Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 32
BLS. 6 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007 A ð sjálfsögðu hef ég áhuga á tísku, maður kemst ekkert hjá því í líf-inu,“ segir Alexía Björg Jóhann- esdóttir leikkona og eigandi Reykjavík Casting. Alexía Björg segir smekk sinn sambland af ódýrum hlutum á mörk- uðum upp í dýrari hluti í verslunum eins og Kronkron og GK. „Ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt, sama hvað- an það kemur,“ segir hún og bætir við að kærastinn hennar sé ótrúlega duglegur að finna handa henni falleg föt. „Hann er ótrúlega naskur og ég gæti þess vegna látið hann um þetta,“ segir hún brosandi. Aðspurð segist hún kaupa mikið erlendis og þá séu verslanir eins og HM og Primark í miklu uppáhaldi, sér í lagi þegar hún hafi verið fátækur námsmaður á Englandi. Þegar hún er beðin um að lýsa stíl sínum segir hún smá rokkara í sér. „Samt reyni ég að vera pen svo ætli ég sé ekki voðalega penn rokkari,“ segir hún hlæjandi og bætir við að sem betur fer hafi stíll hennar breyst mikið með árunum. Aðspurð um tískuna í dag segist hún kunna vel við hana. „Það skemmtilega er að það er allt leyfilegt og því er eng- inn púkó. Ég gæti þess vegna farið í gamla krumpugallann og allir myndu gúddera það,“ segir Alexía sem bjó í London í fjögur ár. Hún segir tískuna hér og þar afar svipaða þótt mannflór- an sé vissulega meiri í London. „Allt sem er í tísku þar kemur strax hingað og svo öfugt, heimurinn er svo lítill. Allavega Evrópa,“ segir Alexía sem fékk langþráða saumavél í afmælisgjöf á árinu og hefur verið að dunda sér við að sauma sér föt. „Saumaskapurinn er samt á algjöru byrjunarstigi en ég prjóna líka mikið og finnst mjög róandi að setjast niður með prjónana. Það eru svo margar prjónakonur í fjölskyldunni að maður verður að sýna fram á að maður geti eitthvað svo þær haldi ekki að prjónaskapurinn deyi út með þeim.“ indiana@frettabladid.is ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LEIKKONA OG EIGANDI REYKJAVÍK CASTING KAUPIR FÖT SEM HENNI FINNST FALLEG SAMA HVAR ÞAU FÁST. Penn rokkari sem prjónar FALLEG OG SPARILEG „Þennan æðislega Vivienne Westwood-kjól fékk ég í þrítugsgjöf frá kærastanum en hann var keyptur í Kronkron. Skórnir eru úr Kaupfélaginu en skartgripirnir úr Trilógíu.“ PRJÓNAVESTI FRÁ ÖMMU „Rauðu gallabuxurnar fékk ég í Kringlunni en stígvélin í Primark í London. Mér þykir rosalega vænt um prjónavestið sem amma kærasta míns prjónaði handa mér.“ MYND ANTON BRINK FLOTT Í HVERSDAGSGALLANUM „Gallabuxurnar eru úr Vero Moda en stígvélin úr GS skóm. Regnkápuna keypti ég í HM í Amsterdam.“ UPPÁHALDSKJÓLLINN „Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tiger-kjól en kærastinn minn keypti hann í San Fransisco.“ JÓLAGJÖF FRÁ KÆRASTANUM „Þessi hvíta ullarkápa er Patrizia Pepe og var keypt í GK. Hún er ofsalega falleg en ég fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.