Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 88
Ein af kostulegri reglum Áfeng-is- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Síðan hefur mikill bjór runn- ið til sjávar. Verslanir ÁTVR heita nú Vínbúðir, þar sem hægt er að kaupa eins fáa bjóra og manni sýn- ist og þekking og þjónustulund starfsfólks er mikil. Stundum of mikil. dögunum leit ég við í Ríkinu og bað bólugrafinn um að ráða mér heilt í hvítvínskaupum. Sá tók mér með kostum og kynjum, leiddi mig að hvítvínsrekkanum og spurði hvað ég ætlaði að borða með víninu. „Ég hafði ekki hugsað mér að borða nokkurn skapaðan hlut með því,“ svaraði ég. Við þetta svar virtist mínum kaunum hlaðna vini fallast allur ketill í eld. Hann sneri sér aftur að rekkanum og umlaði ein- hver stikkorð um tilteknar tegundir en svo var eins og hann gæti ekki orða bundist og hann spurði: „Ætl- arðu bara að drekka þetta einn?“ góði,“ hugsaði ég, „lít ég út eins og einhver þunglynd léttvíns- pempía á leið á kojufyllirí?“ En varla er hægt að lá honum að spyrja. Sjálfsagt var hann mengaður af öllum þessum lífsstílsþáttum þar sem forframaðir Íslendingar borða apríkósufylltar dúfur í hvert mál og drekka vitaskuld rétta vínið með. að hafa gert tæmandi úttekt á húsakosti og híbýlaprýði lands- manna ræður Vala Matt nú lögum og lofum í lífsstílsþættinum Matur og lífsstíll. Svo virðist reyndar sem lífsstíllinn í nafni þáttarins sé skrauthverfing fyrir áfengi, en í þeim hluta þáttarins dregur hjálp- arhella Völu fram í dagsljósið öll leyndarmál vínsins. Á dögunum fór vínfræðingur, sem bar hið minnis- stæða nafn Dufþakur, til dæmis yfir gagn og gæði vínbeljunnar. Henni fylgir að hans sögn „mikil stemn- ing“ og hún er þeim kostum búin að „allir geta fengið sér“. Gott að til er viðunandi staðgengill hins marg- brotna íláts sem flaskan er. lífið er flókið og að mörgu að huga. Eftir dálítið japl, jaml og fuður urðum ég og sá bólugrafni í Ríkinu ásáttir um hvað væri gott að drekka án truflunar frá spörfugla- kjöti. Ég hélt heim á leið, örlítið önugur en huggaði mig þó við yfir- burði þeirra sem leiða hjá sér þátta- gerð Völu Matt og hennar kóna um mat og húsgögn. Um leið og ég komst á flug í snobbinu var ég sallaður niður aftur; eftir að hafa gripið mér hvítvínsglas og opnað Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson blöstu við mér þessar línur: „Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur.“ Fokking brillj- ant! Húslestur Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr.* Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar. Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Eftir 3 mínútna símtal talar þú fyrir 0 kr. næsta hálftímann innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar á siminn.is. 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON K610i Léttkaupsútborgun 1.900 kr. 1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 19.900 kr. á su mar tilbo ðisím i E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.