Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 36

Fréttablaðið - 13.09.2007, Page 36
fréttablaðið ísmót 2007 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 Í samvinnu við fagfólk annarra þjónustuiðn- greina innan SI kepptu fjórir hársnyrtimeist- arar um besta heildarútlit módels í keppninni „Listsköpun í hári“ (Avant Garde of the Year). Í keppnisreglum mótsins var viðfangsefnið gefið frjálst og er ljóst á innsendum verkum keppenda að hársnyrting er sannkölluð tísku- listgrein. Stigagjöf dómnefndar og niðurstaða úr símakosningu almennings réði úrslitum á mótinu en eftirtaldir voru tilnefndir til verðlauna: LISTSKÖPUN Í HÁRI NR. 114 Sigrún K. Ægisdóttir hársnyrtimeistari, Hársögu, Reykjavík LISTSKÖPUN Í HÁRI NR. 115 Þórdís Eva Þórólfsdóttir hársnyrtir, Hársnyrtistofunni Strúktúru, Akureyri LISTSKÖPUN Í HÁRI NR. 116 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir og Harpa Ómarsdóttir hár- snyrtimeistarar, Unique hár og spa, Reykjavík Sigur af hólmi bar Sigrún K. Ægisdóttir hársnyrti- meistari á Hársögu fyrir sköpunarverk sitt nr. 114. Jónína S. Snorradóttir, formaður Meistarafélagsins í hárgreiðslu, og Joakim Roos gestafyrirlesari, kynntu úrslitin á hátíðarkvöldi Ísmóts. Listsköpun í hári M YN D /E RL IN G Ó . A Ð A LS TE IN SS O N M YN D /F IN N BO G IM A RÍ N Ó SS O N /D A G SL JÓ S M YN D /U N N U R Ó LÖ F M AT TH ÍA SD Ó TT IR Á ÍSMÓTI 2007 var keppt um titilinn „Hársnyrtir ársins“ á vegum Meistarafélagsins í hárgreiðslu í samvinnu við SI og aðildarfélög þess í þjónustuiðngreinum. Auk keppninnar kynnti félagið starf- semi sína í Höllinni og stofur innan félagsins tóku vel á móti gestum. Hársnyrtistofur í Meistarafélagi í hárgreiðslu er að finna á vefnum Meistarinn.is. Alls tólf hársnyrtar, meistarar og sveinar, kepptu um titilinn en dæmt var út frá litunar- og klippitækni og vali á litum og hár- greiðslu. Stigagjöf dómnefndar og niðurstaða úr símakosningu al- mennings réði úrslitum á mótinu en eftirtaldir meistarar voru til- nefndir til verðlauna: HÁRSNYRTING NR. 103 Ívar E. Sigurharðarson hársnyrtimeistari, Hársnyrtistofunni Strúktúru, Akureyri HÁRSNYRTING NR. 104 Sigrún K. Ægisdóttir hársnyrtimeistari, Hársögu, Reykjavík HÁRSNYRTING NR. 111 Hulda Hafsteinsdóttir hársnyrtimeistari, Hársnyrtistofunni Medullu, Akureyri Titilinn „Hársnyrtir ársins“ hlaut Sigrún K. Ægisdóttir hársnyrti- meistari á Hársögu fyrir hársnyrtingu nr. 104, en það voru þau Jónína S. Snorradóttir, formaður Meistarafélagsins í hárgreiðslu, og Joakim Roos gestafyrirlesari sem kynntu úrslitin á hátíðarkvöldi Ísmóts. Hársnyrtir ársins Á ÍSMÓTI 2007 var keppt um titilinn „Snyrtifræðingur árs- ins“ á vegum Félags íslenskra snyrtifræðinga í samvinnu við SI og aðildarfélög þess í þjónustuiðngreinum. Auk keppninnar kynnti félagið starfsemi sína og snyrtistofur innan félagsins tóku vel á móti gestum í Höllinni undir yfirskriftinni „Heilsueyjan Ís- land“. Stofur í Félagi íslenskra snyrtifræðinga er að finna á vefnum Meistarinn.is. Alls tíu snyrtifræðingar tóku þátt en keppt var á staðnum í þremur greinum: Litun og plokkun, and- litsmeðferð og handsnyrtingu með lökkun. SIGURVEGARI Í LITUN OG PLOKKUN: Sigríður Gróa Sigurðardóttir, Akranesi. SIGURVEGARI Í ANDLITSMEÐFERÐ: Ágústa Kristjánsdóttir, Snyrti- stofunni Ágústu, Reykjavík. SIGURVEGARI Í HANDSNYRTINGU MEÐ LÖKKUN: Rósa Þorvaldsdóttir, Snyrtimið- stöðinni Lancome, Reykjavík. Hinn eftirsótta titil „Snyrtifræð- ingur ársins“ hlaut Ágústa Kristj- ánsdóttir snyrtifræðingur, Snyrti- stofu Ágústu í Reykjavík, en hún Snyrtifræðingur Frá vinstri: Rósa Þorvaldsdóttir, Ágústa Kristjáns- dóttir og Sigríður Gróa Sigurðardóttir, snyrtifræðingur á Akranesi. Keppandi nr. 103. Höfundur: Ívar E. Sigur- harðarson hársnyrtimeistari. Hársnyrti- stofan Strúktúra. Módel Bryndís Helga Ólafsdóttir. Listsköpun í hári nr. 114. Höfundur: Sigrún K. Ægisdóttir hársnyrtimeistari. Hársaga. Módel: Matthildur Matthías- dóttir. Keppandi nr. 111. Höfundur: Hulda Hafsteinsdóttir hársnyrt- imeistari. Hársnyrtistofan Med- ulla. Módel Karen Nóadóttir. Listsköpun í hári nr. 115. Höfundur: Þórdís Eva Þórólfsdóttir hársnyrtir. Hársnyrtistofan Strúktúra. Módel: Alma Sigríður Þórólfsdóttir. Listsköpun í hári nr. 116. Höfundar: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir og Harpa Ómarsdóttir hársnyrtimeistarar. Unique hár og spa. Módel: Margrét Anna Einarsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.