Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 88
Smalinn úr Mývatnssveit farinn til Noregs
Eyjólfur Sverrisson til-
kynnti í gær val sitt á landsliðs-
hópnum sem mætir Norður-Írlandi
og Spáni í næstu viku í undan-
keppni EM 2008.
Tveir nýliðar eru í hópnum, þeir
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og
Sverrir Garðarsson, báðir úr FH.
Ásgeir Gunnar var reyndar einnig
valinn í landsliðið í fyrra en kom
ekki við sögu þá.
Sérstaklega athygli vakti að
Eyjólfur valdi Eið Smára Guð-
johnsen í hópinn en hann hefur átt
við meiðsli að stríða.
„Hann er allur að koma til en ég
hef verið í góðu sambandi við hann
undanfarið. Hann er að æfa með
liðinu og er á réttri leið. Ég vonast
til að hann nýtist okkur eitthvað í
þessum leikjum,“ sagði Eyjólfur.
Arnór Guðjohnsen, umboðsmað-
ur og faðir Eiðs Smára, sagði hins
vegar að hann byggist ekki við því
að Eiður kæmi við sögu.
„Hann verður í kringum hópinn
og fær nú tækifæri til að hitta
lækni landsliðsins líka en hann
hefur verið í miklu sambandi við
hann. Ég efast samt um að hann
komi nokkuð við sögu í þessum
leikjum. Hann er engan veginn til-
búinn í það,“ sagði Arnór.
Eyjólfur valdi 22 leikmenn en
það kemur til þar sem margir leik-
menn gætu fengið leikbann í síð-
ari leiknum, fái þeir gult spjald
gegn Spáni.
„Við þurfum að vera við öllu
búnir. Þetta verða tveir gríðarlega
erfiðir leikir og við þurfum að
vera þéttir fyrir. Varnarleikurinn
þarf að vera til fyrirmyndar. Við
ætlum að standa okkur vel í leikj-
unum og vera þjóðinni til sóma.
Það er lykilatriði. Við fórum vel
yfir það í síðasta leik að það væri
gríðarlega mikilvægt að menn
væru stoltir að spila fyrir Íslands
hönd.“
Hann sagði að engin sérstök
markmið væru sett fyrir leikina,
hvað úrslit varðar. „Okkar megin-
markið, sérstaklega á móti Spáni,
er að sýna þjóðinni að við viljum
standa okkur vel og ganga af vell-
inum með reisn.“
Hann býst við því að spila 4-5-1
leikkerfið eins og hann gerði í
æfingaleiknum gegn Kanada.
Gengi landsliðsins til þessa í
keppninni hefur ekki verið gott en
í vor gerði liðið 1-1 jafntefli við
Liechtenstein á heimavelli og tap-
aði 5-0 fyrir Svíum ytra. Eyjólfur
var mikið gagnrýndur þá en hann
telur ekki að framtíð hans sé undir
í þessum leikjum.
„Það er alveg á hreinu að þetta
snýst ekki um mig. Ég er ekki að
velta því fyrir mér hvað mín per-
sóna hefur með þetta að gera. Ég
er að stjórna íslenska landsliðinu
og íslenska landsliðið ætlar að
standa sig og vera þjóð sinni til
sóma.“
Spurður hvort hann væri kom-
inn í þrot með liðið sagði hann að
svo væri alls ekki.
„Ég tel mig hafa af mikilli
reynslu að miðla. Ég var lengi í
atvinnumennsku og þekki þennan
heim mjög vel. Það er langt í frá
að ég sé kominn í þrot með liðið.“
Ísland mætir fyrst Spáni á Laug-
ardalsvelli á laugardaginn klukk-
an 20. Miðasalan á þann leik geng-
ur ágætlega en enn voru í gær um
fimm þúsund miðar eftir óseldir.
Leikurinn við Norður-Írland fer
fram miðvikudaginn 12. septemb-
er og hefst klukkan 18.05. Miða-
sala er einnig hafin á þann leik.
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær landsliðshópinn sem mætir Spáni og Norður-Írlandi í
næstu viku. Eiður Smári Guðjohnsen var valinn en faðir hans telur ólíklegt að hann verði orðinn leikfær.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, sagði á blaða-
mannafundi í gær að hann vildi
að landsliðið stæði sig betur en
það hefur gert í síðustu leikjum.
„Í síðustu undankeppni
fengum við fjögur stig og nú
erum við með fjögur stig. Ég vil
að við fáum fleiri stig og að
landsliðið sýni betri
frammistöðu heldur en í vor. Ég
vona að sú reynsla sem við
höfum úr vorleikjunum og fyrri
hluta keppninnar nýtist okkur og
að það verði breyting á leik
liðsins. Ég treysti Eyjólfi til
þess.“
Vill fleiri stig
Birna Valgarðsdóttir
er leikjahæsta landsliðskona
Íslands frá upphafi en hún verður
fjarri góðu gamni í dag þegar
íslenska liðið mætir Hollandi.
Birna er komin tæpa sjö mánuði á
leið og missir því af sínum fyrstu
landsleikjum síðan í desember
1995. Síðan þá hefur Birna spilað
alla 67 leiki íslenska landsliðsins.
„Þetta er frekar skrýtið og ég
vildi geta tekið þátt í þessum
leikjum. Ég er búin að spyrja
stelpurnar í Keflavík hvernig
þetta hefur gengið. Þær eru allar
að standa sig á æfingum þannig að
ég er glöð yfir því,“ segir Birna
Valgarðsdóttir, sem man eftir einu
skipti þar sem hún var í hættu að
missa af landsleik á þessum tólf
árum. „Þegar við fórum til Eng-
lands milli jóla og nýárs tognaði
ég illa á ökkla en einhvern veginn
náði ég að púsla mér saman og gat
spilað,“ segir hún. „Ég játa alveg
að mig klæjar alveg í fingurna,“
segir Birna sem ætlar að mæta og
styðja stelpurnar. „Að sjálfsögðu
ætla ég að mæta á leikinn,“ segir
Birna. Ísland mætir Hollandi á
Ásvöllum klukkan 16.00 í dag og
liðið á enn möguleika á að komast
upp í A-deild vinni það leikinn.
Holland vann alla þrjá leiki sína
síðasta haust, þar á meðal 66-61
sigur í Rotterdam í fyrri leik
þjóðanna.
„Ég hef alveg tröllatrú á
stelpunum að þær eigi eftir að
hanga í þeim og jafnvel vinna þær.
Það munaði rosalega litlu í fyrri
leiknum þannig að við eigum góða
möguleika í þessum leik,“ segir
Birna sem er hvergi nærri hætt í
körfunni. „Ég á að eiga 14.
nóvember. Ef allt gengur að óskum
þá verður maður byrjaður um
áramótin,“ segir Birna að lokum.
Með í öllum lands-
leikjum í tólf ár
Kvennalandsliðið
mætir Hollandi klukkan 16.00 í
dag á Ásvöllum í b-deild Evrópu-
keppni landsliða. Skeljungur mun
bjóða áhorfendum frítt á leikinn
en Skeljungur og KKÍ undirrituðu
á þriðjudaginn nýjan samstarfs-
samning en Skeljungur er orðinn
aðalstyrktaraðili landsliðs og
afreksstarfs KKÍ.
Frítt á leikinn
Hollenska landsliðið
sem mætir Íslandi í b-deild
Evrópukeppni landsliða kvenna
er mjög sterkt.
Frægasti leikmaður liðsins er
hin 193 sm háa Marlous Nieuw-
veen. Nieuwveen hefur spilað við
góðan orðstír á Ítalíu tvö síðustu
tímabil en var þar á undan með
Los Angeles Sparks í WNBA-
deildinni. Hún var með 9,3 stig og
7,8 fráköst á 26,3 mínútum með
Viterbo á Ítalíu síðasta vetur.
Með WNBA-
miðherja
BRETTIN UPP!
Frumsýnd 31. ágúst
með íslensku
og ensku tali!
Þú sendir
SMS skeytið
BT BTF á
númerið 1900.
Þú færð spurningu.
Þú svarar með því a
ð
senda SMS skeytið
BT A, B eða C á
númerið 1900.
Aðalvinningur
Toshiba Satellite fartölva + PSP tölva + leikir!
Aðalvinningur er Toshiba Satellite fartölva + PSP tölva + leikir!
Geggjaðir aukavinningar: Medion vídeóspilari, Playstation 3, iPod nano,
Panasonic tökuvél, Sony myndavél, GSM símar, Playstation 2 tölvur,Guitar
Hero, Gjafabréf frá Tónlist.is, bíómiðar á „Brettin upp“, DvD myndir,
Tölvuleikir, kippur af gosi og margt fleira!
*A
ða
lv
in
ni
ng
ar
d
re
gn
ir
út
ú
r ö
llu
m
in
ns
en
du
m
sk
ey
tu
m
. V
in
ni
ng
ar
v
er
ða
a
fh
en
tir
í B
T
Sm
ár
al
in
d,
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
. Þ
ú
fæ
rð
5
.m
ín
ti
l a
ð
sv
ar
a
sp
ur
ni
ng
u.
10.
hver
vinn
ur!