Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 2
„Við erum að leggja
okkar á vogarskálarnir til að
skemmtistaðirnir verði öruggari,“
segir Bryndís Ísfold Hlöðvers-
dóttir, fulltrúi í Mannréttinda-
nefnd Reykjavíkur.
Fulltrúar Samfylkingarinnar
hafa lagt til að Mannréttinda-
nefndin beini því til Stefáns Eiríks-
sonar, lögreglustjóra höfuðborg-
arsvæðisins, að láta skoða öryggi
á salernum skemmtistaða vegna
ítrekaðra nauðgana þar. Með til-
lögunni fylgja umsagnir frá Neyð-
armóttöku vegna nauðgana og frá
Stígamótum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Neyðarmóttöku vegna nauðgana
var níu konum nauðgað eða þær
beittar öðru kynferðislegu ofbeldi
á skemmtistöðum í fyrra og sex
konur það sem af er þessu ári.
Langflest brotin séu framin á sal-
ernum viðkomandi staða. Í sumum
tilfellum hefur verið ruðst inn á
konurnar og oft séu fleiri en einn
gerandi.
„Langoftast er um fullframdar
nauðganir að ræða en einnig
nauðgunartilraunir,“ segir Eyrún
B. Jónsdóttir í umsögn Neyðar-
móttökunnar.
Eyrún leggur meðal annars til
að öryggismyndavélar taki upp
ferðir til og frá salernum og að
upptökur úr þeim séu geymdar
lengur en nú tíðkist með slíkar
myndavélar. Aðskilja þurfi salerni
kynjanna og ekki sé hleypt inn
fleirum en einum í einu. Utan
skemmtistaðanna þurfi að loka
húsaskotum og -sundum þar sem
hægt sé að vera óséður í skjóli
myrkurs.
„Við vonumst til að aukin örygg-
isgæsla og meðvitund fólks um að
gæta að gestum og hafa afskipti af
ofurölvi gestum, karlkyns sem
kvenkyns, geti komið í veg fyrir
þessi brot,“ segir Eyrún.
Í svipaðan streng er tekið í
umsögn Guðrúnar Jónsdóttur og
Ingibjargar Þórðardóttur hjá Stí-
gamótum.
Bryndís Ísfold segir tillöguna
setta fram nú í ljósi breytinga á
lögum um vínveitingaleyfi fyrir
skemmtistaði og breytinga á
öryggiskrðfum til slíkra staða.
„Við erum ekki að leggja til að
eitthvað sérstakt verði gert held-
ur að öryggið verði skoðað. Það
teljum við einfaldlega að sé mikil-
vægt,“ segir hún. Afreiðslu tilög-
unnar var frestað á síðasta fundi
Mannréttindanefndarinnar en
málið verður aftur á dagskrá í
næstu viku.
Myndavélar fletti ofan
af nauðgurum á krám
Lagt er til í mannréttindanefnd Reykjavíkur að beina því til lögreglustjóra að
skoða öryggi á salernum skemmtistaða til að sporna við ítrekuðum nauðgun-
um þar. Neyðarmóttaka vegna nauðgana vill myndavélar gegn nauðgurunum.
Harður jarðskjálfti
varð í gærmorgun skammt frá
strönd Indónesíu og mældist 8,2
stig á Richter. Að minnsta kosti tíu
manns týndu lífi og tugir særð-
ust.
Töluverðar skemmdir urðu á
byggingum við vesturströnd Súm-
ötru. Skjálftinn fannst í fjórum
löndum og háhýsi svignuðu í allt
að 2.000 kílómetra fjarlægð.
Allt að þriggja metra há flóð-
alda skall á Padang, höfuðstað
vestanverðrar Súmötru, um það
bil 20 mínútum eftir skjálftann.
Á Indónesíu og í öðrum löndum
við Indlandshaf var gefin út við-
vörun um flóðahættu. Indónesía
aflétti þó hættuástandinu hjá sér
tveimur klukkustundum eftir
skjálftann, þar sem ekki þótti
lengur hætta á flóði. Á austur-
strönd Afríku var varað við flóða-
hættu, bæði í Keníu og Tansaníu.
Nokkrir öflugir eftirskjálftar
urðu í kjölfar þess stóra, þar á
meðal einn sem mældist 6,6 stig
og varð til þess að viðvörun um
flóðahættu var á ný gefin út.
Í desember árið 2004 fórust
meira en 230 þúsund manns í tólf
löndum af völdum flóðbylgju, sem
fór af stað eftir að öflugur jarð-
skjálfti varð við Súmötru.
Hús skulfu í fjórum löndum
Skrúfuþota frá SAS
með 52 manns innanborðs rann út
af flugbraut og annar vængur
hennar skall í jörðina eftir að
vélin þurfti að nauðlenda í Vilníus
í Litháen í gær með bilaðan
lendingarbúnaðinn hægra megin.
Enginn slasaðist. Aðeins þremur
dögum fyrr átti hliðstætt atvik
sér stað á flugvellinum í Álaborg,
þar sem sams konar flugvél,
Q400, átti í hlut. Eftir slysið í í
gær ákvað SAS að kyrrsetja allar
slíkar vélar félagsins.
Framleiðandinn, Bombardier í
Kanada, mælti með því að allar
Q400-vélar sem flogið hefði verið
meira en 10.000 ferðir yrðu
kyrrsettar og yfirfarnar.
Q400-skrúfu-
þotur kyrrsettar
Bresk stjórnvöld
staðfestu í gær að gin- og
klaufaveiki hafi greinst á
bóndabýli í Surrey, skammt frá
London. Nautgripum á búinu var
strax slátrað.
Síðdegis í gær var ekki búið að
greina hvaða afbrigði veirunnar
olli smitinu. Smitið greindist hins
vegar nálægt því svæði þar sem
sama veiki greindist í byrjun
ágúst og skammt frá tilraunastöð,
sem það smit hefur verið rakið til.
Breskir bændur lýstu strax yfir
áhyggjum sínum af ástandinu og
óttast að útflutningsbann verði
lagt á bresk matvæli, eins og gert
var í ágúst.
Veikin skýtur
aftur upp kolli
Dr. Þorkell Helga-
son, orkumálastjóri til ellefu
ára, baðst í gær lausnar frá
störfum af persónulegum
ástæðum.
Þorkell
verður 65 ára
á árinu og
hyggst
einbeita sér
að verkefni
sem honum
hefur lengi
verið hugleik-
ið, kosninga-
málum.
Iðnaðarráð-
herra hefur
því veitt Þorkatli leyfi frá
daglegum störfum frá og með 1.
október en hann mun gegna
embættinu fram að áramótum.
Ragnheiður Inga Þórarins-
dóttir aðstoðarorkumálastjóri
hleypur í skarð Þorkels.
Hættur sem
orkumálastjóri
Auðunn, varstu tekinn úr leik?
Opinber heimsókn
Geirs H. Haarde forsætisráð-
herra til Írlands hófst í gær. Í
heimsókninni ræðir Geir við
starfsbróður sinn Bertei Ahern
auk viðskipta- og dómsmálaráð-
herra landsins. Þá mun hann
hitta forsetann, Mary McAleese,
að máli.
Geir mun einnig heimsækja
nokkur fyrirtæki á Írlandi sem
eru í eigu Íslendinga og kynna
sér starfsemi stefnumótunar- og
ráðgjafarvettvangs írskra
stjórnvalda á sviði viðskipta og
vísinda. Heimsókninni lýkur á
föstudag.
Hittir forsetann
starfsbróður og
aðra ráðherra
Umhverfisráðherra og
iðnaðarráðherra hafa skipað verk-
efnisstjórn sem falið hefur verið
að undirbúa rammaáætlun um
verndun og nýtingu náttúrusvæða.
Iðnaðarráðherra segir verkefn-
isstjórninni hafa verið falið ólíkt
hlutverk frá því sem áður var þar
sem niðurstöður hennar verði að
lokum lagðar fyrir Alþingi. Þá felst
stjórnmálaleg stefnubreyting í því
að áður var einvörðungu lögð
áhersla á nýtingu en nú sé fjallað
jafnt um nýtingu og verndun.
Svanfríður Jónasdóttir, nýr for-
maður verkefnisstjórnarinnar,
mun leiða rammaáætlunina í pólit-
ískan farveg og að lokum til
umræðu á Alþingi. „Verkefnið
hefur verið að þróast og kominn er
inn nýr vinkill sem er umhverfið.
Við erum alltaf að fá nýja sýn á það
hvað skiptir máli í náttúru Íslands
og mun verkefnisstjórnin taka mið
af breyttum viðhorfum á hverjum
tíma,“ segir Svanfríður. Hún bætir
við að hún hafi bjargfasta trú á því
að hægt sé að skapa sátt um málið.
Verkefnisstjórninni er ætlað að
skila skýrslu til umhverfisráð-
herra og iðnaðarráðherra með
heildarmati á virkjunarkostum
fyrir 1. júlí 2009. Þá verða tíu ár
liðin frá því að þáverandi iðnaðar-
ráðherra skipaði sérstaka verkefn-
isstjórn til þess að vinna að ramma-
áætlun um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma.