Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 25
Anna Björnsdóttir keypti eitt sinn hjól sem hún hjólaði aldrei á. Sálfræðin er hennar bestu kaup. Bestu kaup Önnu S. Björnsdóttur ljóðskálds eru ekki af veraldleg- um toga. „Ég verð að segja að sál- fræðiþjónusta sem ég keypti mér þegar ég var 36 ára hafi verið mín bestu kaup,“ segir Anna. „Þá var lífið frekar erfitt allt saman en ég náði mér aftur á strik með sér- fræðihjálp.“ Anna hefur þó aldrei tímt að hætta að leita til sálfræðingsins síns enda segir hún tímana ekki bara bestu kaupin heldur einnig þau skynsamlegustu. „Ég lít eigin- lega á þetta sem einkatíma í háskóla,“ segir Anna. „Þarna kaupi ég þekkingu og tíma sálfræðings- ins og fæ í staðinn einkakennslu og fræðslu.“ Anna segir að fólk sé oft kjána- lega feimið við að leita sér aðstoð- ar. „Það eru svo margir sem hjakka í sama farinu og eru alltaf að lenda í sama mótlæti. Með aðstoð getur fólk rofið þennan hring og loks orðið ánægt,“ segir Anna. Verstu kaup Önnu voru, öfugt við þau bestu, afar veraldleg. „Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að vera „sporty“, sem ég er alls ekki. Ég keypti mér hjól sem ég sá aug- lýst, lét senda það heim til mín en svo komst ég að því að það voru engar fótbremsur á hjólinu,“ segir Anna og hlær. „Ég er svo gamal- dags að ég get ekki haft bara bremsur á stýrinu svo ég hringdi í son minn og bað hann um að sækja nýja hjólið sem nú var hans.“ Anna hefur nýverið gefið út sína 12. ljóðabók, Currents, og er hún á ensku. „Ég á stóra ætt í Kanada og þau fór ég og heimsótti í vetur,“ segir Anna. „Ég er að fara á næstu Íslendingadagana þarna úti og mig langaði að fara með ljóðabók þangað svo ég fékk Hallberg Hall- mundsson, yndislegt ljóðskáld, til að þýða ljóð eftir mig og útkoman varð Currents.“ Sálfræði og bremsulaust hjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.