Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 54
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Maturinn á Domo er frábær. Í fyrstu hafði ég áhyggjur af því að þeir næðu ekki að viðhalda þessum gæðum, en kokkarnir hafa aldrei klikkað. Þarna er líka þægilegt og skemmtilegt andrúmsloft og langt á milli borða svo maður er ekki alveg ofan í næsta manni.“ Rithöfundurinn Þorgrímur Þrá- insson hefur tekið sæti í stjórn Regnbogabarna en töluverðra breytinga er að vænta á starf- semi samtakanna. „Þeir komu að máli við mig í ágúst, þeir Valgeir Skag- fjörð og Stefán Karl, og báðu mig um að taka þátt í starfinu en það er verið að móta það upp á nýtt,“ segir Þorgrímur, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir forvarna- starf sitt gegn reykingum. „Þetta er þarft og gott málefni sem ég vil glaður leggja lið,“ útskýrir Þorgrímur. Rithöf- undurinn vill þó ekki gera mikið úr því að bæði hann og Valgeir hafi verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast á móti reykingum. „Nei, ég myndi frekar segja að við værum ein- faldlega miklir forvarnamenn.“ Þorgrímur segist ekki hafa kynnt sér mikið stöðu eineltismála hér á landi en hann hafi, eins og aðrir landsmenn, fylgst með ósérhlífnu starfi Stefáns Karls í fjölmiðlum. Regnbogabörn eru fyrst og fremst hugarfóstur Stefáns Karls en þau voru stofnuð árið 2001. Stefán mun gegna stöðu varaformanns Regn- bogabarna en Valgeir verður stjórnarformaður. Meðal annarra í stjórn má nefna Björk Vilhelms- dóttur, borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. Þorgrímur til liðs við Regnbogabörn Á meðal þeirra rita sem forlagið Skuggi, þar sem Illugi Jökulsson situr við stjórnvölinn, sendir frá sér fyrir jólin er bókin Þar sem vegurinn endar. Hana skrifar Hrafn Jökulsson, bróðir Illuga, sem lítur þar yfir farinn veg. Hann beinir sjónum sérstaklega að Árnes- hreppi á Ströndum, afskekktustu sveit landsins, þar sem hann hefur einmitt vetursetu í ár. Hrafn segir þó ekki vera um eiginlega ævi- sögu að ræða. „Þetta er eiginlega sambland af minningum og sögubrotum, frá- sögnum af fólki bæði lífs og liðnu. Þetta spannar allt frá tíundu öld og til þeirrar sem við lifum á,“ útskýrir Hrafn, og því má þykja ljóst að hugtakið ævisaga nái ekki yfir efnistök bókarinnar. Árnes- hreppur, þar sem vegurinn endar, er í aðahlutverki. „Þetta er sú sveit sem fóstraði mig á árum áður, og mig hefur lengi langað að reisa þessu mannlífi örlítinn bautastein,“ segir Hrafn. Líf Hrafns sjálfs er þó einnig veigamikill hluti af bókinni. „Ég kem inn á ýmsa atburði sem hafa mótað mig og fólk sem ég hef verið samferða,“ útskýrir hann. „Rás atburðanna getur teygt sig alla leið í stríðið í Bosníu og Add- iction Foundation of Manitoba í Winnipeg. Ég leyfi mér flakk bæði í tíma og rúmi,“ segir Hrafn. Illugi segir ekki vera um sér- stakt samstarfsverkefni þeirra bræðra að ræða. „Ég hef bara hvatt hann til dáða,“ segir hann. „Hitt get ég sagt að bókin sjálf er sérlega falleg og mjög skemmti- leg,“ bætir hann við. Afskekkt sveit í aðalhlutverki „Ian er saklaus, ég veit það fyrir víst,“ segir lögmaðurinn Giovanni Di Stefano í samtali við Frétta- blaðið. Di Stefano er verjandi Ians Strachan, hálf-íslensks karlmanns um þrítugt sem handtekinn hefur verið fyrir tilraun til að kúga fé út úr meðlim bresku konungsfjöl- skyldunnar með kynlífsmynd- bandi úr síma. Ian var handtekinn ásamt meintum vitorðsmanni sínum, Sean McGuigan, á Hilton- hótelinu í London 11. september síðastliðinn og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi í Belmarsh-fang- elsinu en reiknað er með að málið komi til kasta dómstóla í lok desember. „Við ætlum að fá hann lausan gegn tryggingu,“ segir Giovanni og bætir því við að honum komi málið spánskt fyrir sjónir og ítrekar að skjólstæðingur sinn sé alsaklaus. „Hann líður fyrir það að það er einhver aðalborinn sem á hlut að máli. Þetta væri ekki svona ef þetta væri bara ég og þú,“ segir Giovanni. Ian er betur þekktur sem Paul Einar Ian Aðalsteinsson og er sonur Elizabeth Strachan og Aðal- steins Aðalsteinssonar sem nú er, eftir því sem Fréttablaðið best veit, búsettur í Aberdeen. Sam- kvæmt Di Stefano skildu foreldr- arnir þegar Ian var aðeins þriggja ára og tók hann í kjölfarið upp nafn móður sinnar, Strachan. „Pabbinn lét sig hverfa,“ segir Di Stefano, sem hingað til hefur varið menn á borð við Slobodan Milosevic og var í lögfræðinga- teymi Saddams Hussein. Í Bret- landi er hann gjarnan kallaður The Devil‘s Advocate eða mál- svari myrkrahöfðingjans. Di Stefano upplýsir jafnframt að sonur sinn og Ian séu bestu vinir og þess vegna taki hann málið að sér. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ian hafi komið hingað til lands fyrir sex árum og hitt ættingja sína en síðan hafi verið lítill sam- gangur. Strachan-mæðginin bjuggu um stund í Bandaríkjunum en hafa nú hreiðrað um sig í Chel- sea-hverfinu í glæsilegri íbúð. Málið hefur vakið gríðarlega mikla athygli í Bretlandi og öll stærstu blöðin þar fjalla ítarlega um málið enda fyrsta fjárkúgun- armálið af þessu tagi sem kemur upp í tengslum við Buckingham síðan 1891. Þeir McGuigan og Strachan eru sagðir hafa komist yfir myndbandsupptöku úr síma af meðlim konungsfjölskyldunnar í munnmökum með aðila af hinu kyninu og þar sést einnig kókaín notað í gríð og erg á meðan á ástar- leikjunum stendur. Talið er að þeir félagar hafi ætlað að hafa fimmtíu þúsund pund upp úr krafsinu eða sem samsvarar sex milljónum íslenskra króna. Bæði Strachan og McGuigan eru sagðir hafa komið á fundi með umræddum aðila á Hilton-hótelinu en þegar þeir komu þangað biðu þeirra óein- kennisklæddir lögregluþjónar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.