Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 25

Fréttablaðið - 27.07.2007, Side 25
Anna Björnsdóttir keypti eitt sinn hjól sem hún hjólaði aldrei á. Sálfræðin er hennar bestu kaup. Bestu kaup Önnu S. Björnsdóttur ljóðskálds eru ekki af veraldleg- um toga. „Ég verð að segja að sál- fræðiþjónusta sem ég keypti mér þegar ég var 36 ára hafi verið mín bestu kaup,“ segir Anna. „Þá var lífið frekar erfitt allt saman en ég náði mér aftur á strik með sér- fræðihjálp.“ Anna hefur þó aldrei tímt að hætta að leita til sálfræðingsins síns enda segir hún tímana ekki bara bestu kaupin heldur einnig þau skynsamlegustu. „Ég lít eigin- lega á þetta sem einkatíma í háskóla,“ segir Anna. „Þarna kaupi ég þekkingu og tíma sálfræðings- ins og fæ í staðinn einkakennslu og fræðslu.“ Anna segir að fólk sé oft kjána- lega feimið við að leita sér aðstoð- ar. „Það eru svo margir sem hjakka í sama farinu og eru alltaf að lenda í sama mótlæti. Með aðstoð getur fólk rofið þennan hring og loks orðið ánægt,“ segir Anna. Verstu kaup Önnu voru, öfugt við þau bestu, afar veraldleg. „Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að vera „sporty“, sem ég er alls ekki. Ég keypti mér hjól sem ég sá aug- lýst, lét senda það heim til mín en svo komst ég að því að það voru engar fótbremsur á hjólinu,“ segir Anna og hlær. „Ég er svo gamal- dags að ég get ekki haft bara bremsur á stýrinu svo ég hringdi í son minn og bað hann um að sækja nýja hjólið sem nú var hans.“ Anna hefur nýverið gefið út sína 12. ljóðabók, Currents, og er hún á ensku. „Ég á stóra ætt í Kanada og þau fór ég og heimsótti í vetur,“ segir Anna. „Ég er að fara á næstu Íslendingadagana þarna úti og mig langaði að fara með ljóðabók þangað svo ég fékk Hallberg Hall- mundsson, yndislegt ljóðskáld, til að þýða ljóð eftir mig og útkoman varð Currents.“ Sálfræði og bremsulaust hjól

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.