Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 76
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Hitinn og svitinn sem fylgdi
keyrslunni frá Zion-þjóðgarðinum
í Utah til Las Vegas var óbærilegur.
Til að sleppa lifandi út úr Nevada-
eyðimörkinni var ræst fyrir sólar-
upprás þegar borg syndanna var
yfirgefin. Þótt steikjandi sólin væri
ekki risin úr rekkju gengu spila-
vítin eins og vel smurð vél. Klukkan
sex á mánudagsmorgni sátu menn
við spilaborðið með drykk og
vindling í hönd eins ekkert væri
eðlilegra. Við yfirgáfum hið synd-
samlega líferni, á hraðferð út úr
eyðimörkinni á trúaðri slóðir.
Mormónaríkið Utah kom mér
mikið á óvart. Ég átti von á hreinni
náttúru og stórbrotnu landslagi,
sem vissulega má finna í fjölmörgum
þjóðgörðum og víðar um ríkið. En
keyrslan eftir hraðbrautinni, frá
eyðimörkinni í suðri til skóglendisins
í norðri, bar vott um mikinn
þungaiðnað og mengun. Auk þess
keyrðu heimamenn eins og þeir
ættu lífið að leysa, sem gerði
ferðalagið stressþrungið. Okkur
létti því þegar við lögðum bílnum
ósködduðum í höfuðborg ríkisins,
Salt Lake City. Yfirmormóninn,
Brigham Young, lagði hornstein að
borginni árið 1847. Fylgisveinar
hans er mjög áberandi í borginni,
sem og nærliggjandi sveitum.
Heilögustu kirkju og höfuðstöðvar
trúarhreyfingarinnar er að finna í
miðborg Salt Lake City. Álfslegir
mormónar streyma inn í kirkjuna,
sem lítur út eins hvítur kastali. Út
úr höfuðstöðvunum, sem teygja sig
til himins tugi hæða, þramma jakka-
fataklæddir trúboðar, líkt og her-
menn á leið í orrustu. Um tíma leið
mér sem ég væri staddur í Disney-
teiknimynd, nema hvað Andrés var
hvergi sjáanlegur (var ég kannski í
hlutverki andarinnar?). Mormóna-
trú lítur áfengi hornauga og öll
öldurhús í borginni eru því sett upp
sem einkaklúbbar, því aðeins þeim
er leyfilegt að selja vínanda. Ég er
því núna orðinn meðlimur í
einhverjum kjánalegum klúbbi í
Utah; veit ekki hvort að ég nýti mér
það mjög mikið. Borgin sjáf var
annars lítið frábrugðin öðrum
stórborgum Bandaríkjanna. Finna
mátti góða veitingastaði og bari ef
bíll var við hönd og menn til í að
eyða hálftíma í bílferð til að ná
áfangastað.
Frá Utah var stefnan tekin á
Yellowstone- og Teton-þjóðgarðana.
Wyoming er kúrekaríki af guðs
náð. Kúastrákarnir brölta þó ekki
lengur um á hestum, heldur keyra
um á mótorfákum. Líkt og forverar
þeirra höfðu stað til að binda hesta
sína á öldurhúsum villta vestursins
eru kúrekar boðnir velkomnir í dag
með, „Bikers Welcome“ skiltum á
börum ríkisins og mörg hótel bjóða
upp á „Complimentary Bike Wash“.
Ummerki byssuglaðra manna má
sjá á vegaskiltum víðsvegar um
fylkið. Mörg þeirra líta út eins og
gatasigti, eftir að hafa verið notuð
sem skotmörk.
Við keyrðum hratt gegnum Teton-
þjóðgarðinn með há sandsteinsfjöll
til beggja handa. Stuttu eftir kom-
una inn í Yellowstone var mér litið í
austur, og sá ég stóran vísund
hlaupa í átt að bílnum. Hjarta mitt
tók kipp. Þessir villtu uxar eru
merkileg dýr. Loðinn frampartur,
hnúður og stór haus einkenna þessa
stæltu forneskjulegu veru. Okkur
tókst að skjótast undan hornum
dýrsins. Kannski var það rauður
litur bílsins okkar sem kveikti í
bola. Ef til vill ekki, því þegar yfir
veginn var komið, snéri hann við og
reyndi við næsta bíl.
Yellowstone minnti á marga
vegu á Ísland. Meira skóglendi en
við eigum að venjast á Fróni, en
hverir og háhitasvæði. Ásamt
landslagi mótuðu af eldvirkni sem
kveikti á Íslendingnum í mér. Í
einni af fjölmörgum þjónustu-
miðstöðvum varð mér ljóst að ég
var ekki einn um að sjá þessa
samlíkingu. Á litlu safni um þjóð-
garðinn var umfjöllun um eld-
virkni og blasti þar við stækkuð
Morgunblaðsforsíða á vegg, sem
þakinn var blaðagreinum frá eld-
fjallasvæðum. Einhverra hluta
vegna kom íslenska forsíðan engan
veginn eldgosum við, ólíkt hinum
forsíðunum. Slys á Reykjanes-
braut og eitthvað fleira óeldvirkt
var í fréttum þennan daginn.
Kannski var íslenskukunnátta safn-
haldara ekki upp á marga fiska.
Eftir kalda nótt í tjaldi í
Yellowstone héldum við í norður,
til Montana. Kólnaði nú enn frekar
og er við fórum yfir fjallgarð á
ríkismörkum Wyoming og Mont-
ana lá fönn yfir fjallstindum. Þetta
heillaði ferðafélaga mína (sem og
mig) og hófst snjókast á fjallstoppi
milli krakka í stuttbuxum og
stuttermabol. Merkilegt nokk þá
fékk snjórinn bleikan ljóma þegar
hann var hnoðaður. Fengum við
seinna þá skýringu að þetta sé
vegna þörunga, sem lifa á toppi
fjallsins.
Þegar komið var niður á sléttur
Montana virtist himinninn stækka.
Þótt fjöll væri til beggja handa
voru þau það langt í burtu að
himinninn tók upp stærri hluta
sjónsviðsins en áður. Allt umhverfi
virkaði örsmátt í samanburði við
heiðbláan himininn. Skiljanlegt
hví ríkið er kallað „Big Sky
Country“.
Nú eru aðeins fimm dagar eftir
af ferðinni og um tvö þúsund mílur
á leiðarenda. Best að spýta í lófana
og setjast undir stýri, ef maður
ætlar að komast heim til Boston.
Heimspeki er það sem stendur á
milli lína í skáldsögum, af því að
viska heimsins býr í hinu ósagða.
Því skýtur skökku við að heim-
spekirit séu oft svona miklir doðr-
antar. En ég er ekki heimspeking-
ur og ég er ekki skáld. Ég kann
ekki þá list að dulbúa sögur né
heldur að hrófa upp hátimbraðri
speki, en skrái þessi atvik til að
gefa þögninni mál og minna á hið
gleymda.
Einar Már Guðmundsson:
Draumar á jörðu (2000)
Hér í Fbl. 4. ágúst er sagt í fyrir-
sögn, að fyrirferðarmikill Vest-
mannaeyingur hafi „viðhaft ömur-
lega framkomu“ – og þykir mér
undarlega orðað, enda af tagi hins
hræmulega stofnanamáls. Auðvelt
er að beita einni sögn, koma (vel/
illa) fram, haga sér, hegða sér,
láta.
Eftirfarandi klausa birtist í mark-
aðsblaði Fbl. 8. ágúst: „Áhrifanna
[af alþjóðlegu svipmóti íslensks
viðskiptalífs] verður þó ekki síður
vart í tungutaki áhrifamanna í við-
skiptalífinu. Þannig hafa góð og
gild íslensk orð á borð við vanmat
og skuldsetning, vikið fyrir hinum
engilsaxnesku undervalued og
leveraged.“ Er þetta ekki greið
leið til að týna tungunni?
„…eftir því sem bíllinn sé ekinn
hraðar,“ sagði fréttamaður á Stöð
2, 10. ágúst. Aka bílinn? Hingað til
hefur so. aka stýrt þágufalli, sbr.
orðatiltækið Gott er heilum vagni
heim að aka, sem fyrst kemur
fyrir í Egils sögu. Þá er viðteng-
ingarhátturinn misnotaður, sem
oftar. Eftir því sem bílnum er ekið
hraðar, er það nokkuð flókið?
Aðalfyrirsögn á netmiðlinum Vísi.
is 15. ágúst: Olíuverð hækkar í
verði. Er hægt að komast öllu
lengra í aulaskap? Er maður sem
skrifar svona fær um að gegna rit-
störfum? Hver er metnaður þessa
miðils?
Þessi braghenda varð til vestur í
Staðarsveit á Snæfellsnesi á liðnu
vori:
Lyfta brúnum Ljósufjöll á
lygnum degi.
Betra á vorið bjarta eigi
en brosi sól og vindur þegi.
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar: npn@
vortex.is