Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 41
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 9
Óhætt er að segja að Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri hjá Kjól-
um og klæði, hafi ekki farið tómhent heim af Ísmóti 2007, þar
sem hún uppskar tvenn verðlaun og eina viðurkenningu. Minnstu
munaði þó að hún yrði af öllu saman.
„Ég er alsæl með þetta,“ segir Berglind hress í bragði, sem
vann í flokkunum Klæðskeri ársins og Tískuteymi ársins, ásamt
því að fá viðurkenningu úr minningarsjóði Indriða Guðmunds-
sonar klæðskera fyrir bestan árangur á Ísmóti 2007. „Ég átti alls
ekki von á sigrinum, þótt mér hafi óneitanlega þótt skemmtilegt
að vinna.“
Berglind viðurkennir þó að hún hafi allt fram á síðustu stundu
verið í vafa um hvort hún ætti að vera með á mótinu. „Ég kom
frá Bandaríkjunum þremur dögum áður en skila átti fötunum
fyrir myndatöku og ætlaði að hætta við, þar sem ég var ekki
byrjuð. Svo lá ég andvaka alla nóttina vegna valkvíða. Undir
morgun hafði ég hins vegar ákveðið að vera með og hellti mér
út í þetta.“
Systir Berglindar brá sér í hlutverk fyrirsætu og henni tókst
á síðustu stundu að safna saman mannskap í tískuteymið. Þá var
hins vegar svo lítill tími til stefnu að sækja varð um eins dags
skilafrest.
„Ég sé aldeilis ekki eftir að hafa tekið þátt í þessu,“ segir Berg-
lind. „Miðað við allt sem gekk á varð sigurinn einhvern veginn
enn meiri. Svo þótti mér vænt um viðurkenninguna, þar sem
Indriði kenndi mér á sínum tíma.“ - rve
Ætlaði að hætta við
Berglind var í vafa um hvort hún ætti að vera með á mótinu en sló til og
stýrði tískuteyminu til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
„Keppnin var einstaklega glæsileg í alla
staði og ekki síður skemmtileg. Við vonuð-
um að okkur gengi vel en áttum alls ekki
von á sigri. Þetta var alveg æðislegt.“
- Magnús Þór Reynisson,
hárgreiðslumaður hjá Jóa og félögum.
„Við stukkum á þetta og einhvern veginn
gekk allt saman upp. Ég er ánægð með
sigurinn og sé ekki eftir að hafa tekið
þátt í þessu. Fyrir mitt leyti er þetta líka
góð kynning þar sem ég var að opna nýja
stofu.“
- Berglind Alfreðsdóttir, snyrtimeistari og nagla-
fræðingur hjá Comfort snyrtistofu.
„Mér finnst þetta vera frábært teymi og
heildarmyndin mjög góð.“
- Helga Jónsdóttir gullsmiður, Gullkúnst Helgu.
„Þetta er náttúrlega allt öðruvísi en það
sem ég fæst vanalega við, krafðist ekki
grettna eða brandara til að fá börn til að
brosa. En svo vill til að formaður Ljós-
myndarafélagsins er eigandi stofunnar
og hann plataði mig til að aðstoða Berg-
lindi. Sigurinn var góður en kom á óvart,
sérstaklega þar sem teymið okkar var á
síðustu stundu.“
- Ágústa Kr. Bjarnadóttir, ljósmyndari hjá Barna-
og fjölskylduljósmyndun.
Fulltrúar sigurteymis
ísmót 2007 fréttablaðið