Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 27. júlí 2007 — 202. tölublað — 7. árgangur Veitingastaðurinn Gló verður opnaður í Listhús- inu við Laugardal um helgina, en þar er boðið upp á lífrænt hráefni. „Við munum leggja mikið upp úr lífrænu hráefni og komum til með að bjóða upp á ferska safa, hveitigras og súpur frá Örlygi Ólafssyni hjá Súpubarnum,“ segir Guðlaug Pétursdóttir, eigandi og rekst Gló, sem einnig reku R gerum þetta út frá hjartanu og höfum fengið til liðs við okkur brasilíska listakokkinn Inacio Pacas da Silva Filko, sem er á sömu bylgjulengd.“ Að sögn Guðlaugar verður áhersla lögð á grænmet- isrétti, fisk og kjöt að einhverju marki, rétt dagsins, ásamt tveimur súpum til að velja á milli, salat, heima bakað spelt-brauð, hummus og lífAuk þe Hæfilegur skammtur af ást og kærleik Hinar vinsæludönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista VEÐRIÐ Í DAG 699 KR. U2 18 singles VEITINGASTAÐURINN GLÓ Hæfilegur skammtur af ást og kærleik Matur Tilboð Í MIÐJU BLAÐSINS FERÐAHELGIN Verslunarmanna- helgin um allt land Sérblað um verslunarmannahelgina ofl. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG RAGNA LÓA STEFÁNSDÓTTIR: Ástin er öllu yfir sterkari FY LGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 27. JÚLÍ 2007 Nörd í kröppum dansi Ari Magg kaupir íbúðir Stormurinn á jeppa Ragna Lóa Stefánsdóttirkona Hemma Hreiðars ÁSTIN ER ÖLLU YFIRSTER ferðahelginFÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2007 Hátíðir kortlagðarHelstu viðburðir sem í boði eru um verslunar-mannahelgina BLS. 8FRÉTTABLAÐIÐ /G VA Með breskan þjálfara Björgólfur Thor Björ- gólfsson vekur athygli í Laugum, þar sem einkaþjálfari hans fylgir honum hvert fótmál. FÓLK 42 Lag á nýrri plötu vekur spurningar Áhöld eru um hvort lagið sé aðför að Bubba Morthens. FÓLK 34 LÍKNARMÁL „Það er náttúrlega draumur ef maður getur unnið við það að hjálpa öðrum,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal sem stendur að samtökunum Navia í félagi við þrjá aðra Íslendinga. Navia eru norræn góðgerðarsam- tök sem safna fé fyrir bágstadda. Fyrsta verkefnið verður að stofna norræna stúlknahljómsveit sem ferðast um og safnar fé til góðra verka. -hdm/ sjá síðu 42 Söngkonan Birgitta Haukdal: Stofnar norræn góðgerðarsamtök HEILBRIGÐISMÁL Eftir að reykinga- bann var sett á hefur heilbrigðiseft- irlitið fengið kvartanir frá íbúum fjölbýlishúsa vegna reykinga nágranna. „Það hafa aldrei jafn margir kvartað undan reykingum nágrann- ans áður. Þetta er nýtt fyrir okkur,“ segir Gunnar Kristinsson heil- brigðisfulltrúi. Gunnar telur þetta til marks um að almenningur sé meðvitaðri um rétt sinn. Erfitt sé þó að banna fólki að reykja úti á svölum. „Við sendum húsfélögum bréf um að kvörtun hafi borist og að taka skuli tillit til nágranna. - kóþ / sjá síðu 8 Áhrif reykingabannsins: Fólk í fjölbýli kvartar meira REYKJAVÍK Smartkortakerfi Reykja- víkurborgar og Strætó bs. verður líklega ekki tekið í notkun. Hálfum milljarði króna hefur þegar verið varið til verkefnisins. Borgarráð samþykkti að innleiða smartkortakerfið árið 2002 en það hefur ekki verið tekið í notkun nema að litlu leyti. Framkvæmda- stjóri Strætó segir að ef viðræður við einkaaðila um að reka þjónust- una takist ekki verði kerfið lagt niður. Smartkortin eru tegund greiðslu- korta sem innihalda örgjörva, en þau átti að nota til að greiða far- gjald í strætisvagna, aðgang að sundstöðum og fleira. Strætó bs. keypti smartkortales- ara í strætisvagna fyrir hundrað milljónir, en fyrirtækið Smartkort, sem sá um þróun kerfisins, varð gjaldþrota. „Strætó bs. á ekki að standa í því að þróa eða reka slíkan búnað,“ segir Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs. „Ef við getum ekki náð samningum við aðila sem sjá viðskiptatækifæri í þessu, þá leggjum við kerfinu.“ Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa skipt kostnaðinum á milli sín í grófum dráttum. Reynir segir að heildarkostnaður Strætó sé að nálg- ast 250 milljónir og gerir ráð fyrir að kostnaður borgarinnar sé sam- bærilegur. „Eftir að við keyptum búnaðinn í vagnana hafa líklega farið aðrar 400 milljónir í verkefn- ið,“ segir Reynir. Kostnaður Strætó bs. hefur verið þróunarkostnaður, laun starfs- manna, viðhald á búnaði, ísetning kerfisins og verkefnisstjórnun. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs., er þeirrar skoðunar að kerfið sé búið að kosta borgarbúa of mikla fjármuni. Verkefnishópur hefur til athug- unar hvort bjóða eigi framhalds- og háskólanemum á höfuðborgar- svæðinu frítt í strætisvagna og nota til þess smartkortalesarana. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er ólíklegt að af þessu verði, enda sé það kostnaðarsamt. - sgj Hálfur milljarður króna í ónýtt smartkortakerfi Smartkortakerfi Reykjavíkurborgar og Strætó, sem nota átti til að greiða fargjöld í strætisvagna, ferðir í sund og aðra þjónustu, verður ekki tekið í notkun. Kerfið hef- ur kostað um hálfan milljarð og því verður lokað ef einkaaðilar taka það ekki yfir. Fleira ríkt fólk! „Ríkt fólk notar ráðstöfunarfé sitt eftir skatt ýmist til fjárfestingar eða neyslu. Það sem rennur til fjárfestingar hleypir fjöri í atvinnu- lífið,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í DAG 22 SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfélög um allt land þurfa að bregðast við skerðingu aflaheimilda með breyting- um á skipakosti sínum eða útgerðarmynstri. Útgerðarmenn telja óumflýjanlegt að selja skip til að mæta skerðingunni og þegar hefur verið hætt við áætluð skipakaup vegna skerðingarinnar. Ný og glæsileg skip koma til landsins á næstunni sem ætlað er að gera veiðar arðbærari. „Útgerðarfélög um allt land munu þurfa að fækka skipum hjá sér, það bara hlýtur að vera. Ég vil kalla þetta nauðvörn hjá útgerðarfélögunum,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. Andrés Guðmundsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni fiskanesi hf., segir að fyrirtækið hafi hætt við skipakaup þegar fréttist af væntanlegri kvótaskerðingu, og það hafi selt eitt af skipum sínum í mars. „Ætli við styttum ekki úthaldið hjá okkur frekar og sjáum svo til; vonum að menn sjái villu síns vegar og auki kvótann aftur,“ segir Andrés. Brimnesið, nýr frystitogari útgerðarfélagsins Brims hf., kom til hafnar í gær frá Noregi. Þormóð- ur rammi-Sæberg hf. fær afhenta tvo eins togara og Brimnesið árin 2008 og 2009. Fyrirtækið hefur selt einn eldri togara fyrirtækisins og hyggst selja tvo til viðbótar. Skipin eru tæknilega fullkomin og mun hagkvæmari í rekstri en eldri skip í íslenska flotanum. - ifv / sjá síðu 18 Útgerðir neyðast til að breyta skipakosti til að mæta skerðingu aflaheimilda: Nauðvörn útgerðanna hafin BANDARÍKIN Skyggn köttur, sem býr á elliheimili í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur spáð fyrir um hvaða vistmenn séu við það skilja við. Kötturinn Oscar skríður upp í til vistmanna stuttu fyrir andlát þeirra og hefur í 25 tilfellum síðastliðið ár reynst sannspár. Þetta hefur orðið til þess að starfsfólkið hringir í fjölskyldur vistmanna þegar Oscar leggst hjá þeim. „Hann gerir sjaldan mistök og margar fjölskyldur kunna að meta þetta,“ segir David Dosa læknir. - sgj Skyggn köttur á elliheimili: Köttur forspár um dauða fólks KOMIÐ INN TIL LENDINGAR Hin alþjóðlega Rey Cup-knattspyrnuhátíð hófst með pomp og prakt í gærmorgun í blíðu veðri. Krakkar á öllum aldri frá 31 íþróttafélagi munu etja kappi og skemmta sér saman í Laugardalnum um helgina. Margt er í boði þótt fótboltinn sé í fyrirrúmi. Sundlaugarpartíið sem haldið var í Laugardalslauginni í gærkvöld er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrír efstir og jafnir Íslandsmótið í höggleik hófst á Hvaleyrinni í gær. Þrír léku best allra á þremur höggum undir pari í gær. ÍÞRÓTTIR 36 Þurrt vestanlands - Áframhald- andi milt veður um allt land, og væta víðast hvar, en þó þurrt að mestu vestanlands. Hiti 8-15 stig á láglendi. VEÐUR 4 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.