Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 34

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 34
F yrir um sjö árum mátti í fyrsta skipti sjá þjóðina sem heild fela sorg sína í hendur gervihnatta- öld. Ungur maður, Einar Örn Birgisson, var myrtur á hrotta- fenginn hátt og landsmenn, sem á þeim tíma voru á tanntökuskeiði í heima- síðugerð og bloggfærslum, skrifuðu nafn sitt á heimasíðu sem búin var til í minningu Einars. Frá þeim tíma hefur margt breyst og í vor sem leið lést Ásta Lovísa Vilhjálmsdótt- ir úr krabbameini en hún hafði leyft netverj- um að fylgjast með baráttu sinni við sjúk- dóminn og komið fram í sjónvarpi og blöðum. Þegar hún lést breyttist bloggsíða hennar umsvifalaust í minningarsíðu þar sem les- endur, mest allt ókunnugir, skildu eftir ekki aðeins nafn sitt heldur örfá kveðjuorð. Í dag eru liðnir um fjórir mánuðir frá því Ásta Lovía lést en enn í dag eru á milli 200-300 heimsóknir á síðuna hennar hvern dag og frá upphafi eru gestir orðnir tæplega 700.000 talsins. Minningarsíður eru þó ekki allar þeirrar gerðar að fá mörg þúsund heimsóknir og kveðjur. Þær eru af ýmsu tagi og á sumar þeirra er ef til vill bara einn sem skrifar, getur jafnt verið frænka, móðir, dóttir eða vinur, og á aðrar eru nokkrir, þá vinir og/eða ættingjar, sem sjá um skrifin. Oft er talað beint til þess látna, hann ávarpaður og honum sagt hvað á daga þess sem lifir hefur drifið. Jafnt fræddur um það að það skuli eldaðar kjötbollur í kvöldmatinn sem og að forstofan hafi verið máluð um síðustu helgi. Flestar síðurnar eru þó þannig úr garði gerðar að allir geta skilið eftir kveðjur, jafnt þeir sem þekktu til hins látna sem og ókunnugir. Þess sem minnst er, kvaddi þennan heim yfirleitt fyrir um einu til tveimur árum síðan, en í skóginum má líka finna síður þar sem skrifað er til fólks sem lést fyrir um meira en 20 árum. Heimasíður, svo sem svokallaðar myspace- síður, þar sem vinir geta skilið eftir skilaboð sem allir sjá, geta svo óvænt breyst í hálf- gerða minningarsteina en nokkur dæmi íslensk mátti finna um það að þegar sá sem átti síðuna féll til dæmis skyndilega frá fóru vinirnir – sem áður höfðu skilið eftir hvers- dagslegar kveðjur – að senda hina hinstu kveðju. „Sakna þín, vona þú sért að gera eitt- hvað verulega skemmtilegt þarna uppi.“ Þróun þessi hefur gengið fremur hratt fyrir sig og skiptar skoðanir um hvort hún sé góð eða slæm. Þetta er svo sem ekkert allt nýtt undir nálinni. Þótt formið hafi breyst. Í dag vafra ókunnugir um á netinu milli minning- arsíðna ókunnugra en áður gengu þeir kannski um kirkjugarða og skoðuðu leiði þeirra og lásu svo minningargreinar í Morgunblaðinu. Helsta nýjungin er kannski sú að ókunnugir sendi samúðarkveðjur og minningarorð og séu í andlitslausum sam- skiptum við nánustu aðstandendur. Sorgin er því í beinni útsendingu í orðsins fyllstu merkingu og þá er það spurningin sem brennur á mörgum: Er þetta góð þróun eða slæm? Er nútímamaðurinn sífellt orðinn fjarlægari hinum „raunverulega“ heimi sorgarinnar og dauðanum eða er ekkert eðli- legra en að nota best vin mannsins – inter- netið – í því að nálgast og deila sorginni? Pétur Pétursson, prófessor við guðfræði- deild Háskóla Íslands, segir að þessi þróun sé merkilegt fyrirbæri á nýjum miðli. „Að sjálfsögðu hafa þeir sem syrgja gert það áður að skrifa um sorgina og fá útrás fyrir hana í dagbókarformi og bréfum. En þetta er nýr miðill sem gefur nýja möguleika. Það að ókunnugir finni sig í að lesa síðurnar og skilja eftir samúðarkveðjur getur oft snúist um það að fólk er að bæta sér upp einangrun og þá liggur það á netinu og reynir að ganga inn í mannleg samskipti í gegnum netið. Ef slíkt er viðbót við önnur mannleg samskipti myndi ég ekki halda að þetta sé eitthvað sjúklegt eða óeðlilegt en þetta getur virkað þannig að fólk loki sig af og gerir það að verkum að fólkið leitar ekki eðlilegra sam- skipta og tali augliti til auglitis við fólk um erfiða hluti og þjáninguna. Þannig getur það endað svo að fólk sitji uppi með sorgina og vinni sig ekki út úr henni,“ segir Pétur. Reynst getur fólki vel að skrifa og tjá sig um sorgina að sögn Péturs, minningargreinar Morgunblaðsins hafa séð um að þjóna þeirri þörf hingað til og oft geta minningargreina- skrif opnað fyrir frekari samskipti þar sem aðstandendur geta þá hringt og þakkað fyrir greinarnar. Hins vegar ef útrásin fyrir sorg- ina færist meira inn í bloggheiminn getur það komið í veg fyrir að unnið sé úr sorginni með hjálp mannlegra samskipta á breiðari grund- velli og sé það varhugavert. Að sitja við tölvu og sýna ekki andlit geti orðið mjög einangr- andi. Og kemur ekki í staðinn fyrir sálusorg- un. „Fólk þarf að leita til presta, sálfræðinga og vina og sitja augliti til auglitis. Þannig á úrvinnslan sér stað og mannlegur þroski. Ekki frekar en það er hægt að setja lítið barn fyrir framan tölvu og ala það upp eftir forriti, er hægt að fara í gegnum sorgina þar.“ Pétur hefur rannsakað minningargreinar í Morgunblaðinu og segir þær vera upphaf sorgarúrvinnslu og það sama megi segja að geti verið tilfellið með skrif á netinu. Ókunn- Sorgin er því í beinni útsendingu í orðsins fyllstu merkingu og þá er það spurningin sem brennur á mörgum: Er þetta góð þróun eða slæm? Í internetminningu manns Enginn fer varhluta af því að öldin er önnur. Frá þeim tíma þegar dauðinn var daglegt brauð og látnir voru geymdir inni á heimilinu þar til voraði er langur vegur. Líkt og margt annað sem áður kostaði göngutúra og samskipti augliti til auglitis, hefur dauðinn hreiðrað um sig á internetinu og skrifi maður orðið „minningarsíða“ á www.google.com fást upp undir 10.000 leitarniðurstöður. Júlía Margrét Alexandersdóttir skoðaði ný heimili syrgjenda og samúðarvotta. „Hafið það annars got t og elsku Þrándur minn, vonandi að þetta ár m uni vera þér auðveldara lí ka eins og okkur. Söknuðu r til þín er mikill og maður hugsar mikið til þín og ég finn mikið fyrir þér sem mér finnst gott og nota legt að geta spjalla við þig svona hvar sem ég ste nd.“ “Elsku Bára. Langaði bara að láta þig vita hvað ég hugsa oft til þín og tala um þig og þá sérstaklega ég og Dóra, okkur þykir svo vænt um þig. Það er alltaf það fyrsta sem við gerum þegar í vinnu er komið, að kveikja á tölvunni og fara inná þessa síðu.” „Þessi síða var gerð til minningar um þig svo allir geti fengið að vita að þú varst til yndið mitt. Ég finn það í hjarta mínu hversu ánægð þú ert með það elsku engillinn minn og hversu stolt þú ert af mér. Við kynntumst of stutt því ég var bara nokkurra mánaða þegar þú fórst. Samt eru minningarnar sem ég hef heyrt um þig svo raunverulegar. (…) Yndislega konan mín biður að heilsa.“ „Jæja strákar, þá er ég alveg að verða búin að ákveða hvernig hjól ég fæ mér. Nú hlærðu örugglega Hlynur, ættir að vita að ég skipti um skoðun oftar en ég veit ekki hvað. Já og er líka búin að ákveða að fá mér annað tattú.” „Mínar dýpstu samú ðarkveðjur til barna og fjölskyldu Ástu L ovísu. Ég sit hérna g rátandi, þrátt fyrir að hafa ekki þe kkt hana persónuleg a.“ „Æ... Ég vonaði svo heitt og innilega og beið eftir kraftaverk i. Vildi að hún hefði fengið meiri tíma með börnunum og h onum Didda sínum. (…) Ég mun a.m.k. aldre i gleyma henni Ástu , þótt ég hafi ekki þe kkt hana neitt nema gegnum bloggið.“ „Ég er alveg orðlaus . Það er svo stutt síð an hún var að skrifa hérna á barnalandi og á bloggið sitt, og svo er hún bara f arin :’( Ég sit hérna grátandi, því þótt ég hafi ekki þekkt han a persónulega, þá fannst mér ég samt „þekkja“ hana í geg num bloggið og kíkt i á það oft á dag.“ „Æ plís, vertu ekki m eð einhvern pólitísk an áróður á Guð mit t inní þessum sorgle gu fréttum, lágmark að leyfa fól ki að melta það fyrs t að manneskja sem snerti sálina hjá mö rgum sem gáfu henni the time of da y til að hlusta á það sem hún hafði að se gja.“ „Hmm...Elsku besta bekkjarsystir mín. Veit ekki hvort að það sé internet þarna hjá þer, en ég þú ert örugglega að fylgjast með mér skrifa þetta! Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.