðs- menn þess verða frá öllum Norð- urlöndunum, einn frá hverju landi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Íslandi. Ekki hefur enn verið gengið nákvæmlega frá því hvernig stúlkurnar verða valdar í bandið en unnið er að því í samstarfi við danskan leikstjóra. Búist er við því að tökur hefjist seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Allt í allt verða þrettán sjón- varpsþættir sýndir um stúlkna- bandið nýja, sem mun heita Navia. Stúlknasveitin mun að líkindum ferðast um og syngja og spila til að safna fé fyrir bágstadda. Það verður meðal annars gert með framlögum frá fyrirtækjum. Á heimasíðu samtakanna, Navia.is, má sjá að sterkir aðilar hafa gengið til liðs við Navia, Sjónvarpið, True North, Rauði krossinn og Iceland Express svo einhverjir séu nefndir. Birgitta og aðstandendur verkefnisins fást ekki til að segja mikið um næstu skref en segja stórra tíð- inda að vænta. Vitað er til þess að þau hafa fundað stíft síðustu mán- uði, meðal annars um öll Norður- löndin og skýrir það aðkomu Ice- land Express að verkefninu. Birgitta hefur til þessa ekki verið áberandi á öðrum sviðum en tónlistinni. Hún segist spennt fyrir að prófa eitthvað nýtt. „Já, tónlistin hefur átt hug minn síð- ustu tíu árin eða svo en meðfram því hef ég líka verið að læra. Þetta verkefni var bara svo spennandi að ég varð að vera með. Það er svo frábært að geta starfað við eitthvað sem nýtist öðrum. Svo er bara vonandi að þetta verði svo flott verkefni að það haldi áfram þegar við erum öll farin yfir móðuna miklu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.