Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 6
„Maður er óneitanlega
frekar niðurdreginn eftir svona
fréttir,“ segir Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Kópavogi. Sumar-
bústaður Gunnars í Grímsnesi
brann til kaldra kola í gær.
Ummerki á vettvangi benda til
þess að brotist hafi verið inn í
bústaðinn.
„Þetta er hundleiðinlegt mál.
Þetta var griðastaður fjölskyld-
unnar. Maður gat farið þarna til
að hvíla sig,“ segir Gunnar. Hann
segir mikið af persónulegum
munum hafa
verið geymda í
bústaðnum.
Tilkynnt var
um eldinn á
níunda tíman-
um í gærmorg-
un. Logaði þá
glatt og sást
reykurinn frá
Selfossi. Eld-
sprenging varð
í bústaðnum þegar reykkafarar
Brunavarna Árnessýslu ætluðu
að ráðast til inngöngu til að kanna
hvort einhver væri inni.
„Við héldum fyrst að það væri
kannski eitthvað fólk inni,“ segir
Kristján Einarsson slökkviliðs-
stjóri. „Það var enginn bíll á
svæðinu en maður veit aldrei.“
Slökkviliðsmennirnir sluppu heil-
ir á húfi úr sprengingunni. Eng-
inn hefur verið í bústaðnum með
vitneskju Gunnars síðan á sunnu-
daginn síðasta.
Unnið er að rannsókn á elds-
upptökum. Kristján segir að
ummerki bendi til þess að brotist
hafi verið inn. „Mínir menn sem
komu fyrstir á staðinn sáu að það
hafði örugglega verið brotist inn
í bústaðinn. Það var búið að
spenna upp glugga á honum.
Okkur datt í hug að þetta gæti
hafa verið hústökufólk eða eitt-
hvað slíkt. En það er ekkert sem
er vitað að svo stöddu.“
Tæp 300 þúsund
þorskígildistonn skiptast á milli
767 skipa og báta á nýju fiskveiði-
ári sem hefst í dag.
Bróðurparturinn, 268 þúsund
tonn, kemur í hlut 345 skipa í
aflamarkskerfinu en rúmum 33
þúsund tonnum er úthlutað til 422
krókabáta.
Aflaheimildir nýja fiskveiðiárs-
ins eru tæpum nítján prósentum
minni en þess nýliðna. Er þetta
mesti samdráttur aflaheimilda á
milli ára frá því kvótakerfið var
innleitt.
Enn eru óveidd um tíu þúsund
tonn af þorski frá fiskveiðiárinu
sem lauk í gær og rúm fjórtán þús-
und tonn af ýsu. Að sama skapi
veiddist talsvert meira af löngu,
keilu og steinbít en útgefið afla-
mark síðasta árs sagði til um.
Heimilt er að flytja ónýttar afla-
heimildir milli ára.
HB Grandi er kvótahæsta útgerð
landsins en á eftir koma Samherji
og Brim.
Skip Brims; Guðmundur í Nesi
og Brimnes hafa mestar afla-
heimildir skipa í þorskígildis-
tonnum talið.
Niðurdreginn eftir
bruna griðastaðarins
Sumarbústaður Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs, brann til kaldra
kola í gærmorgun. Ummerki benda til þess að kviknað hafi í af völdum innbrots-
þjófa eða hústökufólks. Slökkviliðsmenn sluppu heilir frá öflugri eldsprengingu.
Finnst þér lögregluþjónar of
lágt launaðir?
Finnst þér ríkisstjórnin hafa
staðið sig vel á fyrstu hundrað
dögunum við völd?
„Já, þú mátt alveg kalla það
sögulegar sættir. Ég myndi kannski ekki hafa
orðið „sögulegt“ um þetta en þetta er
merkilegt og vonandi farsælt skref,“ segir
Halldór Guðmundsson, væntanlegur stjórnar-
formaður Forlagsins, nýrrar bókaútgáfu.
Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi
undirritaði í gær viljayfirlýsingu um nýtt
útgáfufyrirtæki með gömlum félögum, þeim
Árna Einarssyni og Halldóri Guðmundssyni.
Forlagið yrði sameinuð bókaútgáfa Máls og
menningar, JPV-útgáfu, Vöku-Helgafells og
annarra forlaga, sem áður voru undir Eddu-
miðlun, utan Almenna bókafélagsins.
Jóhann tengdist Máli og menningu, eftir að
hún keypti eldra Forlag hans árið 1990.
Jóhann yfirgaf seinna fyrirtækið við litla
hrifningu Menningarmanna.
Halldór segir að mikið
vatn hafi runnið til sjávar
síðan og löngu gróið um
heilt. Hann hafi til að
mynda gefið út tvær bækur
hjá JPV í millitíðinni.
Mál og menning vinnur
nú að því að kaupa bókaút-
gáfu Eddu og kæmi Jóhann
Páll inn í kaupin til
helminga, að því loknu.
Undanfarin ár hafa verið
erfið í bókaútgáfu, segir í tilkynningu vegna
þessa, en með nýju félagi verði stefnt að
aukinni hagræðingu og nýtingu bókalagers
og réttinda.
Halldór óttast ekki að verið sé að endur-
taka leikinn frá því þegar Edda var stofnuð
með sameiningu Máls og
menningar og Vöku-
Helgafells, en þeirri tilraun
lauk nærri gjaldþroti.
„Allir aðilar þessa máls
hafa í sögu íslensks
bókamarkaðar gert ýmis
mistök. En við eigum líka
flotta og stolta bókaútgáfu-
sögu og við höfum ýmislegt
lært.“
Ef af verður, sest Árni
Einarsson, núverandi forstjóri Eddu, í stjórn
hins nýja félags. Jóhann Páll tekur við stöðu
útgefanda og sonur hans, Egill Örn, verður
framkvæmdastjóri Forlagsins. Halldór fer
með stjórnarformennsku, sem fyrr segir.
Sögulegar sættir á íslenskum bókamarkaði