Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 38
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið ferðahelgin Karlahópur Femínistafélagsins ætlar að vera á faraldsfæti um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár en hópurinn hefur unnið að forvörnum gegn nauðg- unum á útihátíðum og víðar. Gísli Hrafn Atlason er forsvars- maður karlahópsins og segir hóp- inn verða á tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina, í Eyjum og á Akureyri. „Svo ætlum við að vera núna um helgina á frönsk- um dögum á Fáskrúðsfirði,“ segir Gísli. „Það sem við gerum er að vera sýnilegir á staðnum, selja svif- diska og dreifa límmiðum og barmmerkjum og þess háttar. Við spjöllum við gestina um alvarleika og eðli nauðgana.“ Gísli segir það gríðarlega mikil- vægt að fá umræðuna upp, bæði meðal karla og kvenna. „Þetta er mál sem er alltaf verið að ræða eitthvað en ristir oft ekki nægi- lega djúpt.“ Spurður hvort hann hafi séð árangur af forvarnastarfi karla- hópsins, segir Gísli: „Já, ég sé árangur og augljósan mun á því hvað fólk hefur rætt þetta mun meira núna en fyrir fjórum árum þegar við vorum að byrja. Yfirleitt tekur fólk mjög vel í að spjalla við okkur og margir koma gagngert til okkar til að ræða þessi mál.“ - sig Forvarnastarf gegn nauðgunum Gísli Hrafn Helgason er talsmaður karlahóps Femínistafélagsins og segir hópinn ætla að verða á tveimur stöðum um verslunarmannahelgina að sinna forvörnum gegn nauðgunum, á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stígamót hafa frá stofnun sam- takanna verið með aðstöðu fyrir fórnarlömb nauðgana á helstu útihátíðum verslun- armannahelgar en að sögn Thelmu Ásdísardóttur, starfs- manns Stígamóta, hefur slíkt smátt og smátt færst yfir á sveitarfélögin og mótshaldar- ana og samtökin því dregið sig í hlé í þessum efnum. „Fyrst og fremst þarf að vera að- staða á útihátíðum fyrir fólk til að koma á ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Thelma og bætir því við að stundum hafi slík aðstaða ekki verið nógu vel merkt eða ekki auglýst nægilega vel. „Við höfum fengið til okkar fólk eftir útihátíð- ir sem hafði ekki hugmynd um að það hafi verið aðstaða fyrir það á staðnum, þannig að það er til lít- ils að hafa þessa aðstöðu ef enginn veit af því.“ Thelma segir Stígamót vilja leggja áherslu á strákana í for- vörnunum, frekar en stelpurnar, því í langflestum tilfellum séu það þeir sem nauðga og þess vegna eigi skilaboðin að vera til þeirra. „Okkur leiðast þessi skilaboð um að stelp- urnar eigi alltaf að passa sig enda er ábyrgðin ekki þeirra. Ábyrgðin er þeirra manna sem nauðga þess- um stelpum og í sumum tilvikum strákum líka,“ segir Thelma. Spurð hvaða skilaboð séu þá réttust til strákanna fyrir versl- unarmannahelgina, segir Thelma: „Það er fyrst og fremst þessi gamla góða klisja að nei þýðir nei. Það að stelpa hafni ekki kynlífi þýðir ekki endilega að hún vilji það. Síðan vil ég minna strákana á það að stúlku sem er ofurölvi og getur ekki tjáð sig eða rönd við reist á að láta vera en ekki líta þannig á að hún sé að samþykkja kynlíf þótt hún sýni einhverja smá viðleitni.“ Thelma bætir því við að samfarir án sam- þykkis sé nauðgun og eins ef mök eru höfð við áfengisdauða stúlku. „Nauðgun fylgja alvarlegar af- leiðingar fyrir þolandann þannig að það má alls ekki líta léttvægt á slíkt því nauðgun er stór glæpur en ekki eitthvað léttvægt sem hægt er að humma fram af sér,“ segir Thelma. „Eitt atriði finnst mér líka rétt að benda öllu fólki á en það er að hafa auga hvert með öðru og standa ekki aðgerðalaus hjá ef það sér eitthvað gerast. Grípið inn í því það hefur allt áhrif,“ bætir hún við og minnir að lokum fólk á að vera óhrætt við að taka afstöðu gegn nauðgunum. - sig Beinum skilaboð- unum til strákanna Thelma Ásdísardóttir, starfsmaður Stígamóta, segir að skilaboðin eigi að beinast til strákanna en ekki stelpnanna þar sem þeir eru alla jafna gerendur í nauðgunarmál- um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Margar fjölskyldur leggjast í ferðalög um verslunarmanna- helgina. Þá er nauðsynlegt að huga að afþreyingu í bílnum og á áfangastað. Út að leika Ferðahandbók fjölskyldunnar er skipt eftir landshlutum. Bókin tekur fyrir skemmtilega staði og fróðleik sem hentar vel börnum. Penninn Eymunds- son kr 3.690 Ferðahengi fyrir vatnsflösku, smá nammi, Andrésblað, liti og ferðaspilara. Sumir krakkar verða bílveikir við lestur og þá er gott ráð að hlusta frekar á hljóðbækur sem fást á flestum bókasöfnum. Penninn Eymundsson kr. 2.430 Rúbbíbolti sem kemur allri fjöl- skyldunni í gott skap eftir ærlega grillveislu. Útilíf kr. 1.590 Línuskautar eru góð leið til að leika sér og hreyfa sig. Passa að nota hjálm og allar hlífar. Útilíf kr 9.990 Víkingakubb er miklu betra en sjónvarp og tölvuspil í sumarbú- staðnum. Útilíf kr 4.999 Svifdiskur fyrir mömmur og pabba sem hafa ekkert þarf- ara að gera í fríinu annað en að leika sér. Leikbær kr. 195 Blakbolti kemur að góðum notum í fjörunni eða við tjaldið. Útilíf kr.1250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.