Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 34% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 37% 71% 30 Í NÝJU LAUGARDALS- HÖLLINNI UM HELGINA Opið í dag Laugardag Smiðjuvegi 76 200 Kópavogur Baldursnes 6 603 Akureyri www.tengi.is Laugardaga 10.00-15.00 NÝR BÆKLINGUR FYLGIR MEÐ BLAÐINU Í DAGVet rar sól Stefnt er að því að gera tilraun með að skattyfirvöld telji fram fyrir ákveðna einstaklinga strax árið 2009. Mögulegt er að skattgreiðendur þurfi að samþykkja framtalið, en einnig er mögulegt að aðhafist þeir ekki teljist þeir hafa samþykkt framtalið óséð. Eftir er að útfæra þessar hugmyndir nánar segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann hyggst skera upp herör gegn því að ein- staklingar skili ekki inn framtali. Á síðasta ári skiluðu 14.500 einstaklingar ekki skattframtali, sem var nokkur aukning frá ári á undan. „Það getur ekki gengið út frá sjónarmiði skattframkvæmdarinnar að það séu tæplega fimmtán þúsund manns sem ekki skila skatt- framtali,“ segir Skúli. Starfshópur Ríkisskattstjóra og skattstjóra hefur undanfarið fjallað um málið, og verða tillögur hópsins til úrbóta kynntar stjórnvöldum í október. Skúli vill ekki upplýsa um tillögurnar, en boðar róttækar breytingar á því hvernig tekið er á málum einstaklinga og fyrirtækja sem ekki skila framtalsgögnum, nái þær fram að ganga. Skúli segir hluta þeirra sem ekki skili framtali erlenda starfsmenn sem farnir séu af landi brott þegar komi að því að telja fram. Eðlilegt væri að leggja á þann hóp eftir hendinni, áður en fólkið fer úr landi. Aðrir sem ekki skili verði hugsanlega aðvaraðir áður en gripið verði til þess að áætla á þá opinber gjöld. Framtíðarlausnin sé þó að losa sem flesta undan framtalsskyldu með því að skattyfirvöld geri framtöl fyrir einstaklinga. „Við treystum okkur ekki til að gera þetta fyrir alla, heldur einungis þá sem uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir Skúli. Eftir einhvern ótilgreindan árafjölda gæti því einstaklingur sem ekki stendur í atvinnurekstri og kaupir hvorki né selur eignir sloppið við að gera framtal, veiti hann skattyfirvöldum heimild til að fá upplýsingar um stöðu á bankareikning- um. Ríkisskattstjóri boðar róttæk- ar breytingar á skattframtali Stefnt er að því að sem flestir einstaklingar sleppi við að skila skattframtali og skattyfirvöld telji fram fyrir þá. Ríkisskattstjóri hyggst skera upp herör gegn því að fólk og fyrirtæki skili ekki skattframtali sínu. Finnur Ingólfsson, stjórn- arformaður Icelandair, hefur selt alla eigin hluti í félaginu og mun í framhaldinu hætta í stjórn félags- ins. Karl Wernersson mun taka kjölfestu í félaginu ásamt Einari Sveinssyni í gegnum sameiginlegt félag þeirra Mátt. Karl og Einar seldu ráðandi hlut í Glitni í vor með mesta gengishagnaði sem náðst hefur í innlendum viðskiptum. Gengishagnaður Finns af sölunni er um 400 milljónir ef horft er framhjá fjármagnsliðum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins var eignarhlutur Finns hátt skuld- settur og miðað við kauptíma bréf- anna og erlenda fjármögnun má gera ráð fyrir hagnaði af fjármögn- un eignarhlutarins í ljósi styrking- ar krónunnar frá því að Icelandair fór á markað. Finnur fer sáttur frá félaginu. „Ég mun snúa mér að öðrum verkefnum,“ segir Finnur en hann fór nýlega fyrir hópi fjár- festa sem keypti skoðunarfyrir- tækið Frumherja. Uppgjör félagsins olli vonbrigð- um og kom los á kjölfestuna í félag- inu sem leiddi til sölunnar. - Finnur floginn úr Icelandair HÖNNUNRottuveggfóður og breytilegur vasi GRANDHÓTEL Kallast á við Eddu Snorra INNLITErfðagripir og minimalismi hús&heimiliLAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 Gjörningaklúbburinn heldur veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu. Maður á fimmtugsaldri hafði í frammi ósæmilega tilburði þegar hann reyndi að fróa sér fyrir framan tvær unglingsstúlkur fyrir utan verslunarmiðstöðina Fjörð í miðbæ Hafnarfjarðar í gærkvöld. Í fyrstu hafði maðurinn reynt að fá stelpurnar heim með sér, en þær færðust undan því. Tvær lögreglukonur sinntu útkalli vegna þessa. Þegar þær nálguðust manninn brást hann hinn versti við og veittist að þeim. Eftir hörð átök náðist að koma manninum í handjárn. Önnur lögreglukonan særðist í andliti og var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hún er mjög bólgin eftir árásina en að sögn varðstjóra var ekki vitað í gærkvöld hvort hún hefði brákast eða brotnað í andliti. Árásarmaðurinn var undir áhrifum áfengis og hefur komið við sögu lögreglu áður. Hann gisti fangageymslur í nótt. Handtekinn fyrir að áreita unglingsstúlkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.