Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 44
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir - Húsið er aðeins örfáa kílómetra frá Akureyri - Kyrrð og ró með frábæru útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð - Fullbúið hús með þremur herbergjum og svefnlofti, vönduðum innréttingum og búnaði - Heitur pottur og hiti í gólfum, stór verönd og grill - Leigist minnst í tvær nætur í einu Höfum milligöngu um sjóstangveiði og hestaferðir. Kjörið fyrir brúðhjón, fjölskyldur, starfsmannafélög eða aðra sem vilja eiga notalegar stundir í stórkostlegu umhverfi. Upplýsingar veitir Eva Reykjalín netfang: evareykjalin@simnet.is eða Elvar í síma 892 9795 VAÐLA VILLAN LÚXUSHÚS Í HEIÐINNI EKTA GISTING OG SPORT við Akureyri 1. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR Valgerður Árnadóttir, kölluð Vala, er deildarstjóri hjá húsbúnaðar- deild Next í Kringlunni, ljósmynd- ari og hönnunartæknir svo fátt eitt sé nefnt. Hún deilir íbúð með móður sinni í hjarta borgarinnar, en þar eiga Vala og sjö ára sonur hennar, Benjamín, sinn helming meðan móðir hennar býr í hinum helmingnum. „Mamma hefur búið hérna í tæp tíu ár og ég svona annað slag- ið. Fyrir einu og hálfu ári ætluðum við að búa hjá henni tímabundið en öllum líkaði samveran svo vel að við Benjamín erum enn ekki farin,“ segir hún og hlær en Vala átti meðal annars heima í Dan- mörku í nokkur ár þar sem hún stundaði nám í hönnunartækni. „Ég fór í hönnunar- og við- skiptaskólann Teko Center í Herning á Jótlandi. Þar sérhæfði ég mig í námi sem gengur út á hvernig koma eigi hönnun í fram- leiðslu. Ég starfaði náið með hönn- uðum og hafði innkaupastjórn sem aðalfag, en innkaupastjórn í þessu fagi gengur út á að komast að því hvernig best sé að nálgast efni og finna sérhæfða framleið- endur,“ segir Vala en undanfarið hefur hún í frítíma sínum unnið að slíkri stjórnun fyrir fatamerki sem bráðlega kemur á markað. Jafnframt því hefur hún, ásamt vinkonu sinni Evu Guðbjörnsdótt- ur, unnið að ljósmyndasýningu sem nú hangir uppi í Gallerí Gel á Hverfisgötu. Spurð að því hvernig hún eign- ist húsgögn og innanstokksmuni segist Vala fá þau eftir ýmsum leiðum. „Fyrir nokkrum árum var ég með allt í tekk og fúnkisstíl, en fékk leið á því þegar ég flutti heim frá Danmörku og seldi öll húsgögnin. Núna er ég með svart- an og hvítan mínimalískan stíl hjá mér en er samt alltaf að skoða hönnunarblöð ásamt því að versla í Next og kíkja í Ikea og Góða hirðinn, svo stíllinn er í stöðugri mótun,“ segir þessi fjölhæfa kona að lokum. Áhugsamir um ljósmyndasýn- inguna geta kíkt á www.myspace. com/evalanches margret@frettabladid.is Erfðagripir og mínimalismi Í miðju póstnúmeri 101 búa mæðgur tvær ásamt hinum sjö ára gamla sverðasafnara Benjamín. Móðirin hefur dálæti á antik og gömlum munum en dóttirin segist skipta um stíl á nokkurra ára fresti. Margir nytjahlutir geta breyst í skraut- muni með tímanum og því um að gera að fara vel með eigur forfeðranna. Dúa og Krummi eru óneitanlega krútt- legir kettir. Sólin kastar geislum sínum á vesturgluggann. Barbídúkkan situr spök á kistli eftir að hafa tekið þátt í módelstörfum fyrir Völu, sem er ljósmyndari, hönnunartæknir, deildarstjóri og mamma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sverðasafn Benjamíns, sonar Völu, hefur hér fengið góðan samastað og útkoman hreint augnayndi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fegurri klukku er vart að finna í borg- inni. Þessi gripur er í eigu móður Völu og hefur haldist í fjölskyldu þeirra mæðgna síðustu fimm ættliði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.