Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 90
 Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára Guðjohnsen, sagði í samtali við Fréttablaðið um miðjan dag í gær að landsliðsfyrirliðinn yrði ekki seldur frá Barcelona í bili. Meiðsli hans hefðu orðið til þess að feðgarnir vildu ekki fara í neinar alvöru viðræður við önnur lið. „Hann verður áfram hjá Barcelona, hversu lengi sem það verður. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Arnór. Hann sagði að Eiði hefði þó verið sýndur mikill áhugi eins og fréttaflutningur síðustu vikna gæfi til kynna. „Það hefur hellingur af fyrir- spurnum borist og búið að ræða við helling af félögum. En á þessum tímapunkti teljum við ekki æskilegt að hann flytji sig um set á meðan hann er meiddur. Hann vill sjálfur vera tilbúinn í slaginn þegar hann skiptir um lið og við höfum því ekkert verið að spá í neitt slíkt fyrr en hann verður góður.“ Spurður segir Arnór að mikið af tilboðum hafi einnig borist í Eið Smára, ekki bara fyrirspurnir. „Mörg lið hafa sent tilboð og örugglega fleiri en við vitum af. Mest af þessu fer í gegnum Barcelona, sem hefur svo samband við okkur. Forráðamenn Barcelona hafa aldrei sett neinn þrýsting á okkur en eins og gengur og gerist í fótbolta hefur allt staðið opið.“ Meðal þeirra félaga sem hafa verið orðuð við Eið eru Englands- meistarar Manchester United. Arnór vildi ekki bera kennsl á þau félög sem hefðu gert tilboð en vissi ekki til þess að Manchester United hefði gert það. Hann gaf þó sterklega til kynna að West Ham hefði gert tilboð. Hann segir erfitt að meta hversu alvarleg hnémeiðsli Eiðs Smára séu og hversu lengi hann verði frá. „Meiðslin hafa nú verið að hrjá hann í rúma tvo mánuði. Það eru reyndar ákveðin batamerki en það er samt ekki svo gott að hann sé tilbúinn í slaginn. Hann hefur ekki tekið þátt í neinni einustu æfingu, nema til að hlaupa smá. Hann er ekki tilbúinn að spila neinn fótbolta.“ Arnór segir að aðgerð á hnénu sé síðasti valkosturinn í stöðunni. Allt annað verði reynt fyrst. „Hnéð lítur ekki illa út á myndum en það er vökvasöfnun og fleira að angra hann í hnénu. Það gæti verið að hann þyrfti að fara í speglun bara til að sjá almennilega hvað er að hrjá hann.“ Hvað sem gerist segir Arnór að mikilvægt sé ekki að flýta sér um of. „Mér fannst til dæmis að Eto‘o (félagi Eiðs hjá Barcelona) hefði ekki verið tilbúinn þegar hann byrjaði aftur eftir sín meiðsli. Það er mikilvægt að ná sér 100% góðum áður en farið er á fulla ferð aftur. Eiður er þolinmóður og veit að það er betra að gefa sér einum mánuði meira en minna.“ Því má svo bæta við að nýlega var tilkynnt að Samuel Eto‘o yrði frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að Barcelona hafi borist mikið af tilboðum og fyrirspurnum um landsliðsfyrirliðann. Arnór hafi hins vegar tekið fyrir allar umræður þar til Eiður nái sér góðum á ný. Markið sem KR- ingurinn Bjarnólfur Lárusson skoraði eftir aðeins 10 sekúndna leik gegn FH í Kaplakrika í fyrrakvöld er annað fljótasta markið frá upphafi. Metið á Eyjamaðurinn Leifur Geir Hafsteinsson, sem skoraði eftir aðeins 8 sekúndur í 1-0 sigri ÍBV á KR 6. júlí 1995. Bjarnólfur komst hins vegar í annað sætið upp fyrir Sigþór Júlíusson, sem skoraði eftir aðeins 17 sekúndur í 1-0 sigri KR á ÍA 18. maí 1999. Annað fljótasta mark sögunnar Valskonur komust aftur á toppinn í Landbankadeild kvenna með því að vinna stórsigur á Breiðabliki, 6-0, á blautum Val- bjarnarvellinum í gær. Með sigr- inum náði Valur KR að stigum á toppnum en Valur hefur 13 marka forskot þegar litið er á markatöl- una. Liðin eiga nú bara tvo leiki eftir þangað til að þau mætast á KR-vellinum 13. september í væntanlega óopinberum úrslita- leik um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið náði þar með að hefna fyrir ófarirnar í bikarnum en Blik- ar slógu Íslands- og bikarmeistar- ana út úr átta liða úrslitunum fyrr í sumar. Fimm mörk Valskvenna komu á lokakafla hálfleikjanna og það sjötta rétt í upphafi leiks. Margrét Lára Viðarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í leiknum og þær Rakel Logadóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir gerðu hvor sitt markið. Nína Ósk skoraði bæði mörk sín á keimlíkan hátt eftir að hafa sloppið ein í gegn en hún kom inn á sem varamaður og spilaði bara síðasta hálftíma leiksins. Aðstæður til að leika knatt- spyrnu voru vægast sagt vondar enda völlurinn varla leikfær sökum vatnselgs. Dómgæslan var hins vegar í góðum gír en Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn í gær. Guðný lék fyrsta klukkutímann inni á miðju Valsliðsins í stað þess að vera í bakverðinum og var þá besti maður Valsliðsins. Markið sem hún skoraði var einkar lag- legt og án nokkurs vafa fallegasta mark leiksins. Sigur Valsliðsins var alltof stór miðað við gang leiksins en mörkin tvö sem Valur skoraði í lok fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Fram að því höfðu Blikar gerst ágengir upp við mark Vals. Valskonur hefndu fyrir bikarskellinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.