Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 56
BLS. 10 | sirkus | 27. JÚLÍ 2007 Ívar Guðmundsson „Fitness-kóngurinn er góður í útvarpi. Nær alltaf athygli manns svo maður nennir að hlusta á hann.“ „Alltaf svo skemmtilegur og hress. Spilar góða tónlist og er auðvitað í góðu formi. Ívar hefur góða og ljúfa rödd sem mér þykir alltaf gaman að hlusta á.“ „Það sem er frábært við Ívar er þessi enda- lausa orka. Jákvæðni er hans einkenni. Músík- in hans er hress og skemmtileg og kemur manni alltaf í gott skap. Það er ekki bara and- lit á bak við þessa rödd, líka hreystimenni sem er góð fyrirmynd allra.“ „Skemmtileg og djúp rödd sem hæfir stælt- um skrokknum. Hann er búinn að „vera í þess- um bransa“ í sautján ár... allavega mjög lengi! - það skilar sér í sjálfsöryggi. Kannski er hann samt búinn að vera of lengi, það er ekkert sem kemur honum á óvart lengur - væri alveg til í meira spontant tilsvör hjá honum.“ Óli Palli „Það er svo gott að hlusta á hann og sérstak- lega út af því að hann hefur svo margt að segja og veit svo mikið um það sem hann talar um. Hann er bara með þetta. Mikill sjarmi í rödd- inni.“ „Rödd Óla Palla hefur alla réttu eiginleik- ana fyrir tónlistarkynningar. Maður leggur sannarlega við hlustir, enda yfirburðamaður hvað varðar þekkingu á efninu sem hann býður upp á.“ „Það klikkar aldrei að hlusta á Óla Palla í Rokklandi. Að mínu mati ein besta röddin og frábær útvarpsmaður. Spilar alltaf góða og fjölbreytta tónlist. Röddin hans er alltaf hress og kát sem fær mig til að hlusta á Rás 2.“ Guðrún Gunnarsdóttir „Með svo fallega rödd, fallegan hlátur og góðan talanda.“ „Smitandi, glaðleg og laus við alla tilgerð.“ „Uppáhaldsútvarpsmaðurinn minn er klár- lega Guðrún Gunnarsdóttir. Hún er bara ynd- isleg, smitar frá sér lífsgleði, orku og skemmti- legheitum.“ Gerður G. Bjarklind „Viðmið allra kvenkyns útvarpsradda. Maður heyrir og skilur allt sem hún segir, maður heyrir að henni er ekki sama um nokkurn hlut og yfir Gerði sofna ég öruggur þegar mamma er ekki heima.“ „Rödd hennar býr yfir einhverjum klassísk- um þokka. Gæði og stöðugleiki í framsögn virkuðu sem gæðastimpill fyrir útvarpsstöð- ina þar sem hún starfaði.“ „Þetta er fjallkonuröddin. Ef einhver myndi spyrja mig hvernig rödd Ísland hefði þá myndi ég segja nákvæmlega eins og Gerður.“ Freyr Eyjólfsson „Röddin er afslöppuð og kímin. Greinilega mikill húmoristi, það skín í gegn. Svo er hann sætur líka.“ „Rödd hans er virkilega róandi og hann hefur einstakt lag á því að ná því besta út úr viðmælendum sínum áreynslu- og fyrirhafn- arlaust.“ „Hefur það sem þarf. Hann er með skemmti- lega og grípandi rödd, maður heyrir alltaf hversu gaman hann hefur af starfinu og það skilar sér beint til hlustenda. Hann hefur full- komið sjálfstraust og tekur sig ekki of alvar- lega - það er alltaf heillandi og spennandi faktor í fari karlmanna, ég tala ekki um útvarpsmanna.“ Broddi Broddason „Einn af fáum fréttaþulum sem flytja fréttir, segja frá, í stað þess að lesa bara upp af blaði. Röddin er mjög traustvekjandi, sú eina sem ég vil heyra þegar ég kveiki á útvarpinu um miðja nótt eftir harðan jarðskjálfta eða eldgos.“ „Með fullkomna útvarpsrödd og mér skilst að hann hafi meira að segja hlotið fjölda við- urkenninga frá fólki með heyrnarvandamál. Það heyrist líka á honum að honum líður vel fyrir framan mækinn, er slakur og svalur. Ég trúi öllu sem Broddi segir.“ „Það skilar sér hvert einasta orð sem upp úr manninum kemur! Sannfærandi, rólegur og hrikalega flottur útvarpsmaður.“ SIRKUS LEITAÐI TIL NÍTJÁN MÁLSMETANDI ÁLITSGJAFA Í LEIT AÐ BESTU ÚTVARPSRÖDDINNI. BESTU RADDIRNAR ER GREINILEGA AÐ FINNA HJÁ RÍKISRÁSUNUM OG BYLGJUNNI. ÞAU VORU LÍKA NEFND: Guðni Már Henningsson „Vart getur það verið kynþokkinn hjá Guðna Má enda maðurinn með grófari mönnum í útliti. Rödd hans er bara svo þægileg og hann virðist mjög fylginn sér í útsendingum, saman- ber Næturvaktina á föstudagskvöldum. Ekki skemmir það fyrir að hann virðist að mörgu leyti hafa svipaðan tónlistarsmekk og ég.“ Ágúst Bogason „Djúp og falleg rödd, falleg hrynjandi og afar sexí rödd.“ Þorgeir Ástvaldsson „Gamli jaxlinn er sá albesti sem við höfum. Með fædda rödd í radíóið.“ Sigvaldi Kaldalóns „Öflugur. Örugglega eini maðurinn á FM sem er með almennilega útvarpsrödd.“ Gissur Sigurðsson „Gamli sjarmurinn. Ómótstæðileg rödd! Daðr- andi, djúp og skemmtilega gróf.“ Ragnhildur Magnúsdóttir „Venst voða vel en ég veit ekki með kynþokkann í röddinni.“ Svanhildur Jakobsdóttir „Alltaf jafn seyðandi og ung í röddinni. Gaman að heyra hennar kvenlegu, fallegu raddhrynj- andi. Þú heyrir að þetta er flott kona.“ Bergljót Baldursdóttir „Hinn kvenlegi mótleikari Friðriks Páls, hún er bjarta hliðin. Hún er yfirveguð og þægileg; ákveðin en um leið mild.“ Bjarni Ólafur Guðmundsson „Hefur ótrúlega þægilega rödd, þó hún sé dálít- ið hrjúf, hefur bara svo góð áhrif.“ Hallgrímur Thorsteinsson „Sakna þess að heyra ekki meira í honum í útvarpi, röddin hans er algjör snilld, djúp en samt svo þýð.“ Arnþrúður Karlsdóttir „Rödd hennar er djúp en algjörlega óvæmin og það er notalegt að hlusta á hana.“ Bragi Guðmundsson „Röddin vefur mann í bómull, hlý og mjúk, sexí og seiðandi!“ Gestur Einar Jónasson „Sannkallaður gleðigjafi, gáskinn og bjartur hljómurinn í röddinni lýsir upp hversdaginn.“ Búi Bentsen „Það hversu fyndinn hann er gerir rödd hans svaðalega kynþokkafulla sem þar af leiðandi fær mann til þess að vilja hlusta endalaust.“ Heimir Karlsson „Þægilegur útvarpsmaður. Eins og einn af fjöl- skyldunni, ótrúlega eðlilegur og alltaf hann sjálfur.“ Friðrik Páll Jónsson „Með hina fullkomnu „fréttamannsrödd“. Full af sannfæringu og trúverðugleika. Rödd sem auðvelt er að treysta, manni dettur ekki í hug að draga í efa neitt af því sem slík rödd segir manni.“ Ragnheiður Ásta Pétursdóttir „Besta útvarpsrödd í heimi! Manni finnst ein- hvern veginn eins og maður sé kominn í eld- húsið hjá ömmu með glas af mjólk og jólaköku þegar maður heyrir í henni. Algjör sæla að heyra þessa frábæru rödd.“ Álitsgjafar: Heiða Ólafsdóttir söngkona Anna Kristjánsdóttir bloggari Soffía Sveinsdóttir veðurfréttakona Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt Brynja Þorgeirsdóttir fréttamaður Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Heiðar „snyrtir“ Jónsson Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktardrottning Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland Andrés Guðmundsson kraftakarl Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari Björg Þórhallsdóttir söngkona Hildur Magnúsdóttir söngkona Ívar Guðmunds er með bestu útvarpsröddina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.