Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 2
Hugmyndir að skipulagi við Laugaveg 21 verða kynntar í vikunni. Einn eigenda Festa, fyrirtækisins sem byggir á reitnum, segir ekki ljóst hvort húsið sem hýsir Kaffi Hljómalind víki fyrir nýbyggingunum. Samkvæmt hugmyndum Festa, sem lagðar verða fyrir borgar- skipulag í vikunni, er gert ráð fyrir hóteli og verslunarhúsnæði á reitnum. Benedikt T. Sigurðsson, eigandi Festa, er einnig eigandi BTS bygginga sem keypti nýlega reitinn hinum megin við Klappar- stíginn af Strýtuseli ehf. Skipulag reitsins liggur ekki fyrir en hugmyndir eru um, að sögn Benedikts, að fjölga íbúðum frá upphaflegum áætlunum Strýtu- sels. Ekki ljóst hvort húsið verði flutt„Það liggur fyrir núna að Svandís, sem er fulltrúi meirihlut- ans í borgarstjórn og staðgengill borgarstjóra, er að höfða mál gegn OR sem meirihlutinn stýrir. Meiri- hlutinn er síðan á móti Svandísi og krefst frávísunar á málinu. Þetta er eins ótrúverðugt og það mögu- lega getur verið,“ segir Gísli Mart- einn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um að lögmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafi krafist þess að máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, gegn OR verði vísað frá. Svandís höfðaði mál þar sem hún taldi ólöglega hafa verið boðað til eigenda- og stjórnarfundar OR 3. október síðastliðinn þar sem sam- eining Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE) var samþykkt, þótt enn hafi hún ekki gengið lögformlega í gegn. Svandís fer fram á að fundur- inn verði dæmdur ógildur og þar með ákvarðanir sem á honum voru teknar. „Þetta mál mun fara sína leið en mun að öðru leyti ekki hafa áhrif á heildræna skoðun á málum OR og REI sem er í gangi núna,“ sagði Svandís. Í greinargerð lögmanna OR vegna málsins kemur fram að vísa beri málinu frá þar sem Svandís hafi ekki lögvarða hagsmuni af málinu sem „veitt geti henni rétt til sóknaraðildar“ eins og segir í greinargerðinni. Þá er málsóknin talin gölluð þar sem stefna hefði átt öllum sem áttu aðild að fyrr- nefndum fundi, það er REI, GGE, Akranesbæ og Borgarbyggð, en ekki einungis OR. Þá segir í greinargerðinni að vísa beri mál- inu frá þar sem ekki sé hægt að beina spjótunum einungis að eig- endafundinum heldur hefði einnig þurft að gera kröfu um að stjórn- arfundurinn yrði dæmdur ógildur. „Fundi verður ekki skipt upp í smærri einingar eins og virðist vera gert ráð fyrir í kröfugerð stefnanda.“ Helgi Jóhannesson hæstaréttar- lögmaður er samkvæmt upplýsing- um frá Héraðsdómi Reykjavíkur lögmaður OR í málinu. Ákveðið hefur verið að Þórunn Guðmunds- dóttir hæstaréttarlögmaður fari með umsjón málsins fyrir hönd OR þar sem Helgi var fundarstjóri á fyrrnefndum eigenda- og stjórnar- fundi og gæti verið kallaður fyrir sem vitni. Arnar Þór Stefánsson héraðs- dómslögmaður og samstarfsmaður Helga og Þórunnar á lögmanns- stofunni Lex mun hins vegar flytja málið fyrir hönd OR næsta mánu- dag þegar frávísunarkrafan verð- ur tekin fyrir í héraðsdómi. Segir meirihlutann bæði með og á móti Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir frávísunar- kröfu OR á máli Svandísar Svavarsdóttur sýna ótrúverðuga stöðu meirihlutans í málinu. Málið fer sína leið og skoðunin á málum OR og REI heldur áfram segir Svandís Svavarsdóttir. Frávísunarkrafan verður tekin fyrir eftir tæpa viku. Verslunar- og íbúðahúsnæði rís í upprunalegri mynd við Laugaveg 74, milli Vinnufata- búðarinnar og Barónspöbbs. Hafist verður handa við byggingu 1.100 fermetra húsnæðis eftir þó nokkrar tafir. „Lóðin reyndist öðruvísi í laginu en upphaflega var gefið upp og munaði nokkrum fermetrum þar sem húsin í kring ná inn á okkar lóð,“ segir Arnór Heiðar Arnórsson, eigandi Laugavegs 74 efh. sem byggir húsið. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum teiknaði húsið. Unnið var að því í gærdag að dæla upp tæplega tveggja metra djúpu vatni í grunni hússins, sem safnast hafði fyrir í rigningum síðustu vikna, og talið var að gæti reynst hættulegt. Húsið, sem verður tilbúið eftir um það bil eitt ár, verður kunnuglegt. Samkvæmt ákvæðum deiliskipu- lags verður götumyndinni ekki breytt. Bakhlið hússins verður þó með öðru móti en áður. Á jarðhæðnni verður 400 fermetra verslunarhús- næði, eins og áður, en ekki er ljóst hvaða verslun kemur til með að verða rekin þar að sögn Arnórs Heiðars. Á efri hæðunum verða sex íbúðir, samtals 700 fermetrar, með görðum og veröndum til suðurs. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu dögum og húsið verði tilbúið eftir um það bil eitt ár. Norðurlönd myndu hafa mikið gagn af að auka samstarf sín í milli á sviði utanríkis- og varnarmála. Þetta segir Dagfinn Høybråten, forseti Norðurlandaráðs, í samtali við Fréttablaðið. 59. þing Norðurlanda- ráðs hefst í Ósló í dag. Í nýrri viðhorfs- könnun, sem ráðið lét gera á öllum Norðurlöndunum, kemur meðal annars fram að Íslendingar og Norðmenn eru sérstaklega áhugasamir um að Norðurlönd efli samstarf í utanríkis- og öryggismálum. „Ég tel að við lifum á nýjum tímum hvað varðar utanríkis- og öryggismál í norrænu samhengi,” segir Høybråten. Norrænt örygg- ismálasamstarf Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skýrði í gær frá því að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann tók þó fram að hann muni ná fullum bata og verði fær um að gegna störfum sínum áfram. Hann þurfi að gangast undir aðgerð innan fárra mánaða og verði ekki frá störfum nema í fáeina klukkutíma. „Samkvæmt áliti lækna verður engin þörf á geislameðferð eða lyfjameðferð,“ sagði Olmert í gærmorgun.Verði Olmert lengur frá vinnu er reiknað með að Tzipi Livni utanríkisráðherra taki við á meðan. Greinist með krabbamein Aðgerðir til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifunum voru aðalmálið á dagskrá leiðtoga- fundar Norðurlandanna og Eystra- saltslandanna í Ósló í gær. Venja er að þessi svonefndi „5+3“-leið- togafundur fari fram í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs. Gestgjafinn Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi að meðal þess sem leiðtogarnir hefðu rætt um væru tilraunir Norðmanna með nýja tækni til að fanga koltvísýr- ing frá gasorkuverum og dæla honum niður í borholur á hafs- botni. Þar sem norsk stjórnvöld verja miklu fé til verkefnisins, sem þó er unnið af einkaaðilum, hafa þau lent í útistöðum við sam- keppnisyfirvöld Evrópusambands- ins vegna málsins. Stoltenberg og nokkrir starfsbræður hans, þar á meðal Geir H. Haarde, vona að sú deila leysist farsællega. Á fundinn vantaði danska for- sætisráðherrann, Anders Fogh Rasmussen, sem nú er á kafi í kosningabaráttu eftir að hann boð- aði til þingkosninga fyrir viku. Gestgjafinn Stoltenberg sagði að þótt norræni leiðtogafundurinn væri mikilvægur væri kosninga- barátta enn mikilvægari og því væri fjarvera Foghs afsökuð. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir fundinn aðspurður að hann myndi sennilega ekki heldur mæta á svona fund ef hann væri í miðri kosningabaráttu. Áhugi á föngun koltvísýrings Frestur borgaryfir- valda í Reykjavík til þess að svara tólf spurningum Umboðs- manns Alþingis varðandi Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) rennur út í dag. Borgarlögmaður, Kristbjörg Stephensen, svarar spurningum fyrir hönd borgarinnar en samkvæmt upplýsingum frá ráðhúsi Reykjavíkur var ekki búið að ganga frá endanlegri útgáfu af svörunum seinni partinn í gær. Umboðsmaður spurði ítarlega út í málefni OR, REI og GGE. Fær svör frá borginni í dag Einar, er súlan ykkur ljós í myrkrinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.