Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 39
[Hlutabréf] Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi. Í tilkynningu frá Icelandair síðastlið- inn föstudag kemur fram að tekjur í far- þegaflugi Icelandair hafi verið minni en áætlað var meðal annars vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og lægri með- alfargjalda. Þá sé viðhaldskostnaður einnig hærri í samstæðunni en reiknað var með að hann yrði. Sterk staða krónunnar hefur haft áhrif á útflutning frá landinu og þar með á afkomu Icelandair Cargo. Grein- ing Glitnis segir þetta ekki góð tíðindi fyrir Icelandair þar sem þriðji fjórð- ungur sé jafnan sá mikilvægasti í rekstri félagsins. Markaðurinn brást illa við fréttum Icelandair í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, við- brögðin í raun allt of sterk og lagði áherslu á að þótt uppgjörið verði aðeins lakara en gert var ráð fyrir verði það alls ekki slæmt og að mikill gangur sé í fyrirtækinu. Uppgjör félagsins verður birt 13. október næstkomandi. Jón Karl mun sitja fyrir svörum í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í hádeginu í dag, þriðjudag. Segir viðbrögð markaðarins of sterk Íslenska fyrirtækið Creditinfo group hefur keypt 51 prósent í pólska upplýsingafyrirtækinu Creditfact. Auk þess hafa fyrir- tækin samið um að Creditinfo eignist 34 prósenta hlut til viðbótar snemma á næsta ári. Fram kemur í fréttatilkynningu að Creditfact sé eitt helsta fyrirtæki Póllands á sínu sviði, en það selur upplýsing- ar um skuldastöðu fyrirtækja. 25 manns starfa hjá Creditfact í Var- sjá. Auk þeirra eru 25 verktakar á snærum fyrirtækisins víðs vegar um Pólland. Creditinfo starfar nú í yfir tuttugu löndum, þar á meðal í mörgum löndum í Austur-Evrópu. Creditinfo vex Gengi hlutabréfa SAS-flugfélags- ins lækkaði um 2,42 prósent í gær og er það rakið til nauðlendingar Dash-8 vélarinnar í Kaupmanna- höfn á laugardag. Í kjölfarið til- kynnti SAS að vélar af þessari gerð yrðu teknar úr notkun hjá félaginu. Óljóst er hve mikill kostnaður mun fylgja því að taka vélarnar úr notkun. Félagið þarf að fella niður fjölda fluga og vinna í að fá nýjar vélar í stað þeirra 27 sem hætt verður að nota. Það verður flugfé- laginu dýrt, kostar allt að 400 milljónir sænskra króna. Miðað við gengisskráningu í gær nemur það tæpum fjórum milljörðum íslenskra króna. Leggja Dash-8 flugvélunum FL Group birti yfirtökutilboð sitt í Tryggingamiðstöðina í Kauphöll- inni í gær. Fá hluthafar í TM 47 krónur fyrir hvern hlut sinn í félaginu taki þeir yfir- tökutilboðinu. Þangað til í lok ágúst var gengi TM undir 40 krón- um á hlut. Einnig geta hluthafar TM fengið greitt með hlutabréfum í FL. Í tilboði FL Group kemur fram að breytingar verða gerðar á stjórn og framkvæmdastjórn TM. Nýlega hafi átt sér stað slíkar breytingar og fleiri breytingar kunni að eiga sér stað í náinni framtíð. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir verulegri endurskipu- lagningu á sjálfum rekstrinum. Boða breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.