Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 40
Haldið var upp á tuttugu ára afmæli Erasmus stúdentaskipta á Íslandi ný- verið en hátíðahöld hafa verið víða um Evrópu frá því í vor. Erasmus hófst á Íslandi árið 1992 og fyrsta árið fóru um 35 nemendur frá Íslandi og um þrír nemendur komu til landsins. Alþjóðaskrifstofa háskóla- stigsins er landsskrifstofa mennta- áætlunar Evrópusambandsins og sér um stúdentaskiptin. „Í dag eru um 300 nemendur sem koma til Íslands og 200 sem fara þannig að þetta er ótrúleg breyting á stuttum tíma. Fáir hefðu búist við að það kæmu svona margir til Íslands vegna tungumálavandræða en það hefur breyst til dæmis vegna kennslu á ensku,“ útskýrir Óskar Eggert Óskarsson, verkefnastjóri Erasmus. Stúdentaskiptin ganga út á að senda háskólanema erlendis þar sem hægt er að taka hluta af námi við annan evr- ópskan háskóla. Þetta nám fæst síðan að fulllu metið við heimaskólann. „Þetta er hluti af menntaáætlun Evr- ópusambandsins og markmiðið er að auka hreyfanleika í álfunni og tengja löndin betur saman,“ segir Óskar og heldur áfram: „Erasmus hefur haft gríðarleg áhrif og hefur meðal ann- ars stuðlað að einingakerfið ECTS var tekið upp og er nú ráðandi í Evrópu og hjá flestum íslenskum skólum,“ út- skýrir Óskar, sem segir jafnfram að þessi þróun hafi ýtt af stað hinu svo- kallaða Bologna-ferli sem er endur- skipulagning á öllu háskólanámi í Evr- ópu. Í dag eru þrjú ár í BA, tvö ár í master og þrjú ár í doktor en áður var gjörólíkt kerfi og má nefna Þýskaland sem dæmi þar sem var nánast ómögu- legt að klára nokkurt nám á innan við fjórum árum. „Markmiðið er að gera Evrópu að einu heildstæðu mennta- svæði þannig að það geti til dæmis keppt við Bandaríkin,“ segir Óskar. En hvernig tekur maður þátt í Erasmus-nemendaskiptum? „Þá hefur maður samband við al- þjóðaskrifstofu síns skóla og við sína námsbraut. Það er tiltölulega auðvelt að fara og sem betur fer höfum við náð að styrkja nánast alla sem vilja fara. Styrkir á næsta skólaári, 2008-2009, munu líklega hækka verulega þannig að þeir geti farið að skipta raunveru- legu máli,“ segir Óskar bjartsýnn. Ef nemandi er við Háskóla Íslands þá sér skólinn eða alþjóðaskrifstofan um samskipti við gestaskólann og að koma nemanda inn í skólann. „Það getur verið mjög strembið ferli ef maður er að gera þetta á eigin vegum. Þegar viðkomandi er kominn út í gestaskólann þá fær hann með- höndlun sem skiptistúdent sem er meiri heldur en ef hann væri að koma á eigin vegum. Í flestum tilfellum út- vega skólarnir húsnæði eða aðstoða að minnsta kosti við að finna það,“ segir Óskar og hvetur alla sem hafa áhuga að kynna sér Erasmus stúdentaskipt- in nánar. „Mínir einu lestir eru skák og kleinuhringir.“Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, Kristín S. Kvaran kaupmaður, Skipholti 15, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 28. október. Útförin verður auglýst síðar. Einar B. Kvaran Bertha G. Kvaran Jón Þ. Ólafsson Ragna E. Kvaran Egill Erlendsson Thelma Kristín Kvaran Ingvar B. Jónsson Guðrún V. Kvaran og barnabörn. Ástkær fósturfaðir okkar og bróðir, Sigurður Alexandersson frá Suðureyri við Súgandafjörð, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Hilmar Harðarson Jóhannes Þór Hilmarsson Jóhann Alexandersson Björgvin Alexandersson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Magnúsdóttir frá Langabotni, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 31. okt- óber kl.13.00. Sæmundur Valdimarsson Valdimar Sæmundsson Auður Björnsdóttir Hildur Sæmundsdóttir Sigurjón Halldórsson Magnús Sæmundsson Sigríður Þórarinsdóttir Gunnar Sæmundsson Lára Björnsdóttir og ömmubörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Benný Guðjónsdóttir Lilla frá Ási, Nestúni 2, Hvammstanga, andaðist á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga föstudag- inn 26. október. Útförin verður auglýst síðar. Hallgeir S. Pálmason Helga Jakobsdóttir Jakob Hallgeirsson Sandra Guðlaug Zarif Berglind Þóra Hallgeirsdóttir Sigurður Flosason Alex Rafn Guðlaugsson Ísak Geir Jakobsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Árni Friðfinnsson bókari, Herjólfsgötu 10, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 28. október. Elín Eggerz Stefánsson Elín Árnadóttir Stefán Hákonarson Vilborg Þórey Styrkársdóttir Árni Reynir Styrkársson Viðar Pétur Styrkársson Rakel Stefánsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gróa Jóhanna Salvarsdóttir, Flókagötu 12, lést á líknardeildinni á Landakoti laugardaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Aðalheiður Auðunsdóttir Guðmundur Lárusson Hákon Örn Halldórssson Pálfríður Benjamínsdóttir Ragnar Jóhann Halldórsson Karen Q. Halldórsson Björn Halldórsson Árnína Sumarliðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingiberg Egilsson flugvirki, Lækjasmára 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 18. október, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 31. október klukkan 13.00. Hrönn Jóhannsdóttir Jóhann Ingibergsson Kristín Andrea Einarsdóttir Anna Ingibergsdóttir Ari Jóhannsson Arna Ingibergsdóttir Eyþór Einar Sigurgeirsson Elfa Ingibergsdóttir Elvar Jónsson og barnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Reynis Guðjónssonar Hlíðargötu 20, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimil- inu Uppsölum á Fáskrúðsfirði og á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alúð og góða umönnun. Lára Hjartardóttir börn og fjölskyldur. Innrásin frá Mars Norrænum tölvuleikjafram- leiðendum fjölgar ört og hafa aldrei fleiri sótt um styrk vegna leikjaverkefna en nú í ár, eða samtals 101. Á sama tíma hefur aldrei reynst jafn örðugt að útvega stofnfjár- magn til að þróa leikina. Í fyrri umferð á þessu ári fengu sjö norræn verkefni styrki. Í næstu umferð munu sérfræðingar meta umsókn- irnar áður en 2,5 milljónum danskra króna verður úthlut- að. Metaðsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.