Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 4
 Festingar fyrir hraðaskynjara eru taldar hafa orðið til þess að flotholt björgunarþyrlunnar TF- SIF rifnaði eftir nauðlendingu úti af Straumsvík 16. júlí síðastliðinn. Gögn úr hljóðrita þyrlunnar hafa borist Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) og eru til rannsóknar. Þorkell Ágústsson, forstöðu- maður RNF, segir að frumrann- sókn á þyrluslysinu sé rétt ólokið. Ráðgjafar á vegum Rannsóknar- nefndar flugslysa í Frakklandi hafa aðstoðað RNF við rannsókn- ina, þar á meðal sérfræðingur frá hreyflaframleiðandanum TurboM- eca og frá framleiðanda flotholt- anna sem þyrlan var útbúin. „Við teljum að festingarnar hafi nudd- ast við bæði fremri flotholtin með þeim afleiðingum að annað þeirra rifnaði. Þetta er til frekari skoðun- ar. Við viljum læra af þessu og jafnvel breyta um staðsetningu þessara festinga á öðrum þyrlum.“ Þorkell segir að ekki sé enn vitað af hverju snúningur á aðal- hreyfli þyrlunnar féll með þeim afleiðingum að flugstjóri hennar þurfti að lenda henni á sjónum. „En okkur hafa borist hljóðrita- gögnin og þau voru heil og gagn- leg.“ Eftir er að vinna betur úr gögnum hljóðritans auk þess sem hreyflar þyrlunnar og kerfi tengd þeim eru til rannsóknar með full- tingi sérfræðinganna frá Frakk- landi. Festingar sprengdu flotholtið Bandaríkin, Evrópusamband- ið og Búlgaría stóðu árum saman í erfiðum en að mestu leynilegum samningaviðræðum við stjórn Moammars Gaddafi í Líbíu um örlög búlgörsku hjúkrunarfræðing- anna fimm og palestínska læknis- ins, sem framseld voru til Búlgaríu í byrjun vikunnar. Skriður virðist þó ekki hafa kom- ist á málin fyrr en eftir að Nicolas Sarkozy var kosinn Frakklandsfor- seti. Bæði hann og Cecilia eigin- kona hans þykja hafa unnið nokkuð afrek með því að leiða málið til lykta. Í gær fordæmdu hins vegar ætt- ingjar líbísku barnanna, sem smit- uðust af alnæmisveirunni fyrir tíu árum, ákvörðun forseta Búlgaríu um að náða hjúkrunarfólkið. Stjórn- völd í Líbíu komu sömuleiðis mót- mælum á framfæri við sendiráð Búlgaríu í gær þar sem náðunin er sögð vera „brot á samkomulagi“ milli landanna, og kröfðust opin- berrar skýringar. Boris Velchev, aðalsaksóknari í Búlgaríu, vísaði þessum mótmæl- um þegar í stað á bug og sagði ekk- ert athugavert við náðun fanganna. Margt hefur verið óljóst um samningana sem leiddu til þess að Líbía féllst á að framselja fangana til Búlgaríu en þau mál hafa þó verið að skýrast á síðustu dögum. Hjúkrunarfólkið var ekki fram- selt frá Líbíu til Búlgaríu fyrr en ættingjar barnanna, samtals 460 fjölskyldur, höfðu síðastliðinn sunnudag fengið greitt jafnvirði 60 milljóna króna hver, auk þess sem Evrópuríki höfðu veitt tryggingar fyrir því að börnin myndu hljóta viðeigandi læknismeðferð eftir því sem þörf krefur allt til æviloka. Ekki er vitað hvaðan peningarnir sem ættingjarnir fengu er komið, samtals 460 milljónir dala, en Sar- kozy þykir hafa gefið ákveðna vís- bendingu um það þegar hann hrós- aði stjórnvöldum í Katar fyrir að hafa átt stóran þátt í að leysa málið. Á miðvikudaginn, þegar Sarkozy var í heimsókn hjá Gaddafi, voru undirritaðir samningar milli Frakk- lands og Líbíu um samstarf á fjöl- mörgum sviðum, meðal annars um kjarnorkuvinnslu. Evrópusam- bandið hefur einnig fallist á að veita Líbíu margvíslega aðstoð og bauð einnig aukin viðskiptatengsl. Þá sagðist Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætla að bregða sér til Líbíu á næst- unni. „Ég veit að bandarísk fyrir- tæki hafa mikinn áhuga á að starfa í Líbíu,“ sagði hún. Forsætisráðherra Búlgaríu, Sergei Stanishev, segir vel koma til greina að afskrifa allar skuldir Líbíu við Búlgaríu, en þær nema meira en sem svarar þremur millj- örðum króna. Stanishev leggur þó mikla áherslu á að það yrði gert af mann- úðarástæðum, en alls ekki megi líta á það sem „greiðslu lausnargjalds eða viðurkenningu á sekt“ hjúkrun- arfólksins. Líbía fær ógrynnin öll fyrir fangana sex Meira og minna leynilegir samningar um framsal hjúkrunarfólksins til Búlg- aríu hafa skilað Líbíu margs konar hagræði. Bæði ættingjar alnæmissmituðu barnanna og stjórnvöld í Líbíu gagnrýndu þó í gær náðun fanganna. „Þetta er stór áfangi í jafnréttisbaráttunni og ég er ákaflega ánægð með þessa ráðningu,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins, um ráðningu Jónínu S. Lárusdóttur í embætti ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Þrjár konur eru nú ráðuneytis- stjórar því auk Ragnhildar og Jónínu er Ragnhildur Arnljóts- dóttir ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu. Aldrei áður hafa svo margar konur gegnt stöðu ráðuneytisstjóra á Íslandi í senn. Tvær aðrar konur hafa verið ráðuneytisstjórar, þær Berglind Ásgeirsdóttir á árunum 1988 til 2002 og Guðríður Sigurðardóttir 1993 til 2003. Þrjár konur ráðu- neytisstjórar Starfsleyfi fyrir tvö þúsund tonna þorskeldi í Eyjafirði hefur verið staðfest af umhverfisráðuneytinu. Leyfið var gefið út af Umhverfisstofnun árið 2005 til AGVA-Norðurland ehf. Fyrirtækið Haliotis á Íslandi ehf. kærði starfsleyfið og sagði þorskeldið mundu hafa mjög neikvæð áhrif á eldi í eldisstöð Haliotis við Hauganes vegna aukinnar mengunar sjávar. Umhverfisráðuneytið segir gögn benda til þess að aukning á mengun við sjótöku Haliotis vegna þorskeldisins verði hverfandi miðað við bakgrunns- styrk þessara efna í sjónum. Þorskur ógnar ekki sæeyrum Tveir fimmtán ára drengir kveiktu í bensíni á bílastæði við einbýlishús í Lindahverfi í Kópavogi í hádeg- inu í gær. Mikinn svartan reyk lagði frá bílastæðinu og leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Litlu mátti muna að eldurinn næði að læsa sig í bílskúr hússins sem og bíl sem stóð á stæðinu. Bíllinn skemmdist eitthvað ásamt því að rúða sprakk í bílskúr hússins. Skamma stund tók að slökkva eldinn. Drengirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum þeirra var gert að sækja þá. Kveiktu í bens- íni á bílastæði Björgunarskipin Húnabjörg á Skagaströnd og Þór í Vestmannaeyjum voru kölluð út í gær til að aðstoða báta sem þurftu aðstoð. Húnabjörgin aðstoðaði fiskibát sem strandaði á skeri skammt frá innsiglingunni til Skagastrandar og Þór var kallað út til að aðstoða trillu sem rakst á rekald svo að leki kom að henni. Bæði björgunarskipin voru fljót á vettvang og allir komust heilir heim. Tveir bátar í nauð aðstoðaðir Félagsfundur Drífanda stéttarfélags í Vest- mannaeyjum fagnar að komnar séu verðtölur á rannsóknir er skera úr um framtíðarsamgöngur Eyjamanna um jarðgöng. Í ályktun félagsins kemur fram að núverandi samgöngukostir anna ekki flutningsþörf til Eyja og brýnt sé að fjölga ferðum með þjóðveginum Herjólfi. Strax verði farið í endurskoðun gjaldskrár ferjunnar, enda sé hún ekkert annað en landsbyggðar- skattur sem stendur byggð og atvinnulífi fyrir þrifum. Vilja trúverð- uga áætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.