Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 12

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 12
Lögregla í Póllandi handtók á fimmtudag fyrrver- andi innanríkisráðherra landsins, sem sakar forsætisráðherrann, Jaroslaw Kaczynski, um að beita leyniþjónustunni til að njósna um stjórnarandstæðinga og blaða- menn. Handtaka Janusz Kaczmareks, sem Kaczynski rak úr embætti innanríkisráðherra í byrjun ágúst, kyndir enn frekar undir nýjasta hneykslinu í pólskum stjórnmálum, sem snýst um ásak- anir um misbeitingu valds af hálfu hins íhaldssama stjórnar- flokks, Laga- og réttlætisflokks- ins, í aðdraganda þingkosninga sem stefnir í að verði haldnar í haust. Saksóknaraembættið í Varsjá staðfesti að Kaczmarek hefði verið handtekinn, ásamt fyrrver- andi yfirmanni pólsku lögregl- unnar, Konrad Kornatowski, og Jaromil Netzel, yfirmanni trygg- ingafélagsins PZU, sem er að meirihluta í ríkiseigu. Er Kaczynski rak Kaczmarek gaf hann upp þá ástæðu að hann lægi undir grun um að hafa lekið upplýsingum sem spilltu fyrir spillingarrannsókn. Síðan þá hefur Kaczmarek sakað Kacz- ynski og fleiri framámenn í ríkisstjórninni um að beita leyni- þjónustunni til að grafa upp eitt- hvað misjafnt um stjórnarand- stæðinga og til að njósna um blaðamenn. Rekinn ráðherra handtekinn Dala-Rafn er eina útgerð- arfélagið sem hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum Olís, Skeljungi og Keri, áður Olíu- félaginu, vegna samráðs olíufélag- anna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Útgerðarfélagsins Brims, segir málsókn að hálfu fyrirtækis- ins hafa verið slegna út af borðinu að athuguðu máli. „Lögfræðingar töldu það ekki borga sig fyrir okkur að fara í mál,“ sagði Guð- mundur. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands útvegsmanna, sagðist ekki vita til þess að önnur útgerðarfé- lög en Dala-Rafn ætluðu sér að fara í mál við olíufélögin, en LÍÚ aðstoðaði forsvarsmenn Dala- Rafns við undirbúning málsins. Samkvæmt málsgögnum sem Samkeppnisyfirvöld öfluðu við rannsókn á samráðinu þá höfðu olíufélögin skýrlega samráð vegna viðskipta við útgerðarfélög víða um landið, meðal annars í Vest- mannaeyjum og á Akureyri. Í stefnunni í máli Dala-Rafns gegn olíufélögunum, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum, er meðal annars vitnað til fundar forstjóra olíufélaganna, Kristins Björnssonar, Geirs Magnússonar og Einars Benediktssonar, sem fór fram 24. júní 1997. Í svarbréfi til framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta segir Kristinn: „Það kom fram á fundi með [Einari Benediktssyni forstjóra Olís] og [Geir Magnússyni forstjóra Olíu- félagsins] í gær, að þeir væru sem næst búnir að afleggja að afgreiða gasolíu til kúnna sem skipagas eða SD, F-5. Kæmu kúnnar á SD/MD inn á hafnir, þar sem bara væri gasaolía þá þýddi ekki um að tala annað verð en gasolía, eða þá keyrt væri í þá. Þetta VERÐUM við að skoða einkum á stærri stöðum, t.d. Akranesi og víðar. Við erum senni- lega að toppa hin félögin í eftir- gjöfum og afsláttum.“ Dala-Rafn, sem hefur höfuð- stöðvar í Vestamannaeyjum, krefst 8,3 milljóna króna í bætur vegna samráðsins, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Dala-Rafn fer eitt útgerðarfélaga í mál Taka átti Kenneth Foster, sem var ökumaður flóttabíls í vopnuðu ráni sem endaði með mannsdrápi, af lífi í fangelsi í Texas í fyrrinótt, en Rick Perry, ríkisstjóri Texas, ákvað á elleftu stundu að dómnum skyldi breytt í lífstíðarfangelsi. Mikil mótmæli höfðu verið gegn fyrirhugaðri aftöku Fosters. Larry Cox, talsmaður Amnesty International, sagði aftöku manns, sem ekki hleypti af skoti, vera „hneykslanlega misbeitingu laganna“ Aftaka Fosters hefði orðið sú 24. í Texas í ár. Lífi dauða- dæmds þyrmt Umsókn Nova um að reisa fjarskiptamastur við Háteigsveg 43 hefur verið dregin til baka. Fjöldi athugasemda barst skipulags- og byggingar- sviði vegna umsóknarinnar, meðal annars vegna hugsanlegra krabbameinsáhrifa mastursins á íbúa í kring og skólabörn í Háteigsskóla. Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nova, segir umsóknina hafa verið afturkall- aða meðal annars vegna þessara athugasemda. „Við ákváðum að draga umsóknina til baka á meðan við ræðum við sérfræð- inga og skoðum hvernig hægt er að standa betur að málinu.“ Hætt við Háteigsmastur Hundurinn Rocky í Limerick-fangelsinu á Írlandi finnur svo mikið af fíkniefnum að fangarnir hafa sigað leigumorð- ingja á hann. Að sögn norður- írska dagblaðs- ins The Belfast Telegraph eru fangarnir orðnir svo pirraðir á velgengni hundsins að þeir hafa beðið kollega sína utan veggja fangels- isins að drepa hann. Fangelsið er nánast fíkniefna- laust þökk sé hundinum, og hefur heimsóknum fækkað um 30 prósent síðan hann hóf störf. Ætla að koma fíkniefnahundi fyrir kattarnef

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.