Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 22
nám, fróðleikur og vísindi
Námsgagnastofnun opnaði nýlega
vefinn Æfum íslensku. Vefurinn er
fyrst og fremst ætlaður til að
aðstoða börn frá ellefu ára aldri,
sem hafa annað móðurmál en
íslensku, við að læra málið. Sylvía
Guðmundsdóttir, ritstjóri vefjar-
ins, segir að krakkar sem nota vef-
inn þurfi að vera orðnir læsir og
hafa einhvern grunn í íslensku.
Ætla má að slíkur vefur geti
komið sér vel fyrir allan þann
fjölda erlendra barna sem sest hafa
að á Íslandi með foreldrum sínum á
liðnum árum en dómsmálaráðu-
neytið gaf út tæplega fimmtán þús-
und íslenskar kennitölur til útlend-
inga á síðastliðnu ári.
Sylvía segir að vefnum sé ætlað
að efla málfærni nemandans og til-
finningu hans fyrir íslenskum
beygingum. „Það er ekki bara
verið að kenna nemandanum orð
heldur er lögð áhersla á að kenna
honum málfræði,“ segir Sylvía og
bætir því við að reynt hafi verið að
gera æfingarnar lifandi og
skemmtilegar því á vefnum sé
bæði notaður texti, hljóð og mynd.
Sylvía segir að vefurinn sé öllum
opinn á vefslóðinni www.nams.is/
aefum_isl/index.htm og skorar á
Íslendinga að láta útlendinga vita
af honum svo börn þeirra geti nýtt
sér hann í íslenskunáminu.
Aðstoði börn við
íslenskunámið
Samtök áhugafólks um
skólaþróun stendur fyrir
ráðstefnu um námsmat í
framhaldsskólum á morgun.
Meðal spurninga sem þar
verður reynt að svara eru:
Er tími formlegs námsmats
liðinn? og Hvernig prófar
kennari sem ekki vill prófa?
„Ég held að það sé gríðarlega mikil-
vægt fyrir skólana að ræða hvaða
augum þeir líta námsmatið. Aðal-
spurningin er þessi: Er námsmat
viðhengi við skólastarfið, eitthvað
sem kemur utan við og ofan á, eða
er námsmatið innifalið eða hluti af
kennslu og skólastarfi?“ segir Jón
Torfi Jónasson, prófessor í upp-
eldis- og menntunarfræðum við
Háskóla Íslands. Hann mun flytja
erindi á ráðstefnunni þar sem
hann veltir því fyrir sér hvort tími
formlegs námsmats sé liðinn.
Jón Torfi tekur dæmi af sam-
ræmdu prófum í grunnskólum.
„Samræmdu prófin geta verið
hluti af starfi skólans, það er að
maður veltir því fyrir sér hvernig
nemendur eru að standa sig, á
hverju þarf að taka og hvernig
hægt er að bregðast við. Þannig
verða samræmdu prófin heillegur
hluti af starfsemi skólans og þá er
hægt að safna upplýsingum til að
nota þau. Samræmdu prófin í 4. og
7. bekk eru hins vegar ekki hluti
skólans í þessum skilningi.“
„Spurningin er: Eigum við að
nota námsmat eftir á, eins og við
notum það almennt nú, eða ætlum
við að nota það til að safna upplýs-
ingum um hvað megi laga, leið-
rétta og þess háttar hjá einstakl-
ingum, kennurum og skólum?“
Jón Torfi segist hins vegar ekki
vera á því að breyta þurfi form-
legu námsmati. „Ég held að það
þurfi að gjörbreyta viðhorfinu til
þess. Ég held að formlegt náms-
mat gegni litlu hlutverki eins og
það er viðhaft en eðli málsins sam-
kvæmt ætti það að gegna miklu
hlutverki. Og svo er stóra spurn-
ingin: Hvað er formlegt náms-
mat?“
Ráðstefnan verður haldin í
Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði. Nánari upplýsingar um ráð-
stefnuna má finna á heimasíðu
Samtaka áhugafólks um skólaþró-
un á vefslóðinni skolathroun.is.
Formlegt námsmat ætti
að gegna miklu hlutverki
Höfundarnir koma í tíma í Háskólanum
Hvað er að frétta
af mömmu?