Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 42

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 42
hús&heimili ÞUNGIR LAMPASKERMAR í viktoríönskum stíl geta verið einstaklega hallærislegir en um leið alveg undurfagrir. Stórir og þungir skermarnir, sem oft eru í dökkum litum, varpa dulúðlegri birtu í rýmið. Slíkir lampar eru ekki á hverju strái þessa dagana en þó má finna einn og einn. Á vefsíðunni www.etsy.com má finna úrval skemmtilegra hluta, þar á meðal lampaskerma í viktoríönskum stíl eins og þessa tvo. DONNA WILSON hannaði þennan fótaskemil sem hún kallar Motley. Hún dregur hug- myndina frá Chesterfield-stólunum sígildu en eins og sjá má er litrófið mun breiðara. Motley er einnig til úr hand- prjónaðri ull og í fjórum mismunandi litum. „Ég er rosalega mikið fyrir kaffi. Finnst gaman að hella upp á kaffi, bjóða fólki upp á kaffi og drekka kaffi,“ segir Steinunn Ketilsdóttir, danshöfundur og einn af skipu- leggjendum Reykjavík Dance Festival, glöð í bragði. Eftirlæt- is kaffikönnuna sína, sem er lítil espresso-kanna fyrir eldavélar- hellu, fékk Steinunn að gjöf frá systur sinni. Um tíma bjó Steinunn í New York og þar segist hún hafa lært að njóta kaffis og hvernig eigi að hella upp á góðan bolla, en það var amma vinkonu hennar sem kenndi henni réttu brögðin. „Hún er frá Panama, þar sem er rík hefð fyrir kaffidrykkju, og því skiptir það hana miklu máli hvernig hellt er upp á,“ segir Steinunn, sem hefur tileinkað sér listina með góðum árangri. En það er ekki bara góð kaffiþekking sem Steinunn tekur með sér úr vestri heldur hefur hún líka flutt inn dansara frá borginni góðu sem munu sýna dansverk í Verinu á Seljavegi í kvöld og annað kvöld klukkan átta. „Verkið okkar er hluti af Reykja- vík Dance Festival og heitir Crazy in Love with Mr. Perfect. Við erum tveir dansarar, ég og Brian Gerke, og við höfum tekið góðan hluta sumars í að undirbúa þetta,“ segir hún, en jafnframt því að taka þátt í sýningum er hún einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar í ár. Dansarinn knái bætir því við að dansunnendur eigi eftir að njóta sín vel í Verinu. „Með því að setja upp þrjú stór svið í skemmunni höfum við skapað kjöraðstæður fyrir bæði áhorfendur og dansara. Þetta er sannkallaður ævintýra- dansheimur!“ segir hún að lokum og fær sér sopa af kaffi. margret@frettabladid.is Að hætti ömmu í Panama Steinunn Ketilsdóttir, danshöfundur og einn af skipuleggjendum Reykjavík Dance Festival, hefur unun af því að hella upp á gott kaffi með aðferð sem hún kynntist í gegnum gamla konu frá Panama. Steinunn Ketilsdóttir með könnuna góðu. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd á heim- ili Valgerðar Árnadóttur. Útgáfufélag: 365 - miðlar ehf, Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík, sími: 512-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517-5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. lýsing 1. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.