Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 63

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 63
ugir skrifa hins vegar ekki grein í Morgunblaðið en fjölmargar kveðj- ur berast hins vegar frá vandalaus- um á minningarsíðurnar og í mörg- um kveðjum má greina sterkar tilfinningar þar sem þeir segjast ekki geta hætt að gráta. Pétur segir það vera vel þekkt að það sé auð- veldara að lifa sig inn í annarra manna sorg en opna sína eigin og þeir sem lifi sig inn í þetta að þessu leyti eigi oft óuppgerðar sorgir. „Í slíkum tilfellum er yfirleitt um svo- kallaða tilfærslu að ræða. Það er að segja, að þegar fólk er að lifa sig inn í sorg ókunnugra er þar eitt- hvað sem snertir þá vegna þeirra eigin reynslu sem þeim finnst erf- itt að tengjast og þurfa því að tengj- ast því í gegnum aðra.“ Kolbrún Baldursdóttir sálfræðing- ur vill að hluta til skýra það að fólk lifi sig svo inn í sorgir annarra með því að Íslendingar séu almennt séð mjög samúðarfullir. Þjóðin sé til- finningarík, hafi mikla þörf fyrir að tjá sig og það hafi margsinnis sýnt sig að þegar áföll dynji yfir sé hún ein stór fjölskylda. Blogg um sorgir, missi og baráttu við sjúk- dóma sé þó ekki leið sem henti öllum. „Þeir sem skoða síður þar sem fólk er til að mynda að berjast við sjúkdóma reglulega fyllast oft spennu og eftirvæntingu sem væri þeir aðilar máls. Því meira sem þeim er boðið að ganga inn í líf ein- staklingsins því meira finnst þeim þeir þekkja eiganda síðunnar og þegar og ef áfallið kemur, upplifa þeir sorgina allt að því sem væru þeir nákomnir ættingjar.“ Kolbrún telur einnig að ástæður þess að fólk skrifi á opnum heima- síðum um persónulega sorg vera þá að samfélagið sé mjög breytt. „Það sem eitt sinn var „tabú“ að ræða er nú orðið algengt og opið. Það sem eitt sinn þótti einkamál er nú allra og svona mætti lengi telja. Við höfum að mörgu leyti misst okkur í að auglýsa innstu þarfir, hugsanir og hvatir. Til- finningar eru að manni finnst jafnvel til sölu eða liggja á lausu fyrir hvern þann sem vill. Má slíkt sjá í raunveruleikaþáttum þar sem fólk elskar, hatar og syrgir í beinni.“ Að blogga um sorgir og missi hefur bæði slæmar og góðar hlið- ar að mati Kolbrúnar. Þarna sé farvegur fyrir mikið tilfinninga- flóð og það sé gamalt og gilt með- ferðarúrræði að skrifa sig frá vanlíðan og sorg. Á heimasíðunni safna syrgjendur að sér fólki og fallegum orðum. Stuðningur alls þess er eins og einn stór klettur sem viðkomandi getur hallað sér upp að. „Svo eru aðrir sem finnst þeir vera að gengisfella sorg sína og tilfinningar með því að skrifa opinberlega um þær. Þeir upplifa slíka opinberun sem vanvirðu við ástvini sína þar sem að einungis sé hægt að deila svo viðkvæmum hlut með nánustu vinum og ætt- ingjum þar sem fullt traust ligg- ur fyrir. Fyrir þessu fólki er þetta eins og óhreinkun á dýrmætum tilfinningum og kannski vill þessi hópur þess utan ekki heldur taka áhættuna á því að fá neikvæð við- brögð frá ókunnugu fólki á net- inu.“ Slíkt getur komið fyrir – að fólk fái neikvæð viðbrögð eða að illa sé farið með þær upplýsingar sem á heimasíðunni eru gefnar og það getur verið mikið áfall fyrir viðkomandi og skapað enn meiri vanlíðan en ella. „Annað sem mætti spá aðeins í er hvar þetta endi svo allt saman. Daglegur trúnaður við bloggið getur auð- veldlega orðið vanabindandi og ef viðkomandi hefur allt að því ein- ungis verið að blogga um sorg, missi og veikindi hlýtur það að taka enda einn góðan veðurdag. Það eru ekki endalaust nýjar framfarir eða bakslög. Allt tekur enda um síðir og einn góðan veð- urdag er jafnvel ekki svo mikið að blogga um. Ef bloggfærslur um svo viðkvæm málefni verða að enda er hætt við að það mynd- ist tómarúm hjá þeim sem skrifar á síðuna. Allur stuðningur sem viðkomandi bloggari þreifst á er ef til vill horfinn einn daginn og slíkt geta verið mikil viðbrigði.“ „Það er ofboðslega mikið rok úti og það hvín í öllu hérna. Ég er ein heima. Mömmu finnst oft svo gott að vera ein með hugsunum sínum. Þú veist vonandi hvað mamma elskar þig heitt og innilega prinsessan mín.“ „ÉG veit ekkert hver þið eruð og þið vitið ekkert hver ég er. Ég datt inná þessa síðu óvart, ég var bara að leita á google. is. En ég samhryggist innilega og ég vona að þið náið ykkur upp úr þessum hrikalega missi.“ LENGRI HELGI FRÁ 10 TIL 18 LAUGARDAG OG FRÁ 13 TIL 17 SUNNUDAG Á LAUGAVEGI HVERGI Á LANDINU ERU FLEIRI NÚ ER OPIÐ VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR EN VIÐ LAUGAVEG FÓLKIÐ Í BÆNUM WWW.LAUGAV.IS LAUGAV@LAUGAV.IS HAGSMUNASAMTÖK VERSLUNAR OG ÞJÓNUSTU VIÐ LAUGAVEG BASK LAUGAVEGI 95 FRIIS-COMPANY LAUGAVEGI 55 RÁÐHÚSBLÓM BANKASTRÆTI 4 RE YK JA VI K ST OR LA UG AV EG I 86 -94 , S: 51 1-20 SIA LAUGAVEGI 86-94 LIGGALÁ LAUGAVEGI 67 COUTURE LAUGAVEGI 86-94 EVA LAUGAVEGI 89 MONA LAUGAVEGI 66 REYKJAVÍK PIZZA COMPANY LAUGAVEGI 81 G-STAR LAUGAVEGI 86-94 GALLERÍHÚSIÐ LAUGAVEGI 91 66° NORÐUR BANKASTRÆTI 5 GK REYKJAVÍK LAUGAVEGI 92 MAIA LAUGAVEGI 86-94 [Tískuhús á tveimur hæðum] [Tískuvöruverslun] [Fylgihlutir] [Tískuverslun] [Tískuverslun með eigin hönnun] NAKTI APINN BANKASTRÆTI 14 [Tískuvöruverslun] VÍNBERIÐ LAUGAVEGI 43 [Blómabúð] [Veitingastaður] [Barnavörur][Tískuverslun] [Tískuverslun] [Tískuverslun] [Húsbúnaður] [Tískuverslun] WWW.LAUGAV.IS // LAUGAV@LAUGAV.IS Visa og Landsbankinn eru bakhjarlar Fólksins í bænum. Í VERSLUNUM OKKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.