Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.07.2007, Blaðsíða 50
 27. JÚLÍ 2007 FÖSTUDAGUR16 fréttablaðið ferðahelgin Orra Hugin leikara finnst allar verslunarmannahelgar eftir- minnilegar á sinn hátt. Orri og félagar hans hafa það fyrir sið að elda sjö kíló af humri þessar helgar og veðja svo hversu mikið magn skemmist. „En það allra eftirminnilegasta var þegar ég var fimmtán ára og fór ásamt þremur vinum mínum á þjóðhátíð í Eyjum. Við sváfum allir í minnsta tjaldi sem ég hef nokkurn tímann séð. Veðrið var mjög skemmtilegt; fyrstu nótt- ina var það frábært en þá næstu gerði svo mikinn storm að kúlu- tjöld fuku um Herjólfsdal eins og runnar í spagettívestrum, þar á meðal var litli tjaldræfillinn okkar. Þá voru allir settir inn í íþróttahús.“ Orri upplifði mikla kommún- ustemningu bæði í dalnum og í íþróttahúsinu, fólk sem mætti með ekkert bjargaði sér einhvern veginn og allir deildu veraldleg- um eigum sínum. Fólk af öllum kynjum gerði sér dælt við Orra en það gekk ekkert, því hann var svo heillaður af umhverfinu, flug- eldunum og Árna Johnsen. En var Orri drukkinn, fimmt- án ára peyinn? „Ég var ekki eins fullur og alskeggjaði maðurinn sem dó ofan í grillið okkar. Hann hafði eytt um korteri í að fá mig til að smakka landann sinn með tilheyrandi oti og poti, landa sem hann fullyrti að væri afskaplega góður. En þá hné hann skyndi- lega eins og slytti til jarðar með andlitið beint í einnota grillið, og skoppaði svo fimm sentímetra til hliðar. Hálft skeggið fuðraði af honum, og líklega hefur hann orðið hissa þegar hann rankaði úr rotinu og leit í spegil.“ - nrg Svaðilfarir í Eyjum Litla tjaldið fauk og Orri Huginn varð að hafast við í íþróttahúsinu á fyrstu þjóðhátíð sinni fyrir tólf árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Gasgrillin ráða ríkjum á pöllum og svölum Íslend- inga. Þó eru einhverjir sem taka kolin fram yfir gasið og finnst ekki alvöru grill- matur nema eldað sé yfir glóandi kolum. En hver er munurinn á þessum tveim- ur matreiðsluleiðum? KOLAGRILL Kolagrill hitna meira og gefa betra bragð af matnum. Það fer minna fyrir þeim og auð- velt að taka þau með sér í ferða- lög. Á hinn bóginn tekur þau langan tíma að hitna og þeim fylgja meiri óhreinindi því allt- af þarf að losa sig við notuð kol. Erfitt er að stýra hitanum og það þarf að fylgjast vel með þeim. Kolagrillið tapar smám saman hita eftir því sem kolin brenna og nauðynlegt að bæta við nýjum ef halda á hitanum lengi gang- andi. Kolagrill tekur langan tíma að kólna alveg svo ekki er hægt að ganga frá brenndum kolum strax eftir notkun. En hins vegar er mikil stemning við að grilla með kolum og það gefur manni tilfinningu fyrir að verið sé að elda yfir opnum eldi. GASGRILL Gasgrill eru mun þægilegri í notkun. Auðvelt er að kveikja upp í þeim, þau hitna samstundis og gott er að stjórna hitanum. Lítið mál er að þrífa þau auk þess sem þau eru ætíð tilbúin til notkunar svo lengi sem gasið dugar. Hins vegar gefa þau matnum ekki þetta sérstaka bragð sem kolin kalla fram. Gæta þarf öryggis við gasgrill og muna að skrúfa fyrir gasið að eldun lokinni.Gas eða kol? í góðu tjaldi SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Tjaldaland Útilífs er við hliðina á TBR-höllinni The North Face Tadpole 2ja manna Göngutjald. Verð 32.990 kr. Troðfull flöt af uppsettum tjöldum! Sumartilboð SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 Á L F H E IM A R G R E N S Á R S V E G U R Tjaldaland Taranto Plus 6 manna Fjölskyldu-braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk milli svefntjaldanna. Opnast á tvo vegu. Verð 29.990 kr. Como 4ra manna 11.990kr. Como 6 manna 14.990kr. Andros 6 manna Fjölskyldu-braggatjald með tveimur svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk. Öflugar álsúlur. Verð 42.990 kr. Lindos 6 manna og 8 manna Fjölskyldu-braggatjald með mikilli lofthæð. Rúmgott fortjald. Öflugar álsúlur. Verð 44.990/49.990 kr. The North Face Rock 2ja manna Göngu-kúlutjald. Verð 22.990 kr. Njóttu sumarsins Nevada 3ja manna 3ja og 4ja manna sígilt kúlutjald. Verð 6.990kr. Kira 3ja og 4ra manna Kúlutjald með fortjaldi. Verð 8.990/10.990 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 32 8 07 /0 7 Como 4ra og 6 manna Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum. Fortjald er á milli svefntjaldanna. Tveir inngangar. Verð14.990/19.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.