Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 70
Í síðustu viku hringdi gamall vinnuveitandi í mig. Ég hafði fyrir nokkrum árum unnið á myndbandaleigu og nú vantaði vaskan svein til að taka þrjár kvöldvaktir. Ég var meira en til í það, enda þótti mér vinnan á leigunni alltaf mjög skemmtileg. Þar sem ég stóð vaktina í fyrra- kvöld komu tvær stúlkur inn á leiguna. Eftir að hafa skoðað allt hátt og lágt komu þær með myndina Breakfast at Tiffany’s að borðinu til mín. Þær spurðu mig hvernig hún væri og mér til mikillar mæðu varð ég að viðurkenna að ég hef aldrei náð að klára hana. Það er ekki það að ég hafi ekki horft á hana, málið er bara að ég hef alltaf sofnað yfir henni áður en að enda er komið. Þegar ég kom heim um kvöld- ið ákvað ég því að smella henni í tækið og klára hana nú í eitt skipti fyrir öll. Það leið þó ekki á löngu þangað til ég var kominn inn í draumaheima og skyndilega var ég orðinn hluti af sögunni. Ég sat með bros á vör og var að skrifast á við Holly Golightly í gegnum Myspace. Þegar ég vakn- aði fór ég að velta þessu fyrir mér. Sennilega er ástarbréfið dautt. Nú daðrar fólk fyrir opnum tjöldum á Myspace eða Facebook. Pabbi minn hefur stundum sagt mér sögu af strák sem á fyrrihluta síðustu aldar lagði á sig langar göngur til að vinna hjarta stúlk- unnar í næsta dal. Í verstu veðrum gekk hann langar leiðir til þess að eiga stutta kvöldstund með henni. Nú sendum við bara SMS-skilaboð og finnst biðin endalaus eftir svari. Það væri gaman að sjá mína kyn- slóð bíða eftir bréfberanum, jafn- vel dögum saman. Auðvitað er þróun í daðri, eins og öðru í mannlegum samskiptum, og eðlilegt að á þeim tímum sem við lifum leiki tæknin stórt hlutverk í samskiptum kynjanna. Kannski á ég eftir að segja barna- börnum mínum frá því þegar ég sendi ömmu þeirra SMS-in í denn. En af einhverri ástæðu sé ég það ekki í sama dýrðarljóma og sögur af gömlum ástarbréfum og löngum göngum frá liðinni tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.