Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 77

Fréttablaðið - 27.07.2007, Page 77
Aðdáendur Beðmála í borginni geta glaðst því nýr þáttur frá hugmynda- smið Sex and the City, Darren Star, er í vinnslu fyrir sjónvarpsstöðina ABC. Nýi þátturinn mun heita Cash- mere Mafia og mun einnig fjalla um fjórar fallegar konur í New York-borg en Star lofar því að þátturinn verði allt öðruvísi en Sex and the City. „Þetta er þáttur sem fjallar um konur í viðskiptum og þeirra daglega líf á meðan Sex and the City fjallaði aðallega um kynlíf. Mörgum þykir þetta kannski skrýtið að gera annan þátt um fjórar konur en mér finnst það alls ekki þar sem það er svo mikið efni í þessari hugmynd.“ Með hlutverk kvennanna fjög- urra fara þær Miranda Otto, Frances O‘Connor, Bonnie Som- erville og Lucy Liu. Tískuaðdá- endur ættu einnig að gleðjast þar sem hin frábæra Patricia Field mun einnig sjá um stílíseringu þáttanna en hún er ábyrg fyrir því hversu vinsælir þættirnir voru í tískuheiminum. „Við erum mjög heppin að fá Patriciu í lið með okkur enda er hún snillingur í að setja saman flíkur og lætur alklæðnaði líta út eins og lista- verk,“ sagði Lucy Liu. „Ég held hún muni gera eitthvað glænýtt núna enda sagði hún það sjálf við mig í búningsherberginu um dag- inn að hún endurtæki sig aldrei.“ Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíð- inni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshorn- um þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birt- ur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á list- anum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum popp- perlum og skemmtilegum ukulele- leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberja- tínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norður- löndunum og er stefnt á að hljóm- sveit hennar fari þangað í tón- leikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi. Ofar en Ozzy og Winehouse Leikkonan Lindsay Lohan var tekin öðru sinni fyrir ölvunarakst- ur í vikunni líkt og fram kom í Fréttablaðinu. Handtakan kom sér illa fyrir fleiri en Lindsay því þáttastjórnandinn Jay Leno hafði bókað hana í þáttinn sinn sama kvöld. Þar var henni ætlað að kynna nýja mynd sína I Know Who Killed Me. Lindsay afboðaði og Leno þurfti að finna staðgengil með skömmum fyrirvara. Leikar- inn Rob Schneider, sem lék meðal annars í myndunum um karlhór- una Deuce Bigalow og The Hot Chick, var fenginn til þess að hlaupa í skarðið. Hann mætti klæddur sem Lindsay í svörtum kjól og með ljósa hárkollu. Punkt- urinn yfir i-ið var ökklaband líkt og það sem leikkonan hefur þurft að ganga með undanfarið, en því er ætlað að skynja hvort hún neyt- ir áfengis eða ekki. Leno gerði stólpagrín að öllu saman í upphafi þáttar síns þar sem hann sagði meðal annars að það hefði greinilega verið mis- skilningur að hans helstu keppi- nautar væru Nightline og Letter- man. Samkeppnin væri greinilega Cops og America´s Most Wanted. Leno gerir grín að Lindsay

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.