Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 94

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Rokkarinn Chris Cornell hyggst nýta væntanlega Íslandsferð sína vel en hann heldur tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 8. september. Rokkarinn kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, Vicky Karayiannis, á fimmtudaginn og fer ekki fyrr en á sunnudeginum. Til stendur að fara með skötuhjúin á snjósleða og fjórhjól og má fastlega gera ráð fyrir að hann ætli einnig að ná ferðaþreytunni úr sér í Bláa lóninu. Jafnframt verður blásið til mikillar veislu strax eftir tónleikana á laugardeginum á skemmtistaðnum REX en hann hefur hýst flestöll teiti þeirra stórstjarna sem leggja leið sína hingað. Með Cornell í för verður einnig umboðsmaður hans og til stórtíðinda gæti því dregið í íslensku tónleikahaldi. Sá sér víst einnig um að binda alla lausa hnúta hjá grunge-rokksveitinni Pearl Jam og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann í hyggju að skoða hér aðstæður fyrir Eddie Vedder og félaga. Fjölmargir tónleikahaldarar hafa reynt að fá Pearl Jam til landsins og heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé hafið vinnuferli sem miðar að því að fá rokkgoðsagnirnar hingað til lands, fyrr en seinna. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Concert, og var þögull sem gröfin þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Chris Cornell og Pearl Jam eru hins vegar bundin miklum vina- böndum og hefur verið töluverður samgangur þar á milli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að starfsmenn Concert muni því leggja sig enn meira fram við að gera allt sem best úr garði. Unnið að komu Pearl Jam Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Ýmsir viðburðir Ljósanætur í Reykjanesbæ rata ekki í formlega dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess er árleg súpu- og pylsugerð leynilögreglumannsins Lofts Kristjánssonar og konu hans Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur rithöfundar. Þau hjónin gera um 50 lítra af súpunni og eiga von á fjölda fólks í mat. „Við erum búin að gera þetta í 5-6 ár,“ segir Kristlaug. „Í fyrra komu um 80 manns í gumbó súpuna og flestir komu tvisvar, fyrst í kvöldmat og svo aftur eftir flugeldasýninguna. Við héldum að við hefðum gert nóg til að eiga afgang daginn eftir en það var ekki hægt að skafa dropa upp úr botni pottanna eftir daginn.“ Uppskriftin að súpunni er ættuð frá New Orleans en það tekur Loft 2-3 daga að útbúa hana. „Loftur fór til New Orleans fyrir 10 árum síðan og lærði súpugerðina af kokki þar,“ segir Kristlaug. „Hann sér alfarið um að gera súpuna, ég er bara aðstoðarkokkur. Reyndar hef ég reynt að gera hana af því að dagsdaglega er ég mun betri kokkur en hann. Ég varð þó að játa mig sigraða hvað súpuna varðar,“ segir Kristlaug og hlær. Helstu innihaldsefni súpunnar eru kjúklingur, “heilög þrenning” og svokallaðar anduille pylsur auk chili pipars og tabasco sósu. „Í þrenningunni er laukur, græn paprika og sellerí sem er sett í roux – smjörbollu sem er við það að brenna. Pylsurnar fást ekki hér á landi svo við þurfum að búa þær til og gerðum það um síðustu helgi. Svo byrjuðum við súpu- gerðina í fyrradag og ég er með þrjá potta á hlóðunum núna.“ Kristlaug segir að þau Loftur renni blint í sjóinn hvað fjölda gesta varðar. „Fyrir fimm árum síðan komu tíu manns og fjöldinn hefur vaxið ár frá ári. Kannski kemur enginn núna,“ segir hún og hlær. Hún segir að flestir gesta séu ættingjar eða vinir. „Stundum kemur fólk sem við þekkjum ekki neitt. Það eru allir velkomnir!“ „Við vorum að keyra út plakatið fyrir kvikmyndina Veðramót og höfðum farið í flestalla framhalds- skóla höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. „En þegar við komum í MR var okkur mein- að að setja plakatið upp sökum þess að á því sést stúlka vera að reykja. Við buðumst til þess að líma yfir sígarettuna en allt kom fyrir ekki, þetta mátti ekki út af sígarettunni,“ segir Halldór sem er sonur Guðnýjar Halldórsdóttur, leikstjóra myndarinnar. Yngvi Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, segir að regl- ur um þessi mál séu skýrar og að þeim sé hiklaust framfylgt. „Hér má ekki hengja upp neinar auglýs- ingar þar sem auglýst er áfengi eða tóbak,“ segir hann og tekur fram að það gildi einu hvort um sé að ræða beinar eða óbeinar auglýsingar. „Við förum enda eftir gild- andi reglugerð sem segir að reykingar séu bannaðar í og við skólann. Þessu fylgjum við stíft eftir.“ Yngvi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem aðila sé neitað um að hengja upp veggspjald á þessum forsendum. „Auglýsingar og annað verða náttúrulega að vera samkvæmt reglum skólans.“ Hann segist ekki hafa skýringar á því hvers vegna Menntaskólinn í Reykjavík hafi verið eini skólinn sem meinaði Dóra að hengja spjaldið upp. „Nú veit ég ekki hvernig þetta hefur verið útfært annars staðar. Hugsanlega hefur þetta bara verið hengt beint upp og enginn spurður um leyfi.“ Veggspjald Veðramóta bannað í MR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.