Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 6
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
3
89
96
0
9.
20
07
Acidophilus Bifidus + FOS
Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna.
Champignon DETOX + FOS og Spirulina
Hreinsaðu líkamann – eyðir óæskilegri lykt.
Milk Thistle DETOX
Hreinsaðu líkamann að innan.
Psyllium Husk Fibre
Rúmmálsaukandi, gott fyrir
meltinguna.
30% afsláttur
af Vega vítamínum
„Viðbrögð lögreglumanna
í þessu lögregluverkefni voru í einu
og öllu í samræmi við hefðbundið
verklag lögreglu undir slíkum kring-
umstæðum,“ segir í athugasemd frá
Ríkislögreglustjóra, vegna fréttar
Vísis um kæru þriggja ungra manna
á hendur lögreglu.
Ríkislögreglustjóri neitar því
ekki efnislega í athugasemdinni að
lögreglan hafi miðað byssum á þrjá
unga menn, sem voru í bíl á leiðinni
frá verksmiðju Ora við Vesturvör í
Kópavogi 23. júlí síðastliðinn.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru drengirnir 19 ára gaml-
ir og hafa aldrei komist í kast við
lögin áður. Þeir voru á leið út á
myndbandaleigu þegar lögreglan
stöðvaði bílinn.
Þeir saka lögreglumennina um að
hafa beitt óeðlilega miklu harðræði
þegar þeir voru handteknir. Þeim
hafi verið skellt umsvifalaust í jörð-
ina og þeir handjárnaðir, meðan lög-
reglan beindi byssum að þeim.
Heimildir herma að þeir hafi mátt
liggja í vegarkanti í um tíu mínútur
í votviðri.
Að því loknu hafi þeir verið færð-
ir á lögreglustöð, þar sem leitað var
á þeim. Þeir voru þá vistaðir í fanga-
geymslu.
Lögreglumennirnir báðu dreng-
ina síðan afsökunar, þegar ljóst þótti
að þeir væru alsaklausir.
Ríkislögreglustjóri segir sér-
sveitina hafa verið að bregðast við
tilkynningu um skothvelli í
nágrenninu. Tilkynningin hafi ekki
átt við rök að styðjast og viðkom-
andi einstaklingar hafi ekki tengst
málinu.
Lögreglu beri að haga viðbrögð-
um sínum í samræmi við alvar-
leika tilkynninga.
Kristín Edwald er lögmaður
ungu mannanna. Hún vildi ekki tjá
sig um málið að svo stöddu.
Hefðbundið að miða
byssum á grunaða
Þrír ungir menn hafa kært lögregluna og segja sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa
beitt óeðlilega miklu harðræði við tilefnislausa handtöku. Ríkislögreglustjóri
segir viðbrögð sérsveitarinnar í fullkomnu samræmi við hefðbundið verklag.
Viðræður eru á lokastigi
um að bandaríski fjárfestinga-
bankinn Goldman Sachs og
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf-
undur og framkvæmdastjóri hjá
Time Warner, gangi til liðs við
Geysi Green Energy. Þetta kemur
fram í tilkynningu sem GGE
sendi frá sér í gær. Samanlögð
fjárfesting nýju hluthafanna mun
jafngilda um 8,5 prósentum af
hutafé GGE.
„Við erum afar glöð yfir því að
hafa komið á samstarfi við Geysi
Green Energy.
Endurnýjanleg
orka á eftir að
leika æ stærra
hlutverk í orku-
framleiðslu
heimsins og á
jarðvarmasviði
eru miklir
vaxtarmögu-
leikar,“ er haft
eftir Michael
Feldman hjá Goldman Sachs í
tilkynningunni.
„Churchill sagði að það eina sem hann
óttaðist í seinni heimstyrjöldinni hefðu verið kafbátar
Þjóðverja,“ sagði Játvarður prins, hertogi af Kent við
athöfn í Fossvogskirkjugarði í gær.
Játvarður hóf þannig ræðu sína og minntist
mikilvægis hersetu bandamanna á Íslandi í seinni
heimsstyrjöldinni. Sigur í baráttunni um Atlantshafið
hefði ráðið úrslitum í henni. Þakkaði hann Íslending-
um sitt framlag.
Hertoginn afhjúpaði síðan minnisvarða um
flugmenn bandamanna sem dvöldu hér á landi á styrj-
aldarárunum, en hertoginn er verndari Konunglega
breska flughersins.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt
einnig ræðu og rifjaði upp að koma erlendra her-
manna í seinni heimsstyrjöldinni hefði verið mikil
reynsla fyrir bláfátæka þjóð sjómanna og bænda.
„Við erum ekki þjóð með hernaðarsögu og því er
erfitt fyrir Íslendinga að skilja til fullnustu framlag
hermanna bandamanna í seinna stríði,“ sagði hann og
þakkaði hertoganum, og sérstaklega þeim fyrrver-
andi hermönnum sem viðstaddir voru afhjúpunina,
þetta framlag.
Í hópi þeirra var Ralph Thomas Hannam, sem
giftist íslenskri stúlku og býr hér enn. Einnig Terry
Bulloch, sem var skæður á Liberator-sprengjuflug-
vélinni á sínum tíma og grandaði fjölmörgum
kafbátum. Ýmsir ráðamenn voru viðstaddir athöfn-
ina, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis-
ráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.
Eina sem Churchill óttaðist
Óttast þú hrun á hlutabréfa-
markaði?
Horfðirðu á leik Íslendinga og
Norður-Íra í gærkvöldi?