Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 54

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 54
hús&heimili Grand hótel við Sigtún hefur gerbreytt um svip. Það tók nýlega í notkun fjór- tán hæða turn sem tengdur er við gamla hótelið með glerbyggingu er nefnist Mið- garður og hýsir móttöku og bar. Allt er húsnæðið hið glæsilegasta og bregða tvö stór glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð á það hátíðlegum blæ. Annað þeirra er yfir innganginum og heitir Sýn völvunnar. Hitt er í millibyggingunni og er þema þess Völuspá. Þá eru setningar úr Hávamálum við móttökuborð og bar, þannig að gest- ir geta glöggvað sig á speki þeirra. Vatns- listaverk í forsalnum vekur líka athygli. Guðjón Magnússon er arkitekt að ný- byggingunni. Hann var einnig í ráðum við val á innréttingum og húsgögnum og lagði þar áherslu á létt yfirbragð. Á Grand hóteli eru 314 vel búin herbergi, þar af 209 í hinum nýja turni. Á 14. hæð hans eru fundarsalir með frábæru útsýni yfir borg- ina og flóann. Sýn völvunnar nefnist listaverk Leifs Breiðfjörð yfir dyrum. Nútíðin kallast á við Eddu Snorra Völuspá vakir yfir bistro-barnum. Leitun er að flottari forsal en á Grand hóteli við Sigtún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýr inngangur er inn á hótelið. Herbergin eru búin þýskum gæðahúsgögnum. Salarkynnin eru víð og björt. Grand hótel hefur gerbreytt um svip. Tvö stór glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð prýða inngang og millibyggingu hótelsins og vísa þau bæði til Snorra-Eddu. Efnalaugin Björg Gæðahreinsun Góð þjónusta Þekking Opið: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00 1. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.