Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 13 Unique hár og spa vann til verðlauna sem Hársnyrtistofa ársins. Eigendur stofunnar eru Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, Jógvan Hansen og Jóhanna María Gunnarsdóttir. „Mér fannst Ísmótskeppnin ótrúlega viðamikil og stórkostleg keppni. Sýningarbásarnir voru glæsilegir og aðkoman virkilega flott. Það var mikill íburður í öllu og þetta leit út fyrir að vera komið til að vera. Keppnin var því mjög fagmannleg,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, einn eigenda Unique hár og spa. Það eina sem Sæunni þótti miður var að Ísmótinu sjálfu skyldi ekki hafa verið fylgt betur eftir með meiri fjölmiðlaumfjöllun þar sem þetta var að hennar mati stór- glæsilegt mót. En hvaða þýðingu hefur sigurinn? „Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Sæunn Ósk. „Þetta er hvatning til að halda okkar stöðu og gera okkar besta til að verða betri. Að útbúa skýrslu um fyrirtækið var mikið aðhald í rekstri og hvati til að koma hlutum í verk sem legið höfðu í farvatninu. Einnig vil ég taka fram að titillinn er ekki síður fyrir starfsfólkið okkar, sem er í raun stofan. Síðan geta nemarnir sagt frá því að þeir hafi lært á stofu sem hafi unnið titil.“ Sæunn leggur enn fremur áherslu á hversu mikil hvatn- ing er í því fólgin að fá fagverð- laun fyrir starf sitt. „Það er mikið talað um að kynna iðnmenntunina meira og hversu mikilvæg hún sé og mér finnst keppni af þessu tagi koma iðninni á hærra plan. Skýrslan sem við gerðum um fyr- irtækið var metin af fagaðilum úr atvinnulífinu og var því rekstur- inn í heild tekinn fyrir. Það er í mörg horn að líta við rekstur hárgreiðslustofu og við eigendurnir höfum varla orðið tíma til að standa á gólfinu og klippa. En það er líka gaman að reka fyrirtæki. Við erum öll frek- ar ung og ánægjulegt að fá stað- festingu á því að við séum að gera góða hluti og að fyrirtækið sé á réttri leið.“ hrefna@frettabladid.is Kemur iðninni á hærra plan Eigendur stofunnar: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, Jógvan Hansen og Jóhanna María Gunnarsdóttir. Meistarataktar. Það er nóg að gera á hárgreiðslustofu Unique og er starfsfólkið iðið. ísmót 2007 fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.