Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 74
Undankeppni EM F-riðill
Íslenska landsliðið í
knattspyrnu vann sinn fyrsta leik
í rúmt ár í gær þegar Norður-Írar
komu í heimsókn í Laugardalinn.
Ísland hafði þá ekki unnið lands-
leik síðan 2. september 2006 er
Ísland sótti Norður-Íra heim til
Belfast. Uppskeran í þessari
tveggja leikja hrinu er fjögur stig
og mikið mun betri frammistaða
en í leikjum liðsins síðasta árið.
Íslenska liðið mætti vel stemmt
til leiksins. Sami ákafi og grimmd
og var í leiknum gegn Spánverjum
var augljóslega enn til staðar. Eyj-
ólfur hafði breytt í 4-4-2 en spilaði
4-5-1 gegn Spánverjum og Ármann
Smári Björnsson tók sæti Jóhann-
esar Karls sem var í leikbanni.
Íslenska liðið fékk sannkallaða
óskabyrjun í leiknum en Ármann
Smári kom Íslandi yfir með fyrstu
sókn íslenska liðsins. Gunnar
Heiðar komst þá óáreittur upp að
endamörkum, renndi boltanum út
í teiginn þar sem Ármann Smári
var illa dekkaður og hann kláraði
færið með stæl.
Í stað þess að láta kné fylgja
kviði færðist fullmikil ró yfir
íslenska liðið eftir markið. Strák-
arnir bökkuðu mjög aftarlega líkt
og gegn Spánverjum. Sóknir Norð-
ur-Íra voru frekar bitlausar og
þeir sköpuðu sér aðeins eitt færi í
hálfleiknum en Jonathan Evans
fór illa að ráði sínu og skaut yfir
fyrir opnu marki.
Sóknarleikur íslenska liðsins
var hvorki fugl né fiskur og það
heyrði til tíðinda ef liðið náði þrem
sendingum á milli sín. Vörnin hélt
aftur á móti vel og Ísland leiddi í
hálfleik.
Íslenska liðið lá enn aftar á vell-
inum í síðari hálfleik og pressa
Íranna jókst stöðugt. Chris Brunt
skaut í þverslá íslenska marksins
á 50. mínútu og næstu 20 mínútur
lá íslenska liðið í algerri nauðvörn.
Írarnir réðu lögum og lofum en
gekk illa að brjóta niður firna-
sterka vörn íslenska liðsins.
Á sama tíma stóð ekki steinn
yfir steini í leik íslenska liðsins. Miðjumennirnir voru í stanslaus-
um eltingarleik og sendingar
strákanna voru átakanlega léleg-
ar. Eitthvað hlaut undan að láta og
á 71. mínútu braut Kári Árnason
mjög klaufalega á David Healy. Sá
írski þakkaði pent fyrir sig með
því að skora úr vítinu og jafna
leikinn.
Ellefu mínútum fyrir leikslok
fækkaði Eyjólfur í sókninni sem
virtist vera skynsamleg ákvörðun
þar sem Írarnir voru miklu betri.
Stig úr því sem komið var hefði
verið vel sloppið.
Skömmu fyrir leikslok vann
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson bolt-
ann af harðfylgi á hættulegum
stað og gaf fyrir markið. Írar
hreinsuðu en boltinn féll beint
fyrir fætur Grétars Rafns sem
sendi boltann aftur fyrir og Keith
Gillespie skoraði hrikalega slysa-
legt sjálfsmark.
Írska heppnin var augljóslega
búin með alla sína innistæðu en
Íslendingar taka stigunum þrem
fagnandi.
Þegar upp er staðið getur liðið
þakkað vörninni fyrir stigin því
hún stóð vaktina frábærlega.
Vörnin hefur verið hriplek undan-
farið ár og það hefur verið helsti
veikleiki liðsins. Þegar vörnin
spilar aftur á móti eins og hún
hefur gert í síðustu tveim leikjum
getur íslenska liðið bitið frá sér.
Varnarleikurinn er lykillinn að
velgengni liðsins.
Miðju- og sóknarleikur liðsins
er að sama skapi nokkuð áhyggju-
efni og þá sérstaklega miðjuspilið.
Ísland saknaði Brynjars Björns og
Jóhannesar Karls sárlega að þessu
sinni. Liðið á þá inni í Letta-leikn-
um en þar hljóta strákarnir að
mæta fullir sjálfstrausts.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann sætan sigur á Norður-Írum í gær, 2-1. Þakka má varnarlínu lands-
liðsins fyrir sigurinn en vörnin var gríðarlega sterk. Sigurmark Íslands var sjálfsmark undir lok leiksins.
Eyjólfur Sverrisson
landsliðsþjálfari var ekki í vafa
um hvað skilaði íslenska liðinu
sigrinum gegn Norður-Írum í
gær. „Baráttan í liðinu var frá-
bær. Ef við skoðum stöðuna í riðl-
inum sér maður að við vorum að
spila gegn liði sem var með mikið
sjálfstraust og þeir léku leikinn
af miklum krafti. En við stóð-
umst pressuna frá þeim og ég er
mjög ánægður með úrslitin. Ég
er ánægður með varnarleikinn
en við hefðum getað útfært sókn-
irnar okkar aðeins betur.“
Eftir að íslenska liðið komst
yfir tóku Norður-Írarnir öll völd í
leiknum. Eyjólfur segir einfalt að
útskýra það.
„Lið, eins og íslenska landslið-
ið, sem lent hefur í miklu mótlæti
reynir allt sem það getur til að
halda forystunni eftir að hafa
komist yfir svo snemma í leikn-
um. Það er alveg ljóst að við
þurftum að styrkja miðjuna og
þess vegna skipti ég Ólafi Inga
inn á. Ég hefði kannski átt að
skipta honum fyrr inn á.“
Hann þvertekur þó fyrir það að
hann hafi ætlað að verja stigið
með því að skipta út sóknarmanni
fyrir miðjumann. Hermann
Hreiðarsson, Emil Hallfreðsson
og Ívar Ingimarsson voru allir
búnir að vera veikir síðustu daga
og segir Eyjólfur að það hafi haft
sín áhrif á þeirra frammistöðu.
Nigel Worthington, landsliðs-
þjálfari Norður-Írlands, reyndi
að leggja áherslu á jákvæðu
punktana hjá sínum mönnum
þrátt fyrir afar svekkjandi tap.
„Svona er fótboltinn og maður
fær alltaf það sem maður á skilið.
Ég er þó ánægður með strákana,
þeir bættu sig heilmikið frá síð-
asta leik. Við spiluðum mjög vel
en Íslendingar spiluðu alls ekki
illa. Þeir fengu tvö tækifæri og
nýttu þau. Við fengum 3-4 færi en
refsuðum þeim ekki nóg.“
Ánægður með varnarleikinn
„Ég vissi fyrir alvöru að
ég væri í byrjunarliðinu þegar
Eyjólfur tilkynnti það á fundi
fyrir leikinn. Maður verður bara
að vera klár í hvað sem er þegar
maður veit ekkert. Það er frábært
að skora mark fyrir Ísland,“ sagði
Ármann Smári Björnsson, sem
kom óvænt inn í byrjunarliðið
gegn Norður-Írum og skoraði
strax eftir sex mínútna leik.
Ármann Smári kvartar ekkert
yfir því að fara inn á völlinn
annaðhvort sem framherji eða
miðvörður. „Það er ágætt að hafa
smá fjölbreytni í þessu en
umfram allt er það frábært að fá
að vera með þessum strákum og
fá að spila fyrir Ísland,“ sagði
Ármann Smári.
Vissi ekki að ég
fengi að byrja