Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 1
Heimsþekktir hönnuðir
sýndu í New York BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Sigurður Júlíus Hálf-
dánarson, sem dæmdur var í sex-
tán ára fangelsi árið 1998 fyrir
manndráp af ásettu ráði, lét sig
hverfa frá áfangaheimili Verndar,
á Laugateig 19, á sunnudag og er
hans nú leitað. Sigurður var dæmd-
ur, ásamt tvíburabróður sínum,
fyrir að drepa mann á hrottalegan
hátt í Heiðmörk aðfaranótt 2.
október 1997. Bróðir hans var
dæmdur í tólf ára fangelsi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu staðfesti við Fréttablaðið í gær
að Sigurðar væri leitað en hún hefði
„allar klær úti“ í leitinni, eins og
aðalvarðstjóri komst að orði.
Erlendur Baldursson, deildar-
stjóri hjá Fangelsismálastofnun,
segir að Sigurðar hafi verið leitað
síðan á sunnudag. „Fangar sem eru
á Vernd fá að vera þar uppfylli þeir
ákveðin skilyrði. Á sunnudag kom í
ljós að hann hafði látið sig hverfa.“
Sigurður hafði verið á Vernd í á
fjórða mánuð en hann var að sögn
Erlends langt kominn með að taka
út refsingu sína, þar sem hann hefði
hagað sér vel í fangelsi og sýnt
betrunarmerki.
Þeir sem telja sig geta veitt upp-
lýsingar um hvar Sigurður heldur
sig eru beðnir um að hafa samband
við lögreglu í síma 444 1000.
Strokufanga leitað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað Sigurðar Júlíusar Hálfdánarsonar
síðan hann lét sig hverfa af vistheimilinu Vernd. Hann var að ljúka við afplán-
un á sextán ára fangelsisdómi fyrir morð. Lögreglan hefur „allar klær úti“.
Randver Þorláksson verður
ekki með Spaug-
stofunni í vetur.
Þetta staðfesti
hann í samtali
við Fréttablað-
ið. Hann vildi
ekki gefa upp
neina eina
ástæðu fyrir því
að hann verður
ekki með, sagði
að svona
gerðust kaupin
einfaldlega á eyrinni.
Örn Árnason, einn forsprakka
hópsins, sagði að þetta hefði
alfarið verið ákvörðun dagskrár-
stjóra RÚV, Þórhalls Gunnarsson-
ar. „Auðvitað erum við leiðir yfir
þessu. En hvað getum við gert?
Við erum fimm verktakar sem
vinnum fyrir sjónvarpið,“ sagði
Örn við Fréttablaðið í gær.
Þórhallur Gunnarsson vildi ekki
tjá sig um málið og vísaði á
Randver um ástæður uppsagnar-
innar.
Sagt upp á
Spaugstofunni
Mótvægisaðgerðum rík-
isstjórnarinnar vegna niðurskurðar
aflaheimilda er einkum ætlað að
styrkja innviði þeirra samfélaga og
svæða sem þær ná til.
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar-
innar kynntu aðgerðirnar í gær.
Með þegar kynntum flýtifram-
kvæmdum á sviði samgangna
verður tíu og hálfum milljarði
króna varið til aðgerða á næstu
tveimur fiskveiðiárum. Eru þá
ótalin aukin framlög til vísinda og
rannsókna sem á að tvöfalda á
kjörtímabilinu og hafa áhrif víða
um land.
Áhersla er lögð á að efla mennta-
stofnanir, styrkja atvinnuþróun og
sérstök rannsóknar- og nýsköp-
unarverkefni. Sveitarfélög verða
styrkt sérstaklega vegna minni
tekna og milljarði verður varið til
viðhalds og endurnýjunar opin-
berra bygginga.
Er áætlað að 500-600 ný störf og
námspláss skapist víða um land á
næstu tveimur árum.
Hallldóri Halldórssyni, for-
manni Sambands sveitarfélaga,
lýst vel á aðgerðaáætlun stjórn-
valda en telur að framlög til
sveitarfélaga þurfi að vera hærri.
ísmót
2007
úrslitFIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
Sala á Laugavegi 18,
húsnæði bókabúðar Máls og
menningar,
er á
lokastigi.
Halldór
Guðmunds-
son hjá
Máli og
menningu
staðfesti í gær að margir hefðu
boðið í húsið og að eitt kauptilboð
hefði verið álitlegra en önnur, en
gat annars ekki tjáð sig um
söluna.
Meðal þeirra sem buðu mun
hafa verið fyrirtækið Kaupangur,
sem á og ætlar að rífa gömlu
húsin við Laugaveg 4 og 6.
Forsvarsmenn Kaupangs neita
þessu hvorki né játa. Sala hússins
sé ófrágengin og því ótímabært að
ræða hana opinberlega.
Laugavegur 18
seldur fljótlega
Fagfólk ársins